Sunnudagur er runninn upp og ofsa fallegt veður allavega svona að sjá útum gluggann.
Og í dag ætlaði ég að sofa feitt út,en var byrjuð að vakna uppúr 7 í morgun.En þrjóskaðist við og lá í bælinu alveg til 10,ætlaði sko ekki að vera snemma á fótum.Þetta er alveg merkilegt að ég geri allt öfugt við það sem ég ákveð.
Td ætlaði ég svo að vakna snemma í gær en nei þá svaf ég eins og ungabarn frammeftir öllu.
En það er svo sem ekkert verra að vakna fyrr,verður auðvitað mikið meira úr deginum hjá manni.Og í dag ætla ég að klára að taka niður jólin,hef ekki tímt að gera það fyrr.Finnst svo stutt síðann ég settti upp skrautið,og svo vorum við 2 vikur í borginni og misstum svo mikinn tíma við að njóta þess að vera innann um það.Og get þakkað einsskærri leti minni í dag nennti nefnilega ekki að setja upp allt jóladótið sem ég á.
Ég sit hérna núna í morgninum og dæli í mig kaffi,og fylgist með litlu fuglunum sem eru mættir í garðinn að borða hjá mér.Og auðvitað eru morðóðu kettirnir líka í gluggunum að fylgjast með þeim,þær svoleiðis sleikja útum og augun standa á stilkum.En ég ætla að vera voðalega vond við þær og halda þeim inni.
Svo er orðið ansi greinilegt hvað daginn er tekið að lengja,orðið bjart svo miklu fyrr á morgnana.Það er nú bara voðalega ljúft með rísandi sól koma betri tímar ekki satt.Og eins og allir aðrir ákveð ég á hverjum áramótum að nú eigi að bæta og laga allt.
Og auðvitað er það í pípunum að gera það allt,hugsa betur um alla,borða hollar ,hreyfa sig meira vera góð og ekki dæma aðra.En svo leiðir tíminn það í ljós hversu vel þetta gengur upp,hefur gengið misjafnlega vel hahaha.En góðir hlutir gerast hægt og tek nokkrar matskeiðar af þolinmæði á hverjum degi.
En jæja ætla að fara að gera eitthvað uppbyggilegt hérna í höllinni,kanski byrja að týna niður eitt og eitt skraut hver veit ;)
Vona að þið eigið góðan sunnudag öll sem einn,við ætlum svo sannarlega að reyna það hérna á Hólunum.
Nú húmar að og haustið tekur við
hélu slær á votan svörð.
Fela nætur fagurt sjónarsvið
fjöllin mín og sérhvern fjörð.
Regnboginn glitrar rjóður og hlýr
rökkrið það senn okkur vefur.
Dagurinn hopar, dagsbirtan flýr,
dýrðlega myndina gefur.
Baddý !!!!!!!!





Engin ummæli:
Skrifa ummæli