Föstudags morgunn og ég var komin á ról um 7 í morgun alveg frábært.Drengurinn þurfti ekki að mæta í skólan fyrr en um 9,svo að ég lagaði mér kaffi og sat í morgunkyrrðinni og hlustaði á söng fuglana.
En leyfði kattar kjánunum að fara út að leika og vona að þær hafi ekki farið að leika sér að fuglagreyjunum.Kanski hafa þær bara eins og ég bara setið agndofa og hlustað á þessa fallegu tónleika,vona það allavega innilega.
Það var árshátíð hjá skólanum í gær og var það voðalega gaman að horfa á einkasonin stíga á svið.Man hvað mér fannst alltaf svo gaman að taka þátt i svona þegar ég var í skóla,og mig grunar að hann hafi næstum því jafn gaman að þessu.
Núna er ég komin í helgarfrí og á að nýta það í að taka höllina í gegn tæma 1 herbergi og reyna að gera það gesta hæft.Og svo bara ansi mörg horn að lýta í kanski fara að klára að ákveða hvað á að bjóða uppá i veislunni.En það er kanski flókið þar sem ég er ekki með það alveg á hreinu hvað koma margir,en það mun reddast.Er reyndar komin svona nokkurn veginn með þetta á hreint og spila bara út frá því.
En mest af öllu langar mig að fara út í þetta fallega vorveður og anda almennilega að mér vorinu,og kanski ég bara láti það eftir mér.Fer bara hægt yfir og með húfu vettlinga og trefil það hlýtur að mega.Er reyndar bara mjög góð í dag svo að þessi flensu drusla er sennilega bara búinn að ákveða að fara eitthvert annað í heimsókn.
Ætla að láta þetta bull mitt duga í bili og koma mér i að gera eitthvað af viti,hætta að skrifa bara um það fara að framkvæma.
Betri mann með létta lund
linast raunartetur,
eigi hann bágt um eina stund,
aðra gengur betur.
Jón Sigurðsson.
Með vor i hjarta Baddý

Engin ummæli:
Skrifa ummæli