Og á miðnætti lauk jólunum og síðasti jólasveininn fór til fjalla,nema svona jólasveinar eins og ég við erum allt árið.En það er alltaf smá átak að koma sér aftur í rútínu eftir jólin.Þótt að ég sé ekki að vinna eins og er þá tekur þetta tíma,já og smávægilega vinnu.Það er nú bara þannig að um jól lætur maður allt eftir sér borðar allt og seint að sofa og seint á fætur.
En þetta má nú ekki endalaust svo að núna verður það snemma í bólið og byrja að lifa aftur eins og kanína.
Þetta er ekki heillandi hugmynd eins og er langar mest að skríða aftur uppí og taka konfekt kassa með.
En þetta verður tekið í svona smá skrefum bara,mun reyndar alveg hætta að borða aftur nammi.Missti mig aðeins í nammi bindindinu yfir hátíðarnar og var að fá mér mola og mola.En samt gaman að segja frá því að ég var nokkrum grömmumm léttari þegar ég kom heim eftir jól en þegar ég fór.
Svo að nú verður bara farið á fulla ferð áfram í átakinu,reyndar er nú ekki sérlega gott göngufæri en það hlýtur að fara að lagast.
Og það er gamann að segja frá því að kattarskammirnar eru ennþá á fullu í sínu mission.Þær svoleiðis vöfðu sér um fæturnar á mér í morgun og gerðu ítrekaðar morðtilraunir hérna voru eins og litlar ninjur.En það virkar alltaf sama trixið á þær drífa sig að fylla á matardallana þá gleyma þær sér aðeins í smá stund.Væri lítið spennandi ef að þær myndu hætta þessum morðtilraunum við mig þá yrði dagurinn ennþá litlausari hahaha.
En jæja ætla að láta þetta bull mitt duga í dag,langur dagur frammundann og ýmislegt sem ´´eg þarf að gera ætla reyndar að fresta því um 1-2 daga að pakka niður jólunum tími því bara ekki.
Eigið góðan dag fallega fólk við ætlum að reyna það hér í Höllinni.
Baddý !!!!!






Engin ummæli:
Skrifa ummæli