Síður

miðvikudagur, 17. desember 2014

Gott er að eiga góða að

Það er kominn 17 desember wow og hvítt yfir öllu og aðeins vika í jólin.
Finnst þetta alltaf jafn fyndinn jólamynd :)


Já aðeins vika marr sit hérna og horfi yfir húsið,damn á eftir að taka allt og skúra já og svona ýmislegt smotterý.En við verðum reyndar ekki hérna um jólin,en verð samt að þrífa kofann smá.Kettirnir verða nú að hafa hreint og fínt yfir jólin,þar sem þær munu verða aleinar heima greyin.Er búinn að fá fyrirmyndar fóstru fyrir þær þannig að þær munu allavega ekki svelta.

En vá hvað ég er orðinn leið á þessari færð og þessum leiðinlegu veðrum.Veit að ég bað um snjó en kommonn þetta er fullmikið af því góða sko.Og þegar er svona veður og færi þá upplifir maður hvað maður er voðalega vanmáttugur og lítll,eiginlega bara ósjálfbjarga.Á ekki einu sinni skóflu og hef ekki tímt að versla dýra skóflu hérna,er að halda í hverja krónu svo að við getum átt þokkaleg jól.Og það sem hefur gjörsamlega bjargað mér í þessu snjófæri er nágranni minn,hann er búinn að moka hérna fyrir okkur bílastæðið oftar en einu sinni.Í dag var hann að moka burt þennann heljarinnar skafl sem var búinn að loka gjörsamlega bílastæðinu hjá okkur.Get ekki lýst því hvað svona er frábært að fá aðstoð,erum 2 hérna og voðalega bjargarlaus með margt.Segi bara að það er frábært að það eru til svona góðar manneskjur sem eru tilbúnar að hjálpa svona bjargarlausri uglu eins og ég er ansi oft.Las hérna á feisinu að fólk var að upplifa það í Reykjavik í vonda veðrinu að það kom enginn að aðstoða þegar fólk sat fast einhversstaðar,þetta finnst mér slæmt að heyra.Sem betur fer er til gott fólk sem hjálpar öðrum

Lotto vinningurinn er ekki enn kominn í hús,og er eiginlega farinn að fatta að ég er ekkert á leiðinni að vinna neinn hahaha.En það verður bara að hafa það,ætlum í bæinn og eiga góðatíma með fólkinu okkar þar.Þessi jól koma alveg þó svo að vinningurinn komi ekki,tek bara Pollyönnu á þetta og reyni að njóta tímans.
Peningar eru ekki jólin það er alveg öruggt,jólin eru tíminn að njóta að vera með sínum og hafa það gott.Pæli bara í þessu á næsta ári hver veit nýtt ár ný tækifæri.

Og núna ætla ég að hífa mig upp af gumpinum og kanski reyna að byrja á einhverju já eða bara sitja hérna áfram röflandi.Virkar bæði fjarskalega spennandi.

Eigið frábærann dag og munið eftir smáfuglunum og litla náunganum.

Ætla að setja þetta ljóð hérna inn,finnst það eiga vel við á svo margann hátt.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Einar Benediktsson.



Baddý !!!!!!!!!!

þriðjudagur, 16. desember 2014

Kuldinn nístir merg og bein

Núna er kominn 16 Des skítaveður búið að vera í allann dag já eiginlega bara skítastormur.


Þoli ekki mikið meira af þessu helv veðri,byrjaði í morgun að festa bílinn neðst í brekkunni,En þeir voru nú góðir í sér hreppararnir og losuðu hann þegar þeir fóru að moka.
Svo að sem betur fer eiginlega var bílinn niðri á mýrum í dag það er gjörsamlega ófært hingað uppeftir.Við trítluðum niður brekkuna áðann til að komast í bílinn og búðina og það gekk bara massa vel.Ekkert að færð þannig séð allavega þessa stuttu leið sem við keyrðum,en varð að skilja bílinn aftur eftir á Mýrunum vona að hann verði bara ekki fyrir og að honum leiðist ekki mikið.
En það er verið núna að moka upp brekkuna gæti vel trúað að það verði erfitt og taki góðann tíma.En við höfum það ekki slæmt hérna í höllinni,samt óþægilegt að vita að maður er fastur inni.


En maður ræður ekki veðrinu það er alveg klárt mál.Og núna er byrjað að rigna í þetta allt samann ekki er það nú sérlega spennandi að vita til þess.

Og ég bara óska þess að það verði ekki meira svona veður fyrir jólin.Við ætlum að hendast í borgina á föstudag ef við getum,og þá má bara vera sól og blíða.Er nefnilega drulluhrædd með sjálfri mér í bíl hahaha og hann Gráni er ekki góður bíll í snjó og hálku.


En þetta kemur allt svo sem í ljós á næstu dögum,býð ennþá eftir Lotto vinningnum.

Vona að þið eigið öll góðan óveður dag eða allavega það sem er eftir af honu.


Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.

Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.

Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.




 Baddý !!!!!!!!!!!! 



mánudagur, 15. desember 2014

Ný vika ný tæifæri :)

Ný vika hafinn og það er voðalega kuldalegt að lýta útum gluggann í dag.Hefur skafið vel í nótt en þetta er voðalega fallegt.


Já og nú er síðasta skólavikan fyrir jól,drengurinn dettur í jólafrí á föstudag.Og það er sko mikil spenna fyrir því að fá frí og gera það sem hann vill.

Núna er maður vakinn og sofinn yfir veðrinu næstu daga,vona að það fari að verða almennilegt.Finnst það ekki mjög spennandi að hugsa til þess að ég á eftir að keyra suður.Hann Gráni litli er ekki sérlega góður bíll í svona vetrarfærð,er núna sikksakkandi um göturnar.Þannig að tilhugsunin um að eiga eftir að fara yfir fjöll á honum er ekki spennandi.Svo að núna verður maður að finna dag sem er með skaplegasta veðrinu til að komast.Og svo er auðvitað eitt stórt vandamál sem við stöndum frammi fyrir og það er að fá umsjónar manneskju fyrir drottningarnar hérna á heimilinu.Þær eru auðvitað með eindæmum gáfaðir kettir en held að ég nái ekki að kenna þeim að gefa sjálfum sér að éta.En annars fer ekkert að vera til fyrir stöðu að við komumst suður,reyndar myndi nú eins og einn feitur Lotto vinningur ekki vera svo slæmt.Þá gæti maður bara látið vaða og verslað haug af gjöfum og eki þurft að vera með í maganum yfir ferðakostnaði.Það er nefnilega alveg lygilega dýrt að fara suður,og þá er ég bara að tala um ferðakostnaðinn.Náttúrulega fáránlega dýrt bensínið og svo kostar í Baldur,þetta er dýr pakki.


En við kláruðum að henda upp jólatrénu í gær,það hefur aldrei verið skreytt svona snemma hérna áður.En voðalega notalegt að hafa það,þetta tré er reyndar alveg komið til ára sinna en stendur alveg fyrir sínu.Var keypt á sínum tíma ú quelle og það eru komin allavega 20 ár,þannig að það er orðið ansi ritjulegt.En þegar ljósin og skrautið eru kominn á þá er það voðalega sætt.Og núna er bara að vona að kisurnar fái ekki óstjórnanega áhuga á því.Þær hafa nú í gegnum tíðina komið slatta af skrauti fyrir kattarnef,g þegar Bassi var hjá okkur hljóp hann það nokkrum sinnum niður.En ekki honum að kenna greyinu hann var yfirleitt að flýja kattarskammirnar,og um tíma hélt hann að hann væri köttur og var hoppandi uppá sófana og svoleiðis og þá datt hann stundum á það líka.




Svo er ég alltaf að vona að þessir fjandans liðverkir fari nú að stoppa.En einhverja hluta vegna eru þeir bara að aukast og eru núna byrjaðir að vera stanslaust.Búinn að vera að bögglast í heila viku að klára eitt sokkapar,og ég sem ætlaði að prjóna í jólapakkana.Virðist engu breyta þótt ég sleppi að fara í göngu eða ekki prjóna þetta bara er þarna.Svo held ég stundum að hnén séu orðinn glimrandi góð og fer að hrósa þeim en nei þá kemur það tvöfalt til baka.Í gær var ég með alveg spánýja verki í þeim og átti erfitt með að sofna fyrir verkjunum.En á víst bara að vera þolinmóð og þetta á að lagast,og þar sem ég er með alvarlegan kvilla af þolinmæðisleysi þá fer þetta reglulega í skapið á mér.


En það þyðir ekkert að vera að væla yfir þessu þetta er bara eins og þetta er.Og núna ætla ég að fara að gera eitthvað af viti eða óviti hérna,kanski drekka aðeins meira kaffi og horfa aðeins meira á sjónvarpið kíkja á veðurspána.Já eiginlega bara same old same old.

Vona að þið eigið frábærann mánudag 9 dagar í jólin.


Veldur stundum stirðri lund
     striti bundin vaka,
     langar undur lítið sprund
     ljúfan blund að taka.


Baddý !!!!!!!!!


sunnudagur, 14. desember 2014

Breyttir tímar öðruvísi jól

Góðan dag upp er runninn sunnudagur 14 des,og það er voðalega fallegt að lýta útum gluggann.Logn og þykk snjóbreiða yfir öllu mjög svo jólalegt,heimurinn svo fallegur 8 að morgni.

Já og tíminn tikkar á ógnarhraða samkvæmt útreikningum mínum eru núna bara 10 dagar í jólin.Og ég er ekki búinn að kaupa eina jólagjöf,já ekki eina sjitt og meira sjitt.
En er búinn að baka allt sem ég ætla að baka,alveg heilar 6 sortir held ég.Já og drattaðist í að klára að henda upp því jólaskrauti sem ég ætla að hafa uppi.Hreinlega nennti ekki að setja allt upp sem ég á,það var bara sett svona uppáhalds.Og svo ætlar drengurinn að klára að skreyta tréð í dag,og þá er þetta bara komið.



Við ætlum að þessu sinni að reyna að vera hjá Alexöndru yfir jólin,það verður öðruvísi vissulega.Hef haldið jólin í sveitinni alla mína ævi,nema í fyrra þá vorum við bara 2 hérna á Hólunum.Og það var vegna veðurs sem það var ætluðum í sveitina á þorlásmessu en komumst ekki yfir fjöllinn vegna veðurs.Svo að núna er bara að biðja og vona að veður verði þannig að við komumst til Alexöndru um jólin,og já að hann Gráni gamli ráði við það að komast suður.Og ég vona að ég nái að versla jólagjafirnar einnig,finnst það mjög mikilvægt.

En hef reyndar ekki ennþá unnið í Lotto,svo að ég verð bara einhvern veginn að jöggla þessum jólum.Það mun verða stuð og puð en svona er þetta bara í dag.Ætla að hafa það sem forgang að halda jól með ungunum mínum og hafa bara áhyggjur af þessu helv peninga dæmi milli jóla og nýárs.

Verð að játa að mér finnst frekar spennandi að geta hitt öll börnin mín í kringum jólin.Það hefur ekki verið þannig núna í nokkur ár og ég hef saknað þess ógurlega.En í staðinn hitti ég ekki stóra bróðir minn hans konu og múttu gömlu.Þetta er eiginlega þannig að þetta hefur góðar hliðar og svo ekki eins góðar hliðar.En verð svo bara þar næstu jól í sveitinni ekki spurning.

Það hefur snjóað alveg ótrúlega mikið hérna síðustu vikuna,það er komið þykkt lag yfir allt.Við eigum náttúrulega enga skóflu þannig að það er orðið frekar erfitt að komast upp tröppurnar hérna.En fór í gærdag og fékk lánaða skóflu og reyndi aðeins að hreinsa hérna.Og það var nú bara drulluerfitt auðvitað var snjórinn í tröppunum orðinn bara að klaka.En við náðum að gera svona smá gangveg í tröppunum,og vorum gífurlega stolt af þessu mikla þrekvirki þar sem við skiptums á að moka.En svona 20 mínútum seinna byrjaði að snjóa ágætlega og blása,og mig grunar að þetta stórkotslega þrekvirki okkar sé komið undir snjó.Það er kominn snjór uppá miðja hurð í kompunni og á bílskúrnum líka.Og í gær varð ég að fara inní kompu reyndi að moka frá með höndum(var ekki kominn með skófluna þá).Grunar að það hafi verið frekar fyndið að sjá mig klöngrast þarna inn náði náttúrulega ekki að taka nema smá snjó þar sem þetta er orðið svo vel frosið allt samann.En varð að komast þarna inn til að tékka á hitadraslinu,það er búið að vera ógurlegur hávaði í því síðustu daga og ekki sérlega heitt hjá okkur.Og þar sem ég er bara fávís kona þá lagaði ég þetta sennilega ekki,en bætti vatni inná kerfið og það minnkaði allavega lítilega þetta hljóð.Og kominn aðeins meiri velgja á ofnana.



En núna ætla ég að láta þetta duga í bili og fara að reyna að prjóna eða athuga hvort snjófugarnir séu mættir,svo gamann að fylgjast með þeim hérna.




Vona að þið eigið góðann sunnudag 10 dagar í jól,ég ætla að reyna það og láta mig dreyma um feitann Lotto vinning.

Hamingjan gefi þér 
gleðileg jól, 
gleðji og vermi þig 
miðvetrarsól, 
brosi þér himinn 
heiður og blár, 
og hlýlegt þér verði 
hið komandi ár. 

Óskina héðan um yndisleg jól, 
ykkur við sendum með ljúfustu lund. 
Gleði og gæfa með hækkandi sól 
gefist ykkur á stjarnljósa stund. 


Þó að engin sjáist sól, 
samt ei biturt gráttu. 
Nú skal halda heilög jól, 
hugga alla þig láttu. 
- Jól í koti, jól í borg, 
jól um húmið svarta. 
Jól í gleði, jól í sorg 
Jól í hverju hjarta 



Baddý !!!!!!!!!!



föstudagur, 12. desember 2014

Hjartað minnkaði um 2 númer í gær

Góðan dag nú er runninn upp föstudagur og 12 desember að banka uppá jææækkksss 12 dagar til jóla.


Já segi bara jæækkksssss þetta lýður svo hratt að það er ekki fyndið.Skítbuxnahátturinn hjá mér lítið búinn að lagast virðist bara ekki ætla einu sinni að komast frá því að klára að skreyta hérna.Ekki eins og þetta sé eitthvað ógurlegt stórvirki að henda nokkrum kúlum upp í gluggana.En einhvern veginn kem ég mér ekk af stað í að klára.Svo er ég eiginlega bara búinn að ákveða að setja ekki útiseríurnar upp þetta árið,og eiginlega sem betur fer ekki gert það þær væru sennilega allar skemmdar núna undann snjó.


Í gær morgun vaknaði ég svo vel og nánast syngjandi,fékk meira að segja smávægilegann verk í brjóstkassann(held að hjartað hafi stækkað um 1/2 númer)Fór í göngu í fallega veðrinu í gær nánast syngjandi og valhoppandi um göturnar,var sem sagt voðalega bjartsýn eitthvað já bara kát.En svo leið á daginn og þá byrjaði að hallast undann fæti í gleðinni,var að klöngrast niður tröppurnar og þar sem þær er pakkfullar af snjó(á ekki skóflu)þá rann ég til og bamm reif úlpuna mína.Og þá fauk nú lítillega í tröllið,ný búinn að fá gert við úlpuskrattann.En reyndi að brosa í gegnum illskuna sem var byrjuð að krauma,svo fór ég í búð að versla og það gekk ekkert illa.En á bakaleiðinni kippti ég drengnum uppí og þá bilaði helv hurðinn í bílnum einu sinni enn var ekki hægt að loka henni.Og ég hamaðist og hamaðist við að reyna að laga þetta,með bílinn í gangi til að reyna að hita hann.Og auðvitað rau helv bensínið útaf bílnum við þessar aðfarir,er að reyna að spara það.

Og eftir þessar hrakfarir sem voru farnar að hafa veruleg áhrif á mitt andlega ástand.Þá rann ég til í helv tröppunum aftur og fékk skemmtilegann hnykk á hnén,þá lifnaði nú blessað tröllið heldur betur við og verkur í brjóstkassann.Held að hjartað hafi á þeirri stundu skroppið saman um 2 númer,og þar með var dagurinn ónýtur ég eins og naut í flagi.En svona eru bara sumir dagar hjá okkur tröllunum,hálfur góður og hálfur hrikalega leiðinlegur.
Vona að þessi dagur í dag verði nú aðeins skemmtilegri,verð svo fjarskalega leiðinleg þegar ég er í fýlu.En er samt ekki viss morguninn búinn að vera svona klúðurlegur,henti kaffipúða í ruslið hann flaug útá gólf,brenndi mig á kaffibollanum eftir að ég var búinn að hella smá niður fyrst.Vettlingarnir rennandi blautir þegar ég fór í þá áðann til að keyra drenginn á gallaða bílnum í skólann.Byrjar ekki vel allavega en kanski að þetta snúist við eins og í gær að seinniparturinn verði helv góður.


En jæja ætla að fara að reyna að koma meira koffíni í kroppinn,kanski það lagi þessa trölla geðvonsku og leysi hungur heimsins fyrir hádegi og segi engum frá.


En vona að þið eigið frábærann dag,ég ætla allavega að gera mitt besta :)

Frið og kærleik færa jól,
fylla gleði byggð og ból.
Gæfu á jörðu Guð oss fól.
Gæska mannsins stór.
Um heiminn allan heyra mátt
hlátrasköllin fram á nátt.
Um sigur ástar, bjarta sól
syngur englakór

En langt í burtu á lítil mær
litla gjöf sem henni er kær
þó aldrei hana opnað fær.
Um illsku mannsins hnaut.
Og brosin sem að brost'eitt sinn
breyst hafa í tár á kinn
Því hermaður af henni tvær
hendur litlar skaut.






Baddý tröllamær !!!!!!!!



miðvikudagur, 10. desember 2014

Í fönninni átti ég fagurt ból

Góðan dag nú er klukkann 7 að morgni,myrkur og logn eins og er en einhver snjókoma.Er ekki ennþá farinn að geta séð útum gluggana vona að það renni af þeim í dag.


Og ég var vöknuð uppúr 6 í morgun vúhú,bara eintóm gleði eða þannig.Það er reyndar alltaf gott að vakna snemma en þetta var nú ekki af góðu að ég var vöknuð svona snemma,helv skrokkurinn var leiðinlegur í nótt.Gat ekki sofið fyrir verkjum hnén logandi alveg hreint og liðmótin þar af leiðandi í miklu óstuði einnig.

Og þegar ég skreið hérna framm áðann þá voru auðvitað kisurnar við sama heigarðhornið,vefjandi sér svoleiðis um fæturnar á mér.Já voru nærri búnar að ná mér í þetta skiptið,þær sáu að ég var mjög þreytt og sá ekki útur augun.Þess vegna létu þær til skarar skríða,en ég lék á þær í einum grænum.Henti fisk í pott og sauð á ógnarhraða og henti í þær,svo að nú gleyma þær mér í smá stund.Það er búið að vera ansi erfitt fyrir þær síðustu dagar,þær sitja hérna í gluggunum og fylgjast með fuglunum fyrir utann.Maður heyrir þegar slefið lekur úr munnvikjunum á þeim og sér morðblikið í augum þeirra.En sem betur fer eru þetta svo miklar prinsessur að þær stíga helst ekki útfyrir þegar er snjór,svo að smá fuglarnir eru save í bili.


Er búinn að baka alveg 5 sortir síðustu daga,og hnoðaði í 2 í gær svo að jólabakstri er að verða lokið.Þá er bara eftir að henda upp öllum jólakúlunum,já og kanski bara setja jólatréð upp snemma.
En er enn að bíða eftir að blessað jólabarnið vakni upp í mér,en það sefur enn einhversstaðar djúpum svefni.Vona svo að það fari að láta á sér kræla,hef alltaf verið mikið fyrir jólin og allt sem þeim tilheyrir.En þessi Grinch lifir mjög góðu lífi allaveganna ennþá,já hjartað er ennþá nokkrum númerum of lítið og græna slykjan farinn að verða föst á mér.



Jæja ætla að hætta þessu bulli í dag,ræsa prinsinn svo hann komist í skólan.Pestinn er á bak á burt sem betur fer.


Eigið frábærann dag öll sem einn ég ætla að reyna það.

Vakti ég löngum um vetrarnótt,
veittist mér erfitt að sofa rótt.
Reikaði um í rökkrinu hljótt
og reyndi að finna gleði.

Að fara í burtu, mér fannst það ráð,
er færði mér gleði og hamingju´í bráð.
Því ekki hafði ég öllu náð
sem átti af færa mér gleði.

Fór ég inn í fornan skóg,
fann þar tré sem niður hjó.
Átti mér hús og í því bjó,
samt enga fann ég gleði.

Síðan ég gekk á suðurpól,
sat í tjaldi þar ein um jól.
Í fönninni átti mér fagurt ból
en fann samt enga gleði.

Kleif ér alls konar kynleg fjöll,
kannaði næstum löndin öll.
Eignaðist prins sem átti höll
þar enga fann ég gleði.

Sár var minn fótur og særður skór,
sá þá skip og um borð ég fór.
Veiddi mér fisk sem víst var stór
en vantaði alla gleði.

Arkaði´að lokum aftur heim,
ætlaði varla að trúa þeim
er sögðu mér rólega sofa í nótt,
í sál minni findi ég gleði.





Baddý !!!!!!!!






Glatað veður endalaust

Jæja kominn miður dagur,og svei mér þá ef við förum bara ekki að vera kominn á kaf í snjó.


Drengurinn lasin í morgun svo að hann fór ekki í skólan,við reyndar bæði með einhverja pest.En sem betur fer fór hann ekki hefði ekki komist held ég af stað í morgun sökum fannfergis.Já það er bara orðinn ansi mikill vetur hérna hjá okkur þessa dagana.Veit að ég var að biðja um snjó um daginn en kommon þetta er eiginlega full mikið af því góða.Ef allar óskir myndu nú heppnast svona hjá mér,jáhá þá væri maður á góðum stað í lífinu í dag hahaha.



En þetta veður er orðið alveg ágætt sko,þurfti að fara út áðann og það var bara ansi mikið vesen.Þurfti að skafa allann bílinn hann var ansi snjóaður,og allar hurðar vel freðnar.Náði að opna eina en þá var ekki hægt að loka henni hahaha.Varð að draga drenginn lasinn með mér til að halda hurðinni lokaðri.Þurfti að koma gögnunum í umsóknina fyrir endurhæfingar lífeyrinn og þegar ég mætti þá var sú sem á að taka við þessu ekki á staðnum veðurteppt í bænum.Svei mér þá farinn að halda að einhver óheppnis stjarna sé yfir mér,einhvern veginn gengur fátt upp hjá mér þessa dagana.

En held nú í vonina að þett fari allt að koma hlýt að verða heppinn einhvern daginn.Og allur minn vandi púff útum gluggann,maður má aldrei missa vonina um það.Já og láta  sig dreyma um betra líf og betri tíma.

Jæja ætla að fara að horfa á eitthvað skemmtilegt og vona að þessi umsókn mín komist sem allra fyrst í gegn.Eða bara heppninn verði með manni og miðinn minn í happdrætti Háskolans skili mér vinning í dag.


Eigið góðan óveðurs dag.

Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.

Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.

Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.







Baddý snjókall !!!!!!!!