Miðvikudagur skollinn á og viti menn ennþá þetta fallega veður.Og ég fer að vinna í dag ekki búinn að vinna i heila viku sökum þessar flensu,alveg merkilegur andsk virðist ekki alveg ætla að losna við hana.Er ennþá mjög slöpp og var með smá hita í gærkveldi.En ætla bara að fara inní þennann fallega dag með bros á vör og ekkert leyfa þessari skítapest að stjórna mér meir.
Ég meina sólin er að byrja að kíkja hérna inn um stofugluggann og allt er svo fallegt fuglarnir syngja bara vá.
Sé reyndar núna þegar sólin er að kíkja hérna inn OMG verð að fara að þurrka af sjitturinn titturinn.
Svo hef ég verið einstaklega seinheppinn eitthvað síðustu daga,verið að brjóta hluti klúðra hlutum og ég veit ekki hvað og hvað mætti halda að föstudagurinn 13 væri.En það reddast allt sko búinn að redda meiri hlutann af klúðrinu kaupi tonnatak til að líma og svo verður bara hitt að lagast með tímanum.
En núna ætla ég að koma mér í gírinn að drekka nokkra bolla áður en ég skunda til vinnu.
Ætla að henda inn hérna ljóðinu sem sveitungi minn samdi finnst þetta alltaf fallegt og er búinn að setja það inn áður en aldrei er góð vísa of oft kveðinn ekki satt.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik,gef mér trú
gef mér skilning hér og nú
Ljúfi drottinn lýstu mér
svo lífsins veg ég finni
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
Gísli á Uppsölum.
Baddy


Engin ummæli:
Skrifa ummæli