Síður

fimmtudagur, 24. apríl 2014

Litla fjölskyldan í Hólahöllinni segir takk við ykkur öll og gleðilegt sumar :)

Jæja nú hef ég ekki bloggað lengi hef verið á fullu að undirbúa fermingu drengsins.Og nú er það yfirstaðið ferminginn var þann 17 apríl.Og í dag er sumardagurinn fyrsti og það er sól í heiði og fuglarnir synga svo kröftulega hérna í garðinum.Búinn að sitja hérna úti á svölum með kaffi bollann og komin með nokkrar freknur á hendurnar sem ég bara skil ekki hef aldrei verið með freknur.


En talandi um fermingu einkasonarins þá var sá dagur bara frábær,hann átti æðislegan dag hérna og var svo hamingjusamur.Veður guðirnir voru aðeins að angra okkur og var hálfgert vetrarríki þennann dag en það sló ekkert á gleðina.Við fengum mjög góða hjálp til að geta haldið þessa fallegu veislu,og vil ég bara einu sinni enn segja þúsund þakkir við ykkur þið eruð hinar sönnu hvunndags hetjur.Og svo voru honum líka gefnar nokkrar gullfallegar og mjög bragðgóðar tertur frá góðu fólki og erum við einnig mjög þakklát fyrir þær.




Þetta var lítil veisla kanski ekki svo margir en það var fámennt en góðmennt,og hann var mjög ánægður með að sjá og hitta þá sem vildu koma og eyða þessum merka degi með honum og er ég það einnig.Þau  Alexandra og Ísak komu hérna á miðvikudeginum og svei mér þá mér hefði ekki tekist að gera allt sem þurfti að gera ef þau hefðu ekki komið.Alexandra gerði hérna fullt af fellegum skreytingum og var alveg frábær í að skreyta kökur þannig að allt þetta gekk upp á endanum.



En litla mömmu hjartar fékk samt sting þegar ég horfði á drenginn í kirkjunni og hugsaði til þess,að hann hefur ekki pabba sinn hjá sér á svona stórum degi.Og hann á eftir mörg svona atvik sem verða stór i hans lífi já og þau öll börnin mín.En sem betur fer eigum við frábæra fjölskyldu sem stendur alltaf okku við hlið svo að þau eru ekki ein.En það er samt alltaf erfitt að vera svona ungur og enginn pabbi hjá manni á stórum stundum sem þessari.

En enn og aftur vil ég bara þakka öllum þið hafið gert líf ungs drengs betra.Og mig langar líka að þakka öllum þeim sem vildu koma og eiga þennann fallega stóra dag með okkur.Þið eruð öll frábær .



Og núna ætla ég að ganga inn í nýtt sumar með bros á vör og vona að það verði fullt af ævintýrum.


                                                 Baddý :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli