Síður

sunnudagur, 6. apríl 2014

Betur skal en þurfa þykir.

Góðan dag já núna er góður dagur ekki spurning.Það er dýrindis sunnudagur og sól í heiði reyndar er lognið aðeins að hraða sér yfir en það er bara allt í fína búið að vera svo afsakaplega fallegt veður siðustu vikur.


En ég var vöknuð fyrst klukkann 6 í morgun og var að bræða það með mér að koma mér á fætur,en svo kom blessað kúrudýrið upp í mér og ég náði alveg að liggja til rúmlega 8.Mig var að dreyma svo skemmtilegt í nótt að ég bara vildi ekki vakna.Mig dreymdi hann pabba minn einu sinni enn,og alltaf þegar mig dreymir hann þá vil ég bara ekki vakna.Við vorum heima í sveit og það var sumar og sól og allur dalurinn svo grænn,og hann pabbi minn að leggja mér lífsreglurnar og segja mér til.En spurning hvort mig hafi dreymt kallinn núna vegna þess að ég fann gamlar myndir hérna i kassa og er búinn að vera skoða þær,eða að hann hafi bara einfaldlega verið að koma til mín til að reyna einu sinni enn að ala mig upp.En það er náttúrulega löngu vitað að það er orðið alltof seint,er illa upp alin og óferjandi vittleysingur.


Það er sagt að tíminn lækni öll sár,en er ekki viss sakna hans alla daga 

En svo á eftir er síðasta messa hjá fermingarbarninu og á hann að taka þátt í messunni,og viti menn drengurinn búinn að sitja sveittur og læra og leggja á minnið.Mammann fær hálfgert samviksubit yfir að hafa ekki verið duglegri að kenna bænirnar og svoleiðis í gegnum tíðina.En þetta kemur allt hjá honum og mun verða flott ekki spurning.




Við gerðumst ótrulega gallvösk og dugleg hérna um helgina,tæmdum eitt stykki herbergi.Svo að núna verð ég bara að finna einhvern ógurlega sterkan til að koma og hjálpa mér að bera rúm og ýmislegt þar inn.Þá er næstum komin gistiaðstaða fyrir flesta sem ég veit að ætla að koma.Svo að þetta er aðeins að mjakast allt saman,varð reyndar svo uppgefin i gær að ég svaf meira og minna en ætla að vona að dagurinn í dag verði afkastameiri.


En núna ætla ég að láta þettta duga í dag,kanski ég fari að gera eitthvað af viti rúmur klukkutími i messu.
   


                                          Í heim ég nakinn hér kom fyrst,
                                          heiminn nakinn við ég skil.
                                          Ekkert grætt og ekkert misst
                                          ég á því hef að vera til.
                                                    Kritján Jónsson Fjallaskáld.

                                                         Baddý dreamer:

Engin ummæli:

Skrifa ummæli