Síður

sunnudagur, 14. desember 2014

Breyttir tímar öðruvísi jól

Góðan dag upp er runninn sunnudagur 14 des,og það er voðalega fallegt að lýta útum gluggann.Logn og þykk snjóbreiða yfir öllu mjög svo jólalegt,heimurinn svo fallegur 8 að morgni.

Já og tíminn tikkar á ógnarhraða samkvæmt útreikningum mínum eru núna bara 10 dagar í jólin.Og ég er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf,já ekki eina sjitt og meira sjitt.
En er búinn að baka allt sem ég ætla að baka,alveg heilar 6 sortir held ég.Já og drattaðist í að klára að henda upp því jólaskrauti sem ég ætla að hafa uppi.Hreinlega nennti ekki að setja allt upp sem ég á,það var bara sett svona uppáhalds.Og svo ætlar drengurinn að klára að skreyta tréð í dag,og þá er þetta bara komið.



Við ætlum að þessu sinni að reyna að vera hjá Alexöndru yfir jólin,það verður öðruvísi vissulega.Hef haldið jólin í sveitinni alla mína ævi,nema í fyrra þá vorum við bara 2 hérna á Hólunum.Og það var vegna veðurs sem það var ætluðum í sveitina á þorlásmessu en komumst ekki yfir fjöllinn vegna veðurs.Svo að núna er bara að biðja og vona að veður verði þannig að við komumst til Alexöndru um jólin,og já að hann Gráni gamli ráði við það að komast suður.Og ég vona að ég nái að versla jólagjafirnar einnig,finnst það mjög mikilvægt.

En hef reyndar ekki ennþá unnið í Lotto,svo að ég verð bara einhvern veginn að jöggla þessum jólum.Það mun verða stuð og puð en svona er þetta bara í dag.Ætla að hafa það sem forgang að halda jól með ungunum mínum og hafa bara áhyggjur af þessu helv peninga dæmi milli jóla og nýárs.

Verð að játa að mér finnst frekar spennandi að geta hitt öll börnin mín í kringum jólin.Það hefur ekki verið þannig núna í nokkur ár og ég hef saknað þess ógurlega.En í staðinn hitti ég ekki stóra bróðir minn hans konu og múttu gömlu.Þetta er eiginlega þannig að þetta hefur góðar hliðar og svo ekki eins góðar hliðar.En verð svo bara þar næstu jól í sveitinni ekki spurning.

Það hefur snjóað alveg ótrúlega mikið hérna síðustu vikuna,það er komið þykkt lag yfir allt.Við eigum náttúrulega enga skóflu þannig að það er orðið frekar erfitt að komast upp tröppurnar hérna.En fór í gærdag og fékk lánaða skóflu og reyndi aðeins að hreinsa hérna.Og það var nú bara drulluerfitt auðvitað var snjórinn í tröppunum orðinn bara að klaka.En við náðum að gera svona smá gangveg í tröppunum,og vorum gífurlega stolt af þessu mikla þrekvirki þar sem við skiptums á að moka.En svona 20 mínútum seinna byrjaði að snjóa ágætlega og blása,og mig grunar að þetta stórkotslega þrekvirki okkar sé komið undir snjó.Það er kominn snjór uppá miðja hurð í kompunni og á bílskúrnum líka.Og í gær varð ég að fara inní kompu reyndi að moka frá með höndum(var ekki kominn með skófluna þá).Grunar að það hafi verið frekar fyndið að sjá mig klöngrast þarna inn náði náttúrulega ekki að taka nema smá snjó þar sem þetta er orðið svo vel frosið allt samann.En varð að komast þarna inn til að tékka á hitadraslinu,það er búið að vera ógurlegur hávaði í því síðustu daga og ekki sérlega heitt hjá okkur.Og þar sem ég er bara fávís kona þá lagaði ég þetta sennilega ekki,en bætti vatni inná kerfið og það minnkaði allavega lítilega þetta hljóð.Og kominn aðeins meiri velgja á ofnana.



En núna ætla ég að láta þetta duga í bili og fara að reyna að prjóna eða athuga hvort snjófugarnir séu mættir,svo gamann að fylgjast með þeim hérna.




Vona að þið eigið góðann sunnudag 10 dagar í jól,ég ætla að reyna það og láta mig dreyma um feitann Lotto vinning.

Hamingjan gefi þér 
gleðileg jól, 
gleðji og vermi þig 
miðvetrarsól, 
brosi þér himinn 
heiður og blár, 
og hlýlegt þér verði 
hið komandi ár. 

Óskina héðan um yndisleg jól, 
ykkur við sendum með ljúfustu lund. 
Gleði og gæfa með hækkandi sól 
gefist ykkur á stjarnljósa stund. 


Þó að engin sjáist sól, 
samt ei biturt gráttu. 
Nú skal halda heilög jól, 
hugga alla þig láttu. 
- Jól í koti, jól í borg, 
jól um húmið svarta. 
Jól í gleði, jól í sorg 
Jól í hverju hjarta 



Baddý !!!!!!!!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli