Síður

laugardagur, 25. október 2014

Litla,litla Ljóta !!

Góðan dag núna er runninn upp laugardagur og enn skín sólin hérna inn um gluggann minn.


Og ég vaknaði enn einn daginn með liðverki,er nú bara alveg að fara að fá nóg aðþví verð ég bara að segja.En ekkert við þessu að gera frekar en öðru þetta lagast þegar þetta lagast.



En einu sinni var ég lítil prinsessa,já í alvöru hoppaði um sæl og kát.En í dag not so mutch næ rétt að skríða í að vera bara litla ljót,komst að því þegar ég leit í spegilinn áðann.OG jiminn eini þetta var bara skrímli sem horfði í augun á mér úr speglinum.Það er sko ekki gamann að sjá þessa sjón þegar maður er ný vaknaður og voðalega viðkvæmur.Baugar frá helvíti og hárið eins og ég hafi pissað í stingdós,með extra miklu rafmagni.

Ég bara er í andlegu sjokki,ætla aldrei aftur að byrja daginn á því að líta í spegilinn allavega ekki fyrr en ég er búinn að drekka kaffið mitt.Man svo vel þegar ég var krakki og horfði alltaf á Dallas,bæði Pamela og Sue Ellenn voru alltaf svo fallegar og vel málaðar ný vaknaðar.En nei raunveruleikinn er sko ekki þannig skal ég segja ykkur,sko þetta hlýtur að hafa verið eitthvað feik.
Svo ef maður ætlar að vera snjall og mála sig bara fyrir svefninn til að vakna fallegur,það gengur skoo ekki heldur.Þegar maður vaknar þá er blýanturinn og maskarinn kominn niður á miðjar kinnar, varaliturinn á ennið og slef blettir í meikinu.

Þannig að niðurstaða morgunsins er,ég er skrímsli og Dallas var feikað.

En núna ætla ég að gera aðra tilraun við spegilinn,veit að ég er ekki kraftaverka manneskja en ætla allavega að reyna að greiða þennann gaddavír á hausnum á mér.Vona að þið eigið öll frábærann dag,ég ætla allavega að reyna það eftir raunir morgunins.



Litla, litla Ljóta
litla andlit sitt vill brjóta.
Til fulls þá fær að njóta
friðar, hún þráir að hljóta.
-engra nýtur hún úrbóta
aumingja greyið litla,
litla Ljóta. 






                                               Baddý Monster!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli