Síður

mánudagur, 8. desember 2014

Að finna hinn gullna meðalveg er ekkert grín :)

Já góðan dag nú er klukkann bara rétt yfir 6 að morgni,og einhverra hluta vegna get ég ekki sofið meir.Var byrjuð að vakna uppúr 4 i nótt og gafst upp klukkann 6 og ákvað að skella mér á fætur.Vonda veðrið er gegnið yfir í bili og kommnir myndarlegir skaflar hér og þar sýnist mér.

Ætlaði sko ekkert að fara svona snemma á fætur í dag,og þetta er ávísun á það að ég á eftir að steinsofna á eftir.Og þá verður eitthvað lítið úr þessum degi hjá mér.

En spurning hvort það hafi verið svona erfitt að sofa vegna þess að skrokkurinn er fullur af verkjum í dag.Held að mér sé meira að segja íllt í hárinu,ef það er hægt hahaha.En vona bara að þetta komi þegar lýður á daginn og skrokkurinn vaknar.

Varð voðalega ánægð í gær þegar ég sá að ég er kominn með 13,000 síðuflettingar.Núna verður gamann að sjá á áramótum hvað verði margar þá.Já eða í endaðann Janúar þá verður komið ár síðann ég byrjaði á þessari vittleysu.


Hef fundist þetta voðalega gaman að blogga svona hef reyndar ekki unnið neitt svakalega marga sigra á þessum tíma né leyst hungur heimsins eða komið á heimsfriði.En voðalega gaman samt allavega hjá mér,og örugglega voðalega upplýsandi fyrir alla að lesa um morðóðu kettina mína og ýmislegt annað bullandi bull.

En samt fyndið held alltaf að ég sé kominn á rétt ról með þennann svefn hahaha.En nei þá bara sofna ég snemma og vakna alltof snemma virðist vera vandamál að finna milliveginn.Hef reyndar aldrei getað fundið milliveg með neitt í lífinu,annað hvort er það allt eða ekkert.Kanski kemur þessi gullni meðalvegur einhvern daginn hjá mér,en þá er spurning hvort ég kunni að fara hinn gullna meðalveg í lífinu.Hver veit nema að maður fari að róast og læra þetta,er kanski bara byrjuð á því án þess að fatta það.Er td bara búinn að baka 4 sortir fyrir jólin og ætla bara að gera eina eða tvær í mesta lagi í viðbót.Hahahaa yfirleitt eru það töluvert fleiri,já og hef ekki enn nennt að henda út útiseríunum.Hef verið fjarskalega skynsöm með það búið að vera svo leiðinlegt veður þær myndu bara skemmast.Já gæti líka reyndar verið að þær eru allar niður í kompu og það gæti verið MÚS.




En ætli maður eyði ekki bara deginum í að gera fátt,jú kanski reyna að kljást við prjónana hef lítið getað átt við þá síðustu 2 daga.Og kanski fara að spá í jólagjöfum jú tíminn tikkar og ég ekki byrjuð að spá í þessu.Ætla allavega núna að drekka nokkra kaffibolla og henda í hafragraut fyrir prinsinn það er það besta sem hægt er að fá í morgunmat.


Vona að þið eigið öll ofsa fínan dag ég ætla að reyna það :)

Brekkan sú er brött til fóts
og bagi margvíslegur.
Þræddur milli gulls og grjóts
gætnis meðalvegur.

 Baddý !!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli