Síður

sunnudagur, 7. desember 2014

Leitið og þér munið finna,hvar er jólabarnið hún Baddý ???

Upp er runninn mánudagur og kyrrð og þögn yfir öllu svona snemma morguns og ekki skemmir að tunglið er upplýst hérna yfir litla þorpinu.


Í dag vorum við vöknuð uppúr 6 veit ekki alveg af hverju,kanski hræðslan við að sofa yfir sig hafi eitthvað með það að gera.
En er búinn að skrifa það ansi oft hvað ég elska svona morgna sitja við eldhús gluggann drekka morgun kaffið og njóta þagnarinnar í botn.Ekki að það sé alltaf einhver hávaði og læti hérna hjá okkur,langt í frá ef ekki væri kveikt á sjónvarpinu þá væri dauðaþögn alla daga.Erum náttúrulega bara 2 að vælfast hérna flesta daga og ekki fer nú mikið fyrir okkur.

Og auðvitað voru kettirnir með sínar vanalegu morð tilraunir í morgun,svoleiðis vefjandi sér um fæturnar á mér að það munaði ekki miklu að ég myndi falla hratt til jarðar.En svo gerðust þau undur og stórmerki að þær fóru út í morgun,það hafa þær ekki gert í heila viku.Svo að sennilega eru þær búnar að drepa eitthvað þarna úti og hafa fengið sitt kikk og láta mig vera það sem eftir er dags.



En áfram tikkar tíminn finnst yfirleitt að hann tikki alltof hratt.Grinchinn í mér búinn að lifa góðu lífi síðustu daga byrjuð að vera hálfpartinn græn slykja á mér.Held að ég hálfpartinn kvíði jólanna þetta árið er ekki alveg farinn að sjá nefnilega hvernig ég á að kljúfa þetta.Það er vegna þess að óvissann með hvort ég fái einhverja peninga í Janúar er farinn að taka sinn toll.Á ég að þora  að fara í það að gera allt og versla allt og svo í Janúar á ég ekki fyrir reikningum já og mat.Reyndar þá væri maður skotfljótur að losna við jólaspikið já eiginlega bara á núll einni svei mér þá.En kanski verra að geta ekki gefið drengnum að borða og ekki borga reikninganna,fá vanskil á allt og þá byrjar snjóbolti skuldanna að rúlla einu sinni enn.Er eiginlega kominn með ógeð á þessu að verða alltaf að djöggla öllum reikningum í hverjum mánuði.Veit samt fullvel að það er svo mikið af fólki sem er að hafa það þúsund sinnum verra en ég ætti bara ekkert að vera að væla.En svo er líka fólk sem virðist geta gert nánast allt og látið mikið eftir sér,ferðast og bara hafa það voðalega fínt.Mig langar oft að vita hvar þessar manneskjur finna sína fjársjóði.

En maður græðir víst lítið á því að vera velta sér uppúr svona hlutum,en ósjálfrátt gerir maður það og stundum alltof mikið sennilega.En mér finnst samt best þegar ég er spurð af hverju færðu þér ekki bara kall til að sjá fyrir þér hahaha.Held að það væri bara ekki lausninn held að það sé betra að vera einn og sáttur í eigin skinni og gera það sem maður vill ekki satt.Ætli maður endi ekki bara tuðandi við kettina í einhverjum kofa einhversstaðar og verð svona alvöru crasy cat lady;)

En jæja ætla að hætta þessum pælingum í bili og reyna að fara að eiga við þessa prjóna mína,þessar jólagjafir gera sig ekki sjálfar svo mikið er víst.

Eigið frábærann dag 16 dagar í jól.

Aðventa

Blessuð jólin börnum lýsa
björt og skær um vetrarnótt
Jólastjarnan veginn vísar
verður brátt í hugum rótt.

Hátt við syngjum sálm um jólin
sefast hugur enn á ný
Hrífumst öll um heimsins bólin
hjartagæskan birtist hlý.

Nú mun aftur birtast bráðum
bjarmi ljóss á himni hátt
Okkar ósk er öll við þráðum
ekkert leika mun oss grátt.

Líður mynd að ljúfum drengi
er lagður var í jötu lágt
Lifnar stundin logar lengi
um líf með Kristi syngjum dátt.

Kveðjum drunga og daufan huga
dveljum lengi vinum hjá
Æsku minnumst, ekkert bugar
öll við gleðjumst jólum á.


Ærir II
1959 -



Baddý sem leitar að jólabarninu í sér !!!!!!!!!!!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli