Síður

fimmtudagur, 22. janúar 2015

Við skulum ekki víla hót,það varla léttir trega.

Góðan dag upp er runninn 22 janúar og úti er svart og drungalegt og klaki um allar götur.

Við dröttuðumst á fætur uppúr 7 í morgun,og alltaf er það jafn strembið fyrir unglinginn að vakna svona snemma.En það sem kætir hann í dag er að hann er alveg að detta í helgarfrí.
En hjá mér skiptir svo sem ekkert hvaða viku dagur er,en reyni samt að drattast á fætur og gera eitthvað.Jafnvel þótt það sé bara að drekka kaffi eða setjast niður og skrifa smá blogg.

Gamann að segja frá því að ég er ennþá að bíða eftir svörum með tryggingastofnun.Held að ég nái ekki alveg að lifa af annann mánuð án þess að fá einhverja peninga.Maður lifir víst ekki á loftinu einu og reikningarnir borga sig víst ekki sjálfir.En þetta kemur bara í ljós þarf að kynda meira undir þolinmæðina í mér.Og auðvitað halda áfram bjartsýninni þetta með lottoið flottu íbúðina og draumaprinsinn á hvíta hestinum.Á eftir að eignast þetta allt einhvern daginn.

Var svo að skoða hérna inná blogginu mínu,þann 31 Jan er komið ár síðann ég byrjaði bloggið og er kominn uppí 14,500 síðuflettingar í dag.Enn og aftur segi ég mikið er nú gamann að sjá þetta og vita til þess að margir eru að lesa þetta vúhú.

Já og svo er líka gamann að segja frá því að það er búið að bjóða mér á þorrablótið.Fékk hringingu í síðustu viku þar sem yndisleg vinkona og hennar maður sögðu að þau ætla að bjóða mér á blótið.Þetta finnst mér fjarskalega fallega gert af þeim og er ég mjög þakklát.Verður svolítið öðruvísi að mæta á þorrablót og vera bara gestur borða og sjá skemmtiatriðinn,en ekki vera með í maganum og standa á sviðinu.En er voðalega spennt að sjá þetta og vera bara gestur í sal,og maður minn og gúffa í sig þorramatinn já sæææælll.

En annars er bara allt að ganga sinn vanagang hérna,ég að prjóna drengurinn í skólanum og kettirnir að plotta sín á milli með að drepa mig.Bara svona same old same old þær voru einmitt í sérlega miklu stuði í morgun skiptust reglulega á að vefja sér um fæturnar á mér.Átti varla sjéns í morgun að komast lífs af inní daginn,en tókst að afvegaleiða þær með smá fiskbita í dallinn og svo kom ég þeim út að leika sér ;)

En ætla að stoppa nuna í bullinu og koma í mig kaffi og svo aðeins meira kaffi.Vona að þið eigið frábærann dag í hálkunni við ætlum allavega að reyna það.


Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Og það er þó ávallt búningsbót
að bera sig karlmannlega.



Kristján Jónsson
1842 - 1869




Baddý !!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli