Jæja þá er runninn upp sunnudagur og búið að vera fjarskalega fallegt veður í dag.Hef reyndar bara notið þess með að horfa útum gluggann.
Já fór aðeins frammúr sjálfri mér í gær,og er aðeins að fá að kenna á því í dag.Hefði sennilega átt að láta einn göngtúr duga,en nei varð auðvitað að taka 2.Hnén með verkfall í dag og þá verð ég bara að fara eftir því og hanga uppí sófa eins og góð sófapadda gerir.
Og ég svaf bara frammeftir í morgun,leti leti leti.
Er kominn með alvarlega jólasamvisku leiða einhvern,langar að gera þetta allt skreyta baka þrífa.En hef mig bara ekki í að drullast til þess,býð og býð eftir að jólanandinn komi.
Er bara að verða svona hálfgerður Skrooge eða bara Trölli,með hjartað nokkrum númerum of lítið.
En er búinn að drattast í að taka uppúr einum kassa af jólaskrauti,mikið stórvirki þar á ferð.Já og alveg ein sort kominn í box og önnur hnoðuð en á eftir að baka hana.Drengurinn býður spenntur eftir að hún verði til,hann er nú þegar kominn langleiðina með að borða deigið hahaha.
Humm humm jæja ætti ekki að vera að hangsa svona bakaraofninn er orðinn heitur.Ætli það sé ekki best að fara að lufsast í að henda þessum engifer kökum í ofninn.Og kanski bara reyna að koma ér svo í smá kvöldgöngu og snemma í bólið ljúfa.
Eigið gott kvöld öll sem einn 17 dagar í jólin.
Nú kveikt er í öllum húsum ljós
því heimaskip hefur lagt til sjós.
Og vakin eru börn það er veðra nótt
í vindinum hvín og engum rótt.
Því þorpið er þúst við yzta haf
og þrútið brim færir strönd á kaf.
Þeir hljótt ganga einir um kaldar dyr
er hraustir burt sigldu ljúfum byr.
Þar tómlegt er hús en talar til mín
og tignarlegt hefur fjarðar sýn.
Ég kveð þá einn í kyrrð á nöf
þeir hvíla þar enn í votri gröf.
En hljótt undir sól við hamra grjót
og hátt yfir vog og öldubrjót.
Er vonin sem kaldan vermir barm
veit að þú berð þinn dulda harm.
Við bíðum guðs börn
við blámóðu strönd
og höldumst þá hönd í hönd.
Baddý með hjartað sem er nokkrum númerum of lítið!!!!!!!!










Engin ummæli:
Skrifa ummæli