![]() |
| Finnst þetta alltaf jafn fyndinn jólamynd :) |
Já aðeins vika marr sit hérna og horfi yfir húsið,damn á eftir að taka allt og skúra já og svona ýmislegt smotterý.En við verðum reyndar ekki hérna um jólin,en verð samt að þrífa kofann smá.Kettirnir verða nú að hafa hreint og fínt yfir jólin,þar sem þær munu verða aleinar heima greyin.Er búinn að fá fyrirmyndar fóstru fyrir þær þannig að þær munu allavega ekki svelta.
En vá hvað ég er orðinn leið á þessari færð og þessum leiðinlegu veðrum.Veit að ég bað um snjó en kommonn þetta er fullmikið af því góða sko.Og þegar er svona veður og færi þá upplifir maður hvað maður er voðalega vanmáttugur og lítll,eiginlega bara ósjálfbjarga.Á ekki einu sinni skóflu og hef ekki tímt að versla dýra skóflu hérna,er að halda í hverja krónu svo að við getum átt þokkaleg jól.Og það sem hefur gjörsamlega bjargað mér í þessu snjófæri er nágranni minn,hann er búinn að moka hérna fyrir okkur bílastæðið oftar en einu sinni.Í dag var hann að moka burt þennann heljarinnar skafl sem var búinn að loka gjörsamlega bílastæðinu hjá okkur.Get ekki lýst því hvað svona er frábært að fá aðstoð,erum 2 hérna og voðalega bjargarlaus með margt.Segi bara að það er frábært að það eru til svona góðar manneskjur sem eru tilbúnar að hjálpa svona bjargarlausri uglu eins og ég er ansi oft.Las hérna á feisinu að fólk var að upplifa það í Reykjavik í vonda veðrinu að það kom enginn að aðstoða þegar fólk sat fast einhversstaðar,þetta finnst mér slæmt að heyra.Sem betur fer er til gott fólk sem hjálpar öðrum
Lotto vinningurinn er ekki enn kominn í hús,og er eiginlega farinn að fatta að ég er ekkert á leiðinni að vinna neinn hahaha.En það verður bara að hafa það,ætlum í bæinn og eiga góðatíma með fólkinu okkar þar.Þessi jól koma alveg þó svo að vinningurinn komi ekki,tek bara Pollyönnu á þetta og reyni að njóta tímans.
Peningar eru ekki jólin það er alveg öruggt,jólin eru tíminn að njóta að vera með sínum og hafa það gott.Pæli bara í þessu á næsta ári hver veit nýtt ár ný tækifæri.
Og núna ætla ég að hífa mig upp af gumpinum og kanski reyna að byrja á einhverju já eða bara sitja hérna áfram röflandi.Virkar bæði fjarskalega spennandi.
Eigið frábærann dag og munið eftir smáfuglunum og litla náunganum.
Ætla að setja þetta ljóð hérna inn,finnst það eiga vel við á svo margann hátt.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
Einar Benediktsson.
Baddý !!!!!!!!!!



















































