Æji núna vil ég smá snjóföl er orðinn þreytt á þessum dökka lit á náttúrunni.Það kom smá snjór hérna í gær og þá varð svolítið jólalegt út að lýta.
Tók göngutúr og það var voðalega næss að hafa svona hvítt og sjá jólaljósin.
Og á ég að segja ykkur drattaðist að klára að þrífa alla glugga og hengja upp jólaljósin.En það gekk ekki alveg áfallalaust ein gardýnan í stofunni flaug í gólfið,og núna er bara risagat í glugganum eftir hana.En fékk hana ekki í hausinn samt eins og þegar hún losnaði í fyrra,lét drenginn halda við hana núna og hún losnaði samt.Humm verð að ræða við viðgerðar manninn sem hjálpaði mér að setja hana upp í fyrra.En það er búinn að semja við einn voðalega góðan oog flinkann sem ætlar að redda þessu fyrir mig.
Gærdagurinn var voðalega daufur samt hjá manni eitthvað.Það var ár í gær síðann hann Ríkharður lést,og ég hugsaði mikið til hennar frænku minnar og sona.Stundum skilur maður ekki grimmd heimsins og hvað lífið getur verið óréttlátt og sárt.Hann var svo yndislegur þessi drengur og allra hugljufi,við höfðum kveikt á kertum fyrir hann í gær.
En er mikið að spá hvað ég eigi svo að gera af mér í dag.Auðvitað er skrokkurinn kominn í algjöran mínus eftir að vera að príla í gær uppí stiga við ljósa uppsetningu.Ætlaði ekki að komast frá því í gær að mixa eina seríuna fingurnir vildu bara ekki láta að srjórn.Og í morgun var djésskoti erfitt að komast úr bólinu og skrölta hérna framm í kaffibollann.
En ætli maður reyni samt ekki að gera eitthvað í dag,allavega eitthvað smá.
Vona að þið eigið góðan 2 des fallega fólk,við ætlum að reyna það allavega hérna í Höllinni.
| Með ósk um gæfu og gengi og gleðiríkra daga! Megi æska þín endast lengi og öll verða ljúf þín saga! |
Baddý!!!!!!!






Engin ummæli:
Skrifa ummæli