Síður

föstudagur, 30. janúar 2015

Bloggið mitt er eins árs í dag vúhú

Góðan dag nú er kominn enn einn föstudagurinn,frekar kalt úti og sleipt.

Og í dag er kominn 30 Janúar vúhú,og í dag er komið ár síðan ég byrjaði að blogga.Þannig að bloggið mitt á afmæli og það er alveg orðið eins árs.Kanski held ég bara afmælisveislu hérna fyrir mig og tölvuna.Var að skoða talnagögninn á blogginu búinn að birta 138 færslur 139 með þessari og kommanr 14,880 síðuflettingar var eiginlega að vona að ég kæmist yfir 15,000.Ekki að það breyti einhverju er bara svona tölufaggi.


Og þar sem ég byrjaði að blogga fyrir ári þá fór ég að hugsa humm hvað er merkilegt búið að gerast á þessu eina ári.
Og ég hreinlega veit það ekki alveg hahahha,það var ætlunin að skrifa hér um sigra og töp lífsins.Og verð eiginlega að játa að það er fátt um sigrana allavega,árið búið að vera meira og minna litað af töpunum.En er alls ekki að segja að síðasta ár hafi bara verið eintómt svartnætti nei langt í frá.

Drengurinn náði til dæmis að fermast og það sómasamlega.Og var það allt fullt af góðum ættingjum og vinum að þakka að við gátum haldið fallega veislu hérna heima í höllinni.Og erum við alveg ólýsnalega þakklát með það.

Ég fékk að komast að því hvað var að ljótu hnjánum,rifnir liþófar og einhverjar fleiri skemmdir.Fór í 2 aðgerðir síðasta sumar sem sagt á báðum hnjánum.En það er ekki alveg búið það mál og verður í vinnslu eitthvað framm eftir nýja árinu.


Átti ágætt sumar og um tíma yndislegt sumar.Svo kom haustið og veturinn sem ætlar engann enda að taka svei mér þá.


Og auðvitað stendur það uppúr öllu að Alexandra og Ísak eru að fjölga mannkyninu.Og eru við orðinn hrikalega spennt í endaðann Mars verður komið lítið kríli.Get ekki beðið eftir að spilla því hahahaha.

Já og mér er búið að takast að breyta mínu slæma matarræði til hins betra.En það er auðvitað enn í vinnslu og alltaf er ég að læra eitthvað nýtt í sambandi við það.
Og enn sit ég og býð eftir að komast á endurhæfingar lífeyrinn,fer að verða frekar súrt allt fjárhagslega dæmið hjá mér.Alveg fáránlegt hvað þetta er mikið mál,og endarlaust einhvernveginn.Upplifi mig sem hálfgerðann asna í þessu kann ekkert á þetta,sem betur fer kanksi hef aldrei þurft að standa í svona áður.Maður fær það á tilfinninguna að allir haldi að maður sé að svindla,og ég ætli bara að verða rík og hafa það gott á bótum.
En það má guð vita að ég væri svo til í að vera án þessa alls og geta bara unnið eins og aðrir.Væri ofsalega ljúft að geta vaknað verkjalaus og farið í gegnum daginn án allra verkja og verið þátttakandi í vinnu.En ég trúi því að þetta á allt eftir að koma og einn daginn mun ég losna við þetta og geta farið að vinna og gera allt sem mig langar.Dreymir um að geta gengið á fjöll og jafnvel farið að hlaupa,þá myndi nú skotganga að bræða allt þetta umfram lýsi sem mig dreymir um daglega að tapa.

Og svo eru elsku kisurnar mínar alltaf við sama heiðgarðshornið,morðtilraunir alla daga og ofsa gamann.Vona að það breytist seint hjá þeim þetta heldur spennunni í lífinu hahahahah.

En jæja ætla að láta þetta duga í dag,kanski held ég út annað ár af bloggi hver veit.
Vona að þið eigið frábærann dag öll sem einn,við vittleysingarnir í Höllinni ætlum að reyna það.

Tíminn er aðeins endalaus röð augnablika,
sem líða hjá hvert af öðru.
Lítil veröld greipt í hvert og eitt
- handa þér.

Tíminn er líkt og tár sem falla,
heit og sölt þau tala um gleði og sorgir. 
Á einu augabragði verða þau til og hverfa
og aðeins minningin ein verður eftir.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna.
Lifandi sál í kviku holdi
- sólundaðu ekki gjöf þinni.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna
- en skyldi hann ekki óska þess
að hafa gefið hana einhverjum öðrum. 



Baddý !!!!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli