Síður

miðvikudagur, 15. október 2014

Og núna bara býð ég og býð

Núna er vikan hálfnuð já og eiginlega mánuðurinn líka.Allt orðið vel hélað á morgnana undur fallegt.En fjári kalt orðið líka,maður verður einhvernveginn alltaf jafn undrandi að það kólni og snjói í fjöll,eins og að þetta hafi bara aldrei gerst áður.


Gærdagurinn var voðalega fallegur milt og fallegt veður,við mæðginin fórum með blóm og kerti í garðinn til afmælis drengsins.Og áttum þar góða stund en auðvitað söknuðum við þess að hafa ekki stelpuskottinn með okkur.Svo gerðum við kósý kvöldmat og bökuðum dýrindis köku voðalega sætt og ljúft allt samann.


En núna er kominn nýr dagur og svei mér þá ennþá sama fallega veður og í gær.Og í gær datt ég útaf sjúkrapening frá Verkalýðsfélaginu sem er nú ekki alveg eins fallegt og skemmtilegt.Og er ekki ennþá farinn að heyra neitt frá tryggingarstofnunn,verð bara að játa að það er kominn kvíðaskjáfti í mig yfir þessu.Og enn bíð ég líka við símann að heyra frá lækninum um það hvort ég sé að fara aftur í lagfæringu á hnénu.Svo að það má eiginlega orða það þannig að ég sé stúlkan sem starir á símann ekki hafið þessa dagana.

En það er ekki eins og ég hafi svo sem nokkuð annað að gera þessa dagana.En þegar maður er svona mikið einn og með sjálfum sér þá fer alltaf kollurinn að vinna of mikið og hugsa of mikið.Stundum er það svo sem alveg ágætt en stundum ekki,alltaf gott þegar það eru jákvæðar hugsanir en ekki eins gott þegar þær verða neikvæðar og myrkar.


Og í dag eru þær bara ofsa sætar og ljúfar,allavega eins og er hahaha.


Draumar
Drauma á ég
um betra líf,
minna streð
og engin stríð.
Kannski er ég
bara búin
með þann pakka
sem lífið gaf mér
til að læra
til að vinna úr.
Læra að láta lífið
sinn vanaganginn hafa
taka öllu
með æðruleysi og ró
Slaka á
og leggja frá sér
bakpokann.
                                              Baddý  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli