Og upp er runninn laugardagurinn 10 Jan,og búið að vera fjarskalega fallegt veður í dag.
Já sólin kom í smá stund í dag og það er alltaf svooo ánægjulegt að sjá til sólar í januar.Þegar ég var krakki sá maður hana svolítið seinna í Arnarfirðinum,og það er í Febrúar minnir mig.Og þá kom fyrir að það voru bakaðar sólarpönnukökur,svei mér þá ef að sólarpönnukökur smökkuðust ekki alltaf örlítið betur venjulegar.Og við ákváðum að skella í sólarpönnukökur hérna,geri reyndar alveg hræðilega ljótar pönnukökur.Tekst einhvernveginn aldrei að gera þær svona þunnar fallegarar .En þær bragðast alveg ágætlega,svo að það er bara í lagi.
Og þar sem það er þá ætlaði ég svoleiðis að hafa feitann nammidag,og allavega ná svona 3-4 pönnsum með rjóma og mikið af sultu.En eftir alveg heila eina gat ég ekki meir hahahaha varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig sko.Það er bara þannig núna eftir að ég tók þetta mataræði í gegn þá virðist ég borða mikið minna af öllu,vorum með lítinn kjúlla í gær og það er meira en helmingur eftir af kvikindinu.Svo að það verður bara annar í kjúlla í kvöld.Þetta er alls ekki slæm þróunn að geta bara borðað smá,flýtir fyrir lýsisbræðingnum vonandi :)
Fór í litla göngu í dag í fallega veðrinu og maður minn það var hrikalega kalt.En þetta var mjög hressandi bæði fyrir líkamann og svo auðvitað sálartetrið.En það er alltaf frekar vont fyrir liðina og ljótu hnén þegar er svona kalt.En vel þess virði finnst mér,vona að ég komist aftur á morgunn í smá labb.
Fór í sjúkraþjálfunn í gær og það var bara alveg ágætt,var ekkert of mikið bara passlegt svona.Og skellti mér svo í göngu líka í gær var svo voðalega ánægð og jákvæð með skrokkinn.Og svo í gærkveldi var nú eiginlega voðalega lítið gamann hahaha,verkjaði ansi vel í hnén.En þetta var svona gott vont veit að það fer að fara að gerast eitthvað gott með þetta allt.
Já ætla bara að vera hrikalega bjartsýn komandi daga og vikur,hnén fara að virka, lotto vinningurinn sama sem kominn í hús,kílóinn fjúka burt,drauma íbúðinn finnst og drauma prinsinn mætir á hvíta fáknum.Ekki spurning þetta er bara að fara að gerast allt samann ekki satt ?
Jæja ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt,vona að þið eigið gott kvöld.
Draumar fæðast til að gefa þér von;
tli að kenna þér að lifa,
til að kenna þér að elska.
Draumar fæðast
til að kenna hjarta þínu að syngja, dansa.
En flesir draumar ljúga,
Hvert einasta blóm og hver einasti sólargeisli er hylling.
Og þú gengur um á brostnum draumum.
Baddý dreamer !!!!!!!!








Engin ummæli:
Skrifa ummæli