![]() |
| Mynd af afa með pabba lítinn. |
En eins og flesta morgna fer hugurinn á flug hjá mér þegar ég er svona ein í þögninni.Og ég fattaði hvaða mánaðardagur var í dag,það er komin 26 apríl og það er afmælis dagur pabba í dag.Hann hefði orðið 65 ára gamall í dag ef hann hefði lifað.
Og ég fór að hugsa það eru komin rúm 9 ár síðan hann lést og í dag sakna ég hans alveg jafn mikið og ég gerði vikuna eða mánuðinn eftir að hann dó.Alveg merkileg þessi setning að tímin lækni öll sár það er einfaldlega ekki rétt,maður bara lærir að lifa með sorginni en söknuðurin fer ekki neitt.
En ég veit ósköp vel að hann pabbi minn hefði ekki viljað að ég væri hérna snöktandi eins og ungabarn,svo að það verður ekki gert.En ætla bara að minnast góðu tímana með kallinum og þeir voru nú ófáir enda var hann gull af manni.
Til þín ég hugsa
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningar lifa
ævina á enda.
Og með þessum orðum fer ég brosandi inn í þennann fallega dag og segi bara brosum,hlæjum og lifum hvern dag eins og hann sé sá síðasti.Og segi hin háfleygu orð enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Baddý
































