Jæja þá er runninn upp föstudagur og maður minn það mætti halda að vetur konungur ætli að kíkja við.Hávaða rok og skítkalt brrrrr.En ég mun vera að vinna alla helgina svo að veður hefur ekkert að segja neitt um mín plön næstu 3 daga.
En svo er ég komin í frí og get eingöngu farið að huga að fermingu,og farið að láta mig hlakka til að fá allt þetta skemmtilega fólk hingað til okkar og gleðjast með okkur á næsta fimmtudag.
En held að ég hafi bara ekki meiri tíma í blogg í dag svo að þetta verður bara svona létt og laggott enda hef ég ekkert til að bulla um.
Bið að heilsa í bili og vona að þið eigið öll frábæra helgi.
Baddý

Engin ummæli:
Skrifa ummæli