Síður

þriðjudagur, 15. apríl 2014

Að baka vandræði er góð skemmtunn ;)

Góðan dag allir saman núna er ég i páskafríi og komin af stað að undirbúa fermingu drengsins.Einhvernveginn gengur þetta allt voðalega rólega hjá mér,enda voðalega lítið hægt að gera svo sem.En er þó búinn að baka aðeins reyndar aðallega bara vandræði ,en kommnir nokkrir marens og muffins að bakast í ofninum núna.Svo á morgun fer allt á fullt þá verður allt sett saman og mikið fjör þá í Hólahöllinni.



Það er svo gaman að fylgjast með hvað drengurinn er orðin spenntur,hann er svoleiðis búinn að vera að læra utan bókar það sem hann á að segja.Og búinn að vera að hjálpa mömmu sinni voðalega mikið, hann tók sig til í gær og hreinsaði allar jólaseríurnar úr garðinum.Einhverrra hluta vegna voru þær enn upp humm...........


En þetta er allt bara að gerast fór í það í gærkveldi að byrja að raða upp hvernig við ætlum að hafa stofuna,máta dúkana og svoleiðis.Og auðvitað lét ég kaupa of lítinn dúk hahaha gleymdi að gera ráð fyrir stækkunninni á borðinu en þetta verður í lagi.Alveg sama hvort að dúkurinn passar eða ekki þá verður þetta flottur dagur hjá drengnum.Reyndar lýtur út fyrir að veðurguðirnir ætli að vera eitthvað að ibba gogg og vera með leiðindi,en það mun ekki heldur ná að skemma þennann góða dag.


Ætti að vera núna að gera eitthvað að viti í staðinn fyrir að sitja hérna og blogga.En morgun kaffið og letin er svo ómissandi að ég byrja bara á einhverju á eftir.



En bið að heilsa í bili ætla að drekka aðeins meira kaffi og þykjast gera eitthvað :)


                                               Baddý 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli