Síður

fimmtudagur, 3. apríl 2014

Lífið ætti ekki að byggjast á að þóknast öðrum ,, Við erum eins og við erum hvort sem öðrum líkar betur eða verr

Góðan dag jáhá í dag er svo fallegt veður enn einn daginn.Já væri svo til í að hafa alla daga svona yndislegt bara,sléttur sjór og fuglasöngur það er ekki hægt að fá þetta betra.Og i dag er árshátíð hjá skólanum og fékk drengurinn að sofa klukkutíma lengur i dag og það fannst prinsinum ekki slæmt.

Ég er ennþá að díla við þessa pest hún er greinilega svo hrifin af mér að hún  vill ekki sleppa mér alveg strax,vann bara hálfa vakt í gær og geri eins í dag.En ég verð bara að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti ekkert við þessu að gera svo sem nema bara bíða.

Og núna verð ég að játa að það er byrjað að myndast smááá stress í mér fyrir stóra daginn hjá drengnum.Ótrúlegt að það eru að vera komin nærri 6 ár síðan ég stóð í svona stússi síðast,en auðvitað voru aðrar aðstæður á þeim tíma.Þetta eru ótrúlega mörg horn í að lýta og erfitt að ákveða hvað á ég að gera og hvað ekki.En vona bara að niðurstaðan verði að þetta verði besti dagur sem hann sonur minn hefur átt,vegna þess að þessi dagur er eingöngu hans og mun snúast um það á allann hátt.Og þar sem ég þekki þennann gaur vel þá veit ég að hann verður þakklátur og ánægður með þetta og verður glaður með þeim sem koma og eiga þennann dag með honum.

Gesta bókin sem hann gerði sjálfur :)


En jæja ætla að láta þetta duga í bili.



Sá þessa setningu á feisinu hjá einni vinkonu minni og fannst hún segja þúsund orð:

Lífið ætti ekki að byggjast á að þóknast öðrum ,, Við erum eins og við erum hvort sem öðrum líkar betur eða verr. 



                                                  Baddy :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli