Síður

laugardagur, 26. apríl 2014

Hann á afmæli í dag :)

Góðan dag í fallega fuglasöngnum það er eins og tilveran sé að lifna við.Það rigndi all svakalega í nótt og í dag er eins og veröldin hafi hreinsast,sléttur sjórin logn og undurfagur fuglasöngur gæla við eyrun.Það var góður fyrsti kaffibollinn í morgun við eldhús gluggann,nærði bæði sál og líkama að sjá og heyra þessa fegurð.
Mynd af afa með pabba lítinn.

En eins og flesta morgna fer hugurinn á flug hjá mér þegar ég er svona ein í þögninni.Og ég fattaði hvaða mánaðardagur var í dag,það er komin 26 apríl og það er afmælis dagur pabba í dag.Hann hefði orðið 65 ára gamall í dag ef hann hefði lifað.



Og ég fór að hugsa það eru komin rúm 9 ár síðan hann lést og í dag sakna ég hans alveg jafn mikið og ég gerði vikuna eða mánuðinn eftir að hann dó.Alveg merkileg þessi setning að tímin lækni öll sár það er einfaldlega ekki rétt,maður bara lærir að lifa með sorginni en söknuðurin fer ekki neitt.

En ég veit ósköp vel að hann pabbi minn hefði ekki viljað að ég væri hérna snöktandi eins og ungabarn,svo að það verður ekki gert.En ætla bara að minnast góðu tímana með  kallinum og þeir voru nú ófáir enda var hann gull af manni.


                               Til þín ég hugsa 
                    staldra við.
                    Sendi ljós og kveðju hlýja.
                    Bjartar minningar lifa 
                    ævina á enda.


Og með þessum orðum fer ég brosandi inn í þennann fallega dag og segi bara brosum,hlæjum og lifum hvern dag eins og hann sé sá síðasti.Og segi hin háfleygu orð enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.



                                                                            Baddý 

fimmtudagur, 24. apríl 2014

Litla fjölskyldan í Hólahöllinni segir takk við ykkur öll og gleðilegt sumar :)

Jæja nú hef ég ekki bloggað lengi hef verið á fullu að undirbúa fermingu drengsins.Og nú er það yfirstaðið ferminginn var þann 17 apríl.Og í dag er sumardagurinn fyrsti og það er sól í heiði og fuglarnir synga svo kröftulega hérna í garðinum.Búinn að sitja hérna úti á svölum með kaffi bollann og komin með nokkrar freknur á hendurnar sem ég bara skil ekki hef aldrei verið með freknur.


En talandi um fermingu einkasonarins þá var sá dagur bara frábær,hann átti æðislegan dag hérna og var svo hamingjusamur.Veður guðirnir voru aðeins að angra okkur og var hálfgert vetrarríki þennann dag en það sló ekkert á gleðina.Við fengum mjög góða hjálp til að geta haldið þessa fallegu veislu,og vil ég bara einu sinni enn segja þúsund þakkir við ykkur þið eruð hinar sönnu hvunndags hetjur.Og svo voru honum líka gefnar nokkrar gullfallegar og mjög bragðgóðar tertur frá góðu fólki og erum við einnig mjög þakklát fyrir þær.




Þetta var lítil veisla kanski ekki svo margir en það var fámennt en góðmennt,og hann var mjög ánægður með að sjá og hitta þá sem vildu koma og eyða þessum merka degi með honum og er ég það einnig.Þau  Alexandra og Ísak komu hérna á miðvikudeginum og svei mér þá mér hefði ekki tekist að gera allt sem þurfti að gera ef þau hefðu ekki komið.Alexandra gerði hérna fullt af fellegum skreytingum og var alveg frábær í að skreyta kökur þannig að allt þetta gekk upp á endanum.



En litla mömmu hjartar fékk samt sting þegar ég horfði á drenginn í kirkjunni og hugsaði til þess,að hann hefur ekki pabba sinn hjá sér á svona stórum degi.Og hann á eftir mörg svona atvik sem verða stór i hans lífi já og þau öll börnin mín.En sem betur fer eigum við frábæra fjölskyldu sem stendur alltaf okku við hlið svo að þau eru ekki ein.En það er samt alltaf erfitt að vera svona ungur og enginn pabbi hjá manni á stórum stundum sem þessari.

En enn og aftur vil ég bara þakka öllum þið hafið gert líf ungs drengs betra.Og mig langar líka að þakka öllum þeim sem vildu koma og eiga þennann fallega stóra dag með okkur.Þið eruð öll frábær .



Og núna ætla ég að ganga inn í nýtt sumar með bros á vör og vona að það verði fullt af ævintýrum.


                                                 Baddý :)

þriðjudagur, 15. apríl 2014

Að baka vandræði er góð skemmtunn ;)

Góðan dag allir saman núna er ég i páskafríi og komin af stað að undirbúa fermingu drengsins.Einhvernveginn gengur þetta allt voðalega rólega hjá mér,enda voðalega lítið hægt að gera svo sem.En er þó búinn að baka aðeins reyndar aðallega bara vandræði ,en kommnir nokkrir marens og muffins að bakast í ofninum núna.Svo á morgun fer allt á fullt þá verður allt sett saman og mikið fjör þá í Hólahöllinni.



Það er svo gaman að fylgjast með hvað drengurinn er orðin spenntur,hann er svoleiðis búinn að vera að læra utan bókar það sem hann á að segja.Og búinn að vera að hjálpa mömmu sinni voðalega mikið, hann tók sig til í gær og hreinsaði allar jólaseríurnar úr garðinum.Einhverrra hluta vegna voru þær enn upp humm...........


En þetta er allt bara að gerast fór í það í gærkveldi að byrja að raða upp hvernig við ætlum að hafa stofuna,máta dúkana og svoleiðis.Og auðvitað lét ég kaupa of lítinn dúk hahaha gleymdi að gera ráð fyrir stækkunninni á borðinu en þetta verður í lagi.Alveg sama hvort að dúkurinn passar eða ekki þá verður þetta flottur dagur hjá drengnum.Reyndar lýtur út fyrir að veðurguðirnir ætli að vera eitthvað að ibba gogg og vera með leiðindi,en það mun ekki heldur ná að skemma þennann góða dag.


Ætti að vera núna að gera eitthvað að viti í staðinn fyrir að sitja hérna og blogga.En morgun kaffið og letin er svo ómissandi að ég byrja bara á einhverju á eftir.



En bið að heilsa í bili ætla að drekka aðeins meira kaffi og þykjast gera eitthvað :)


                                               Baddý 

mánudagur, 14. apríl 2014

Allt að gerast í Hólahöllinni :)

Núna er mikið um að vera hjá okkur,komin í frí framm á mánudag og ætla að nýta tíman í að gera klárt fyrir fermingu.En einhvernveginn gengur það eitthvað hægt að koma sér í gírinn,búinn að sitja í allann morgun og skipuleggja það sem ég ætla að gera.Og enn sit ég hérna að hugsa á hverju ég ætla að byrja og hvað ég ætla að gera næst og ekkert gerist.

En í gær átti frumburðurinn minn afmæli og er hún orðin 23 ára.Skil ekki alveg hvernig stendur á þessu þar sem ég tel mig aðeins vera rétt 18 vetra ungling.Það er alveg með ólíkindum hvað tíminn lýður hratt finnst svo stutt síðan hún fæddist.Og svo er líka eitt sem er gjörsamlega óskiljanlegt hvað þessi stelpa er vel úr garði gerð svo dugleg samviskusöm já og hreinlega bara gull af manni og einstaklega góð.Hef stundum haldið að ég hafi tekið vittlaust barn heim af spítalanum.En er bara mjög heppinn mamma að eiga svona gullmola,já á 3 gullmola.Og ekkert þeirra er eins það mætti halda að þau kæmu öll úr sitt hvorri áttinni.





En núna verð ég að hætta að bulla hérna og fara að koma mér að verki.Allt eftir að gera og ég bara voðalega róleg eitthvað yfir þesssu öllu.




Jæja ætla allavega að byrja á að skella mér í heitt bað þá hlýtur eitthvað að fara að gerast í nennunni :)




                                                    Baddý 

laugardagur, 12. apríl 2014

What snjór ????????????????

Það er kominn enn einn laugadagurinn,og í dag heyri ég ekki fagran fugla söng þegar ég drekk morgun kaffið.Allt er orðið hvítt og það er jólasnjókoma held að veðurguðirnir hafi eitthvað aðeins litið vittlaust á dagatalið.Í gær var alveg hávaða  rok skafrenningur og leiðindi sem betur fer var ég ekki búinn að pakka vetrar fötunum niður og Gráni enn á nagladekkjunum.

Þegar ég vaknaði áðan á slaginu 9 spratt ég upp og vakti drenginn,var gjörsamlega óð.Gargaði við sváfum yfir okkur hahaha já var bara bókstaflega brjáluð,en þá benti hann mér á að það er laugardagur og hann er komin í páskafrí.Það verður að viðurkennast að ég var ekki sérlega vinsæl akkúrat á þessu augnabliki.Hann er búið að hlakka svo að fara í páskafrí og sofa út,og mamma sækó rústaði því á núll einni.En hann sofnaði aftur og mig grunar að hann muni sofa lengi frammeftir í góða rúminu.

En mikið ætla ég að vona að þetta veður verði búið að ganga niður þegar fer að líða á.Verður frekar leiðinlegt ef það er að koma einhver ófærð svona rétt fyrir ferminguna,og að enginn komist vestur.En það er bara að bíða og vona.


Jæja ætla að fara að drekka aðeins meira kaffi og jafna mig á því að hafa sofið yfir mig hahaha.Svo er bara vinna í allann dag já og á morgun,en eftir það frí hjá mér.


       Bið að heilsa í bili 
                                 
                          Baddý :)

föstudagur, 11. apríl 2014

Hef bara ekkert að bulla um i dag

Jæja þá er runninn upp föstudagur og maður minn það mætti halda að vetur konungur ætli að kíkja við.Hávaða rok og skítkalt brrrrr.En ég mun vera að vinna alla helgina svo að veður hefur ekkert að segja neitt um mín plön næstu 3 daga.

En svo er ég komin í frí og get eingöngu farið að huga að fermingu,og farið að láta mig hlakka til að fá allt þetta skemmtilega fólk hingað til okkar og gleðjast með okkur á næsta fimmtudag.


En held að ég hafi bara ekki meiri tíma í blogg í dag svo að þetta verður bara svona létt og laggott enda hef ég ekkert til að bulla um.





Bið að heilsa í bili og vona að þið eigið öll frábæra helgi.




                                         Baddý 

fimmtudagur, 10. apríl 2014

Mikið er gott að eiga góða að :)

Góðan dag já hann er bara góður var farinn á ról um 7 leytið í morgun og ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum,grátt á fjallatoppunum.Og svo þegar ég skutlaði prinsinum í skólan þá var að falla eitt og eitt snjókorn,ætli páskahretið sé að undirbúa sig í að mæta.Fuglarnir syngja hérna í garðinum núna eins og enginn sé morgunn dagurinn eru kanski að reyna að drífa sig í að para sig fyrir páskahretið,jaa hver veit .

En gærdagurinn var bara hreint alveg frábær hérna hjá okkur og það fór svo hamingjusamur drengur í bólið í gærkveldi.Maja mágkona var mætt hérna fyrir hádegi í gær með fermingargjöfina til drengsins frá fjölskyldunni minni.Og það var nýtt rúm borð og skrifsborðsstóll og við vorum búinn að setja rúmið inn í herbergið hans áður en hann kom úr skólanum,og það var æðislegt að sjá undrunina í svipnum hjá honum þegar hann kom heim.Og síðan tæmdum við alveg herbergið og nýju húsgögnin sett inn og gamla hent út,og í dag er komið svakalega flott unglinga herbergi.Maja var eins og stormsveipur i þessu öllu og ég eiginlega bara horfði á hahaha,en það var gaman að sjá hversu ánægður pjakkurinn var yfir þessu.






Svo mundi ég seint og síðar meir að það væri Bingó og bauð unglingnum á Bingó.Og hann var nú eiginlega ekki alveg að nenna að fara með múttu túttu á svoleiðis viðburð en lét sig hafa það.Og nánast allann tímann var hann tuðandi um hvort þetta væri ekki að verða búið og við myndum hvort eða er ekkert vinna.Og viti menn hann fékk Bingo og vann þetta svakalega flotta páskaegg,þá urðu nú menn kátir.

Í gærkveldi var fyrsta skiptið í langann tíma sem var ekki erfitt að biðja drenginn að fara að sofa hahaha.Held að hann hafi bara sofnað á núll einni líka,en í morgun var mjöööög erfitt að fá hann til að fara á fætur það var svo gott að sofa i nýja fína rúminu.Hann hreinlega týmdi ekki að fara útur en með mikilli þrjósku og fortölum kom ég honum frammúr.

Það er ekki hægt að segja annað en að við eigum frábæra og yndislega fjölskyldu,þetta finnst mér alveg frábært sem þau gerðu fyrir hann.Núna á hann nýtt herbergi hann hefur aldrei áður átt neitt svona fínt og nýtt alltaf verið með gamalt og notað i herberginu sínu.

Jæja ætla að láta þetta duga í bili í dag og koma mér af stað inní daginn með bros á vör.


                                                     Baddy