Síður

fimmtudagur, 30. október 2014

Blóðlaus með öllu í dag ;)

Góðan dag núna er runninn upp enn einn dýrðardagurinn,fallegt og kyrrt veður en ofsalega kalt.

Ég skellti mér til doksa í gær bara svona til að brjóta upp daginn,nei djók fór útaf þessum liðverkjum sem ég er búinn að vera að væla yfir.Þetta er orðið þannig að ég get bara eiginlega ekkert gert fyrstu klukkutímana eftir að ég vakna.Það er frekar pirrandi og hef lítið getað prjónað og þegar ég get það ekki þá er nú ekki mikið fyrir mig að gera.
En allavega þá er þetta sennilega einhver helv gigt sem ég er með,fór í gigtarpróf í fyrra og það mældist ekkert þá.Og svo er skjaldkyrtillinn alltaf með einhverja stæla helvískur.Þannig að ég þurfti að mæta í morgunn í blóðprufu,og sjitt hvað það var nú ekki gamann.Er auðvitað dauðhrædd við nálar og þoli ekki að sjá eigið blóð,er auli ég veit hahaha.En þegar ég mætti fastandi í morgun þá bara kom ekkert blóð,þannig að ég varð að drekka kaffi og borða þarna áður en hægt var að draga alla þessa lítra úr mér.Og maður minn hvað þetta var ekki gamann,en vonandi að það finnist eitthvað hvað þetta er.Sit hérna núna hvít sem lík og þamba kaffi og reyni að jafna mig á raunum  mínum hahahaha.


Og ætla núna að reyna að fara að munda prjónana,horfa á sjónvarpið The Doktors er að fara að byrja og wow má ekki missa af því.Hef aldrei hugmynd um hvað þeir eru að ræða enda þyrfti ekkert hljóð að vera á hann er svo sætur einn af læknunum.Það er alveg nóg fyrir mig fjúddífjú.


Vona að þip eigið öll frábærann dag ég ætla allavega að reyna það.

Gróðurlaus fjöll


Í naktri dýrð með bergið blátt og kalt,
og blásna mela, jökla og skriðufjöll,

rísið þið hátt og hafin yfir allt,
sem hismið þekur, gróðurlausu fjöll.

Í klettaborgum, krýndum jökulís,
býr kynngi jarðar, aflsins máttarlind.
Í tign og veldi tröllakirkjan rís
og talar djarft við regn og snjó og vind.

Hún fyrirlítur dalsins skógaskraut
og skrælnuð lauf, er fuku af kvistum bleik,
hinn veika stofn, sem bóndinn hjó og braut
og breytti í gráa ösku og stofureyk.

Sjá, hennar vilji og vonir hafa ræst.
Hún veitir nakin grænum dölum skjól
og horfir stórlát, sterk og sigurglæst
í steindri fegurð móti himni og sól.
                        Davíð Stefánsson.


                              Blóðalausa                         Baddý :)

miðvikudagur, 29. október 2014

Tíminn er eins og vatnið,

Já góðann daginn,það er kominn enn einn miðvikudagurinn.Og í þokkabót 29 oktober vá tíminn lýður frekar hratt stundum.


Á hverjum degi skoppa ég frammí gang og athuga hvort pósturinn sé kominn,er nefnilega að bíða eftir svari frá Tryggingarstofnun.
Og á hverjum degi verð ég alltaf aðeins svarsýnni,ekkert svar ekkert.Verð að játa það að það er ekki sérlega heillandi að vita til þess að ég fái ekki borgað frá þeim.Þá verð ég bara alveg bjargarlaus,búinn með allann rétt hjá Verkvest.Segi bara fokk og meira fokk,en ætla ekki alveg að missa mig það eru 2 dagar eftir af mánuðinum.Það er bara óþægilegt að vera svona í lausu lofti verð ég að játa.


En í gær áorkaði ég það að klára að gera blessað slátrið,og maður minn hvað það var frábært að fá nýtt slátur.Drengurinn alveg himinn lifandi og hlakkar til að fá það steikt í dag með sykri.Já og mig hlakkar líka til þetta er bara svo gott.


En er að hugsa að láta þetta bara duga í dag,og koma mér í að gera eitthvað skemmtilegt já eða leiðinlegt fer eftir hvað ég geri af mér.Eigið góðann dag allir sem einn og njótið sólarinnar þar sem hún skín í dag :)


Tíminn er eins og vatnið,
og vatnið er kalt og djúpt
eins og vitund mín sjálfs.

Og tíminn er eins og mynd,
sem er máluð af vatninu
og mér til hálfs.

Og tíminn og vatnið
renna veglaust til þurrðar
inn í vitund mín sjálfs.



                             Baddý !

þriðjudagur, 28. október 2014

Að vakna :)

Góðan dag núna er klukkann hálf 8 þegar ég er að pikka þetta.Er búinn að sofa meira og minna síðann miðjann dag í gær.Og það var nú ekki af góðu,var með frekar mikla liðverki og tók slatta af verkjalyfjum já og bara svaf.Það er reyndar svo mikið myrkur úti núna að mann langar mest að skríða aftur í bólið,en ætla að berjast á móti þeirri lögunn.

Þar af leiðandi fór ég ekki í sláturgerð eins og ég ætlaði mér,svo að ég vona að ég geti gert það í dag.Okkur var byrjað að hlakka svo mikið að fá rúsínu slátur hérna okkur mæðginunum.

Það er nú bara svo ofsalega gott einhvernveginn,hef alltaf elskað rúsínuslátur.Þegar ég var lítil fékk ég stundum slátur í nesti á milli bæja hjá henni Gunnu í Grænuhlíð.Og einhvern veginn fyllist ég alltaf vellíðann þegar ég finn slátur ylm,og verð bara hálfgerður krakki aftur.Svo að þetta skal verða gert í dag ekki eins og þetta sé eitthvað flókið eða stórkostlegt stórvirki að framkvæma.

En svo held ég að kattarskammirnar séu alveg byrjaðar aftur á fullu með plottið sitt gegn mér.Voru svoleiðis vefjandi sér um fætur mér áðann að það munaði ekki miklu að núna félli ég.Þá hefði nú verið kátt í höllinni hjá kisunum.Og hefðu verið kominn með góðann vetrarforða já sem myndi duga vel frammá vor.

En ætla að hætta að bulla í bili fara og þamba kaffi og nudda lífi í liði.Eigið góðann dag öll sem einn.


Að vakna 

Æðri máttinn, þú finnur víða
vaknaðu, ekki lengur bíða.
Njóttu alls, sem lífið þér gefur
gjafmildi þess, sálina gleður.

Vitund vaknar, á þeim degi
er ljósið þú finnur, á lífsins vegi
Vegsemd slík, verðmæt er
varðveita skalt í jarðvist hér.

                          



         Baddý !




mánudagur, 27. október 2014

Í dag er ég löt já svo löt

Jæja í dag er ég bara fjarskalega löt.Ætlaði að fara svoooo snemma á fætur og byrja að gera slátur.En auðvitað sofnaði ég alltof seint eins og alltaf og var hrikalega góð við sjálfa mig í morgunn og svaf.


Þoli ekki þegar að ég fæ svona leti köst,þá bara hef ég mig ekki í að gera neitt.Sit bara og horfi á hlutina og reyni að færa þá til með hugarorkunni og ekkert virkar.


Og svo eru fingurnir eitthvað að plaga mig vilja ekki alveg virka rétt í dag,og reyndar bara flestir liðirnir í skrokknum á mér.En þetta minnkar þegar gengur á daginn.
Hlakka svo til þegar slátrið verður tilbúið,elska slátur og sérstalega rúsínu slátur.Og hann sonur minn er alveg sjúkur í þetta líka,þannig að það er nú eins gott að maður geri þetta í dag.

Og þetta gerist víst ekki að sjálfu sér,og sem betur fer eru þetta tilbúnir keppir svo að það er ekki það mikil vinna og saumaskapur við þetta.Hef reyndar aldrei gert slátur áður með tilbúnum keppum verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.

En nú læt ég þetta duga í bili í dag,ætla að fara að dýrka fingur og liði í að fara að virka svo ég geti farið að byrja á næstu klukkutímunum.
Við lindina

Gleði, frelsi, friður, ró
faðmar allt í grænum mó,
þar sem tæra lindin ljósa
líður hægt á milli rósa,
streymir áfram út í sjó, –
andi minn þar finnur ró.

Þegar ég er þreytt og ein,
þín ég vitja, lindin hrein,
leggst við bakka lága þína,
læt svo hverfa harma mína;
bylgja þín í blárri ró
ber þá út á víðan sjó.




                             Baddý Lata !!!!


sunnudagur, 26. október 2014

Gáðu-ég dó ei-ég lifi í þér

Það er runninn upp sunnudagur og ég búinn að drekka nokkra kaffibolla.

Þetta er einn af þessum morgnum sem að ég er búinn að vera að hugsa voðalega mikið.Setti hérna inn ljóð um daginn sem er búið að vera fast í höfðinu á mér einhvernveginn,eða frekar hvernig boðaskapurinn er.Það endar með orðunum gáðu ég dó eigi ég lifi í þér,mjög fallegt ljóð.


En eins og ég var að segja þá eru kvarnirnar í mínu litla höfði búnar að vera að vinna.Og það sem ég var að hugsa að það hafa verið erfið síðustu 10 árin,við höfum misst svo ansi marga á þessum tíma.Eigum orðið svo marga engla þarna uppi og auðvitað saknar maður þeirra allra mjög mikið.En það er nefnilega eitt sem mér finnst ljúft og það er að þegar ég horfi á afkomendur þeirra sem eru farnir þá sé ég þessa engla í þeim.
Og þá er ég að meina að ég sé eitthvað í fari hvers og eins sem minnir mig á þann sem farin er,stundum taktar eða bara mikillíkindi.Og þetta er dýrmætara en allir heimsins veraldlegir hlutir,og þetta er arfurinn sem sá sem deyr skilur eftir sig hér á jörðu.Það skiptir engu máli eitthvað dót eða peningar vegna þess að þegar maður fer af þessari jörðu þá eru það minningarnar og börnin.


T,d þegar ég horfi á systkin mín þá sé ég pabba,þegar ég horfi á börnin mín þá sé ég pabba þeirra,þegar ég horfi á frændur mína sé ég bróðir þeirra og þegar ég sé frændsystkin mín sé ég pabba þeirra.Kanski er ég að hugsa þetta núna vegna þess að ég er að verða amma hver veit.Ég á svo mikið sem ég myndi skilja eftir þegar ég fer.



En þetta eru voðalega djupar pælingar í dag ætla bara að láta þetta duga.En niðurstaðann er bara sú að börnin okkar eru okkar arfur og okkar eina afrek í lífinu.Þó ég yrði geimfari þá væri það merkilegra að ég á 3 börn,og þau verða fullorðinn og eignast börn.Held að fátt sé mikið merkilegra til og að maður á að halda vel í hendina á þessum börnum.Þvi að þegar upp er staðið þá eru þau þinn arfur




Vertu ekki grátinn við gröfina mína
Góða ég sef ekki þar.
Ég er í leikandi ljúfum vindum,
ég leiftra sem snjórinn á tindum.
Ég er haustsin regn sem fellur á fold 
og fræið í hlýrri mold.

Í morgunsins kyrrð er vakna þú villt
ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt.
Ég er árblik í dag um óttubil
og alstirndur himinn að nóttu til.
Gráttu ekki við gröfina hér-
Gáðu-ég dó ei-ég lifi í þér.



                                                     Baddý




laugardagur, 25. október 2014

Litla,litla Ljóta !!

Góðan dag núna er runninn upp laugardagur og enn skín sólin hérna inn um gluggann minn.


Og ég vaknaði enn einn daginn með liðverki,er nú bara alveg að fara að fá nóg aðþví verð ég bara að segja.En ekkert við þessu að gera frekar en öðru þetta lagast þegar þetta lagast.



En einu sinni var ég lítil prinsessa,já í alvöru hoppaði um sæl og kát.En í dag not so mutch næ rétt að skríða í að vera bara litla ljót,komst að því þegar ég leit í spegilinn áðann.OG jiminn eini þetta var bara skrímli sem horfði í augun á mér úr speglinum.Það er sko ekki gamann að sjá þessa sjón þegar maður er ný vaknaður og voðalega viðkvæmur.Baugar frá helvíti og hárið eins og ég hafi pissað í stingdós,með extra miklu rafmagni.

Ég bara er í andlegu sjokki,ætla aldrei aftur að byrja daginn á því að líta í spegilinn allavega ekki fyrr en ég er búinn að drekka kaffið mitt.Man svo vel þegar ég var krakki og horfði alltaf á Dallas,bæði Pamela og Sue Ellenn voru alltaf svo fallegar og vel málaðar ný vaknaðar.En nei raunveruleikinn er sko ekki þannig skal ég segja ykkur,sko þetta hlýtur að hafa verið eitthvað feik.
Svo ef maður ætlar að vera snjall og mála sig bara fyrir svefninn til að vakna fallegur,það gengur skoo ekki heldur.Þegar maður vaknar þá er blýanturinn og maskarinn kominn niður á miðjar kinnar, varaliturinn á ennið og slef blettir í meikinu.

Þannig að niðurstaða morgunsins er,ég er skrímsli og Dallas var feikað.

En núna ætla ég að gera aðra tilraun við spegilinn,veit að ég er ekki kraftaverka manneskja en ætla allavega að reyna að greiða þennann gaddavír á hausnum á mér.Vona að þið eigið öll frábærann dag,ég ætla allavega að reyna það eftir raunir morgunins.



Litla, litla Ljóta
litla andlit sitt vill brjóta.
Til fulls þá fær að njóta
friðar, hún þráir að hljóta.
-engra nýtur hún úrbóta
aumingja greyið litla,
litla Ljóta. 






                                               Baddý Monster!



föstudagur, 24. október 2014

Í dag er ég hringjarinn frá Notre Dame !

Góðan föstudag allir,nú skín sólin voðalega fallega hérna inn umm gluggana hjá mér.


Og það er eins og fyrri daginn vaknaði með þessa blessuðu liðverki enn og aftur,og núna eru þeir bara ansi vondir.En hef fulla trú á að þetta verði síðasti dagurinn sem þeir angri mig í einhvern tíma.Þetta var það leiðinlegt í morgun að ég var eins og quasimoto þegar ég gekk hérna framm,og held að það hafi verið fyndinn sjón að sjá.Kettirnir létu mig allavega alveg í friði reyndu ekkert að fella mig,svo að núna er bara spurning að fara alltaf að labba svona á morgnana hahahah.

En eins og margir sáu í gær á feisinu þá var ég að skoða síðuflettingarnar á bloogginu mínu,og það var svo sannarlega gaman að sjá hversu margar flettingar eru kommar.Fer að nálgast 11,000 vá :) og kominn með 85 færslur,eitt bloggið sem ég skrifaði var með um 1200 flettingar.Það er svo sannarlega gamann að sjá að það er fylgst með blaðrinu mínu.Og svo var líka gamann að lesa þegar fólk skrifaði í gær að það hefði gaman að þessu.Svo að ég held bara áfram að blogga,og auðvitað verður þetta blogg áfram á vitrænum og listrænum nótum eins og verið hefur (djók)


En er nú að spá í að láta þetta duga í dag,fingurnir ekki alveg nægilega spenntir að vera að pikka svona mikið.Ætla að hendast í að ná almennilegri hreyfigetu á fingurnar og halda áfram að prónja á komandi baunanúa,það verður að vera eitthvað til að fötum þegar baunin mætir á svæðið.


Eigið ofsa góðann og skemmtilegann dag allir sem einn,veit að ég ætla að reyna það alla vega.Góðar stundir!



Er birtir af degi, við morgunskímu
gott er að fara úr fleti sínu.
Sinar og vöðva, varlega teygja
toga í tærnar og líkamann sveigja.

Í liðamótum, brakar og brestur
gigtin hjá mér, er daglegur gestur
geispa og gapi, enn um stund
saman þá vakna, líkami og lund.

Josira
1958 -

                                 Baddý Quasimoto !


fimmtudagur, 23. október 2014

Er bara alveg kú kú í dag ;)

Góðan dag nú er bara eiginlega leiðindar haustveður.Finnst svona ekki heillandi nánast allur snjórinn farinn,veröldinn er svona doppótt.

