Síður

mánudagur, 15. desember 2014

Ný vika ný tæifæri :)

Ný vika hafinn og það er voðalega kuldalegt að lýta útum gluggann í dag.Hefur skafið vel í nótt en þetta er voðalega fallegt.


Já og nú er síðasta skólavikan fyrir jól,drengurinn dettur í jólafrí á föstudag.Og það er sko mikil spenna fyrir því að fá frí og gera það sem hann vill.

Núna er maður vakinn og sofinn yfir veðrinu næstu daga,vona að það fari að verða almennilegt.Finnst það ekki mjög spennandi að hugsa til þess að ég á eftir að keyra suður.Hann Gráni litli er ekki sérlega góður bíll í svona vetrarfærð,er núna sikksakkandi um göturnar.Þannig að tilhugsunin um að eiga eftir að fara yfir fjöll á honum er ekki spennandi.Svo að núna verður maður að finna dag sem er með skaplegasta veðrinu til að komast.Og svo er auðvitað eitt stórt vandamál sem við stöndum frammi fyrir og það er að fá umsjónar manneskju fyrir drottningarnar hérna á heimilinu.Þær eru auðvitað með eindæmum gáfaðir kettir en held að ég nái ekki að kenna þeim að gefa sjálfum sér að éta.En annars fer ekkert að vera til fyrir stöðu að við komumst suður,reyndar myndi nú eins og einn feitur Lotto vinningur ekki vera svo slæmt.Þá gæti maður bara látið vaða og verslað haug af gjöfum og eki þurft að vera með í maganum yfir ferðakostnaði.Það er nefnilega alveg lygilega dýrt að fara suður,og þá er ég bara að tala um ferðakostnaðinn.Náttúrulega fáránlega dýrt bensínið og svo kostar í Baldur,þetta er dýr pakki.


En við kláruðum að henda upp jólatrénu í gær,það hefur aldrei verið skreytt svona snemma hérna áður.En voðalega notalegt að hafa það,þetta tré er reyndar alveg komið til ára sinna en stendur alveg fyrir sínu.Var keypt á sínum tíma ú quelle og það eru komin allavega 20 ár,þannig að það er orðið ansi ritjulegt.En þegar ljósin og skrautið eru kominn á þá er það voðalega sætt.Og núna er bara að vona að kisurnar fái ekki óstjórnanega áhuga á því.Þær hafa nú í gegnum tíðina komið slatta af skrauti fyrir kattarnef,g þegar Bassi var hjá okkur hljóp hann það nokkrum sinnum niður.En ekki honum að kenna greyinu hann var yfirleitt að flýja kattarskammirnar,og um tíma hélt hann að hann væri köttur og var hoppandi uppá sófana og svoleiðis og þá datt hann stundum á það líka.




Svo er ég alltaf að vona að þessir fjandans liðverkir fari nú að stoppa.En einhverja hluta vegna eru þeir bara að aukast og eru núna byrjaðir að vera stanslaust.Búinn að vera að bögglast í heila viku að klára eitt sokkapar,og ég sem ætlaði að prjóna í jólapakkana.Virðist engu breyta þótt ég sleppi að fara í göngu eða ekki prjóna þetta bara er þarna.Svo held ég stundum að hnén séu orðinn glimrandi góð og fer að hrósa þeim en nei þá kemur það tvöfalt til baka.Í gær var ég með alveg spánýja verki í þeim og átti erfitt með að sofna fyrir verkjunum.En á víst bara að vera þolinmóð og þetta á að lagast,og þar sem ég er með alvarlegan kvilla af þolinmæðisleysi þá fer þetta reglulega í skapið á mér.


En það þyðir ekkert að vera að væla yfir þessu þetta er bara eins og þetta er.Og núna ætla ég að fara að gera eitthvað af viti eða óviti hérna,kanski drekka aðeins meira kaffi og horfa aðeins meira á sjónvarpið kíkja á veðurspána.Já eiginlega bara same old same old.

Vona að þið eigið frábærann mánudag 9 dagar í jólin.


Veldur stundum stirðri lund
     striti bundin vaka,
     langar undur lítið sprund
     ljúfan blund að taka.


Baddý !!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli