Góðan dag og gleðilegt ár það er mánudagur og 5 janúar.Tunglið skín sem aldei fyrr og það er napurt útí eitthvað.
En hef ekki bloggað í nokkrurn tíma,má þar kenna um algjörri leti,við mæðginin skelltum okkur í borgina yfir hátíðarnar.Og er ég núna að kveikja á tölvuskrattanum í fyrsta skipti síðann 20 des.
Við höfðum það voðalega gott í bænum hjá Alexöndru og Ísak,áttum frábær jól og áramót.Hittum hana Melkorkueinnig yfir hátíðiarnar og slatta af ættingjum.En vorum smá seinheppinn og lentum í því að leggast í pest milli jóla og nýárs.Og það seinkaði aðeins heimförinni og komum heim 2 jan.
En þegar það koma ármót þá fer maður yfir farinn veg og gerir upp árið hjá sér.Og auðvitað gerði ég það en það var ekki mikið að fara yfir svosem þetta hefur verið einhvern veginn tíðindalaust ár þannig séð.
Þetta ár hefur eiginlega bara snúist um þessi ljótu og leiðinlegu hné.Búinn að vera að basla með þau síðann í nóv 2013,komst í myndartöku einhverntímann eftir áramótin og aðgerð með fyrra hnéð í byrjun jún og svo seinna hnéð í ágúst.Var sagt að það gæti tekið smá tíma að jafna sig eftir þetta,en kommonn er ennþá frá eftir þetta.Er ennþá með mikla verki og bólgur í hnjánum en hef verið mjög samviskusöm að gera æfingar og ganga eiginlega á hverjum degi.Og auðvitað fylgir þessu vinnutap hef ekki unnið síðann miðjan maí,fékk sjúkrapeninga frá verkalýðsfélaginu til að byrja með.Og það var 80% af laununum sem voru byrjuð auðvitað að skerðast vegna þess að ég var byrjuð að vinna minna.Svo að ég var að fá frekar lítið.Og svo fékk ég endurhæfingar lífeyri frá Trygginga stofnun fyrir nóv og des,sótti um fyrir janúar og komst svo að því á þorláksmessu að ég fæ sennilega ekkert í jan.Þannig að það eiginlega setti smá blett á jólin.Það er ekki góð tilfinning að hugsa til þess að eiga enga peninga og hreinlega að vita ekki hvernig maður eigi að lifa af,gefa drengnum að borða og geta borgað reikninganna sína.Segir sig sjálft að maður borgar ekki reikninga þegar enginn peningur er til og þar af leiðandi heldur skuldasnjóskaflinn að rúlla og verður erfitt að komast á þurrt.
Þannig að það má segja að maður hafi endað árið með fjárhagsáhyggjur og byrjað það einnig líka.En einhvern tímann hlýtur þetta að lagast þessi leiðindar hné að lagast og ég get farið að vinna fyrir mér en ekki bara hangið heima og vorkennt mér.
Jæja ætla nú bara að láta þetta duga einhver fýla í tölvunni,erfitt að pikka inn í dag.
Eigið frábærann dag ég ætla svo sannarlega að reyna það.
Um jólin er gaman að vera
betra er að gefa en að þiggja.
Jólasveinninn kemur með jólagjafir til að gefa.
Á meðan er heimilisfólk jólamatinn að tyggja.
Um áramótin gamla árið maður kveður
bæði synir og feður
skjóta upp flugeldum til að nýja árinu að fagna.
En gamla árinu munu allir sakna.
Baddý!!!!!!!!!!!!!!!1





Engin ummæli:
Skrifa ummæli