Nú er kominn dagur 2 í ansi slæmum liðverkjum,og það er bara frekar pirrandi get ég sagt ykkur.En þetta gengur til baka hef bara ekki alveg nægilega mikla þolinmæði í það.

Sit hérna núna tuðandi í köttunum og þamba kaffi,ef þessir kettir mínir gætu talað.Já þá hefðu þær nú heilmikið að segja frá,hinar ýmsu furðusögur af furðulega eiganda sínum.En það er bara ágætt að þær tali eingöngu kattarmál,sem auðvitað ég skil ;)Þær voru extra mikið í morgun að vefja sér um fæturnar á mér,held að þær hafi ætlað að klára verkið að losa sig við mig.En ég ruglaði þær gjöramlega hljóp eins og eldibrandur og fyllti dallana af mat,þá steingleymdu þær ætlun sinni.Þar var ég einstaklega heppinn fá einn dag enn hérna í höllinni.

Það er greinilegt að ég hef ekki mikið að blogga um í dag hahaha.
Og núna ætla ég að drífa mig í maraþon kaffidrykkunni,bara búinn að ná einum bolla af kaffi.


Vona að þið eigið öll frábærann dag,verður kanski vitrænna næsta bloggg en einhvern veginn býst ég ekki við því.Góðar stundir allir sem einn.



Hvít fönn þekur jörð og bæ,
Krakkar ná sér í húfur.
Stormur kaldur við úfinn sæ,
Snær fýkur yfir þúfur.

Vetur gamli er kaldur karl,
Hin unga sól hverfur um tíma.
Ekki margt er vetrarins ofjarl,
Skepnur i kojum sínum híma.

Blóm vetrarins skríða um gler,
Litleysi veröldina skapar.
Mörgum hlakkar til þegar karlinn fer,
Á endanum er það hann sem tapar.



                                        Baddý ruglukolla!


miðvikudagur, 22. október 2014

Bolli af brosi öllu bjargar :)

Jæja jæja hef ekki bloggað í alveg 2 daga,einhver leti í gangi hér á þessum bæ.


En eins og vanalega hefur nú ekki mikið verið að gerast hérna síðustu daga þannig séð.Lífið hefur bara haft sinn vanagang þannig séð bara.Fengum auðvitað snjó hérna brrrrrrrrr en um tíma var veröldin afskaplega falleg og hrein.En það er svooo kalt get illa þolað svoleiðis,reyndar er kanski bara kaldara inni hjá mér heldur en úti.Vaknaði í morgun og allir liðir frekar aumir á erfitt að hreyfa fingurnar og hnén frekar bólginn og leiðinleg.En það jafnar sig þegar lýður á daginn ekki spurning.


Hef sko ekki tíma í að láta puttana hætta að virka,er kominn á skrið að gera annað ungbarnasett.Og auðvitað er kollurinn fullur af hinum ýmsu hugmyndum og þá meiga þessir fingur ekki standa í vegi mínum.

En ætla að hætta þessu væli og bulli um blessaða fingurnar.Spurning að koma sér í að gera eitthvað vitrænt hérna á þessu heimili,eða bara hanga í leti í dag humm what to do.

Var reyndar í fjársjóðsleit í gær,sko var að leita að sláturgarninu mínu og nálunum.En mundi bara alls ekki hvar í andsk... þetta væri og leitaði í öllum skápum og kirnum,og ekki fann ég blessað garnið en fullt af öðru dóti sem ég mundi ekkert eftir að ég ætti en var voðalega feginn að finna.Og á endanum þegar ég var búinn að gefast upp þá auðvitað fann ég garnið og nálarnar,og viti menn ég réð mér bara ekki af kæti.Já það þarf ekki orðið mikið til að kæta mann þessa dagana,og núna býð ég spennt eftir að fá blóðið,vambirnar og mörinn jeiiii.Og þá verður nú gert rúsinu slátur mmmmm bara elska það.
Bolli af brosi
og betra skapi.
Dass af hlýju,
von og kærleika.

Ánægju og draumum
yfir dreifi.
Með kossum
svo ég skreyti
.







Baddý