Síður

mánudagur, 14. apríl 2014

Allt að gerast í Hólahöllinni :)

Núna er mikið um að vera hjá okkur,komin í frí framm á mánudag og ætla að nýta tíman í að gera klárt fyrir fermingu.En einhvernveginn gengur það eitthvað hægt að koma sér í gírinn,búinn að sitja í allann morgun og skipuleggja það sem ég ætla að gera.Og enn sit ég hérna að hugsa á hverju ég ætla að byrja og hvað ég ætla að gera næst og ekkert gerist.

En í gær átti frumburðurinn minn afmæli og er hún orðin 23 ára.Skil ekki alveg hvernig stendur á þessu þar sem ég tel mig aðeins vera rétt 18 vetra ungling.Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn lýður hratt finnst svo stutt síðan hún fæddist.Og svo er líka eitt sem er gjörsamlega óskiljanlegt hvað þessi stelpa er vel úr garði gerð svo dugleg samviskusöm já og hreinlega bara gull af manni og einstaklega góð.Hef stundum haldið að ég hafi tekið vittlaust barn heim af spítalanum.En er bara mjög heppinn mamma að eiga svona gullmola,já á 3 gullmola.Og ekkert þeirra er eins það mætti halda að þau kæmu öll úr sitt hvorri áttinni.





En núna verð ég að hætta að bulla hérna og fara að koma mér að verki.Allt eftir að gera og ég bara voðalega róleg eitthvað yfir þesssu öllu.




Jæja ætla allavega að byrja á að skella mér í heitt bað þá hlýtur eitthvað að fara að gerast í nennunni :)




                                                    Baddý 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli