Síður

þriðjudagur, 16. desember 2014

Kuldinn nístir merg og bein

Núna er kominn 16 Des skítaveður búið að vera í allann dag já eiginlega bara skítastormur.


Þoli ekki mikið meira af þessu helv veðri,byrjaði í morgun að festa bílinn neðst í brekkunni,En þeir voru nú góðir í sér hreppararnir og losuðu hann þegar þeir fóru að moka.
Svo að sem betur fer eiginlega var bílinn niðri á mýrum í dag það er gjörsamlega ófært hingað uppeftir.Við trítluðum niður brekkuna áðann til að komast í bílinn og búðina og það gekk bara massa vel.Ekkert að færð þannig séð allavega þessa stuttu leið sem við keyrðum,en varð að skilja bílinn aftur eftir á Mýrunum vona að hann verði bara ekki fyrir og að honum leiðist ekki mikið.
En það er verið núna að moka upp brekkuna gæti vel trúað að það verði erfitt og taki góðann tíma.En við höfum það ekki slæmt hérna í höllinni,samt óþægilegt að vita að maður er fastur inni.


En maður ræður ekki veðrinu það er alveg klárt mál.Og núna er byrjað að rigna í þetta allt samann ekki er það nú sérlega spennandi að vita til þess.

Og ég bara óska þess að það verði ekki meira svona veður fyrir jólin.Við ætlum að hendast í borgina á föstudag ef við getum,og þá má bara vera sól og blíða.Er nefnilega drulluhrædd með sjálfri mér í bíl hahaha og hann Gráni er ekki góður bíll í snjó og hálku.


En þetta kemur allt svo sem í ljós á næstu dögum,býð ennþá eftir Lotto vinningnum.

Vona að þið eigið öll góðan óveður dag eða allavega það sem er eftir af honu.


Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.

Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.

Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.




 Baddý !!!!!!!!!!!! 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli