En þessa dagana skiptir litlu fyrir mig svo sem hvaða vikudagur er,en reyni samt að fylgjast með hvaða mánuður er svona hverju sinni.Það má eiginlega orða það þannig að allir dagar eru eins hérna í höllinni hjá mér.
Kominn í andvöku ástand síðustu daga get bara ómöglega sofnað,og þar af leiðandi sofið á morgnana.Og það kætir sko ekki kattarprinessurnar þær eru orðnar ansi trylltar þegar ég svo lufsast á fætur.Hver morðtilraunin á eftir annari alla morgna hérna svoleiði vafið sér um fætur mér og reynt að fella mig.En þessi gráa fer aðeins hægar yfir núna eftir að hún fótbrotnaði,en er öll að koma til og fer örugglega fljótlega að taka þátt í þessum ítrekuðu tilraunum með móður sinni.
Fékk reyndar góða gesti hingað í gær Víðir bró og Maja komu,og var það þrælskemmtilegt Maja átti afmæli í gær og ég gat gefið henni köku og afmælisgjöf.
Mig dreymdi hann karl föður minn í nótt,og það var mjög ljúft að sjá hann.Alltaf gott að dreyma hann reglulega fór á netið og fann þetta ljóð finnst það eiga vel við eftir þennann draum.
Vertu ekki grátinn við gröfina mína
Góða ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustin regn sem fellur á fold
og fræið í hlýrri mold.
Í morgunsins kyrrð er vakna þú villt
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik dag um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér-
Gáðu-ég dó ei-ég lifi í þér.
Baddý :)






Engin ummæli:
Skrifa ummæli