Góðan dag upp er runninn 5 febrúar svo ótrúlegt sem það er,og auðvitað er rok og rigning.
Hef ekki nennt að blogga síðustu daga,búinn að vera bara einhver leiði og leti í gangi hérna.Enda hefur ekki verið neitt að blogga um þannig séð,allt bara svipað hérna hjá manni.
Það er lítið að gerast í sambandi við þetta endurhæfingarlífeyris drasl,svo að það er alltaf að rírna undir koddanum góða.En ég lifi þetta svosem af,og held að ég haldi bara massa party þegar þetta er komið í gegn.
En eins og ég sagði þá er bara allt svona svipað hérna lífið gengur sinn vanagang.Drengurinn í skólann og mammann að dunda sér svona flesta daga.Var reyndar alveg ónýt mánudag og þriðjudag og eyddi þeim tíma í koju eiginega.En það er bara mín sök er stundum kjáni.
Svo er hrikalega gamann að segja frá því að í gær fór ég í fataskápaleiðangur og fann enn einar buxurnar sem hafa ekki passað lengi.Ótrúlegt en satt þá bara smellpössuðu þær og nokkrar af þeim að verða alltof stórar.Elska þegar maður kemst að svona þetta fær mann til
að halda áframa að lifa eins og kanína ekki spurning.En þetta er auðvitað bara vinna og aftur vinna að ná af sér umfram lýsinu.Og stundum finnst manni ekkert ganga og enginn árangur sjáist.En svo þegar maður finnur svona gamlar flíkur sem hafa stækkað þá fattar maður að maður er á rétti leið allavega.
Og held að þetta sé allt því að þakka að ég breytti um mataræði en samt ekki þannig að maður myndi springa á limminu.Ég er alveg hætt að drekka gos sælgæti er ekki í boði já og bara öll sætindi dottinn út nema elsku suðusúkkulaðið.En ég borða það ekki einu sinni oft er ekki nammigrís.Og auðvitað reyni ég algjörlega að sneiða frá hveiti og sykri og byrjuð að nota spelt og hveitikím oft í staðinn þegar ég er að baka og svoleiðis.
En auðvitað hefði ég viljað sá miklu meiri árangur á þessu eina og hálfa ári.En sennilega spilar inní að hreyfigetann er búinn að vera frekar lítill og hefur það hægt á þessu öllu.En þolinmæðin þrautir vinnur allar ekki satt og einn daginn verð ég kominn á réttann stað með þetta.Er byrjuð að auka alla hreyfingu núna svona hægt og hægt og vonandi fer allt að fara að taka við sér hver veit.Steig á vigt í haust og þá voru farinn 16 kg rúm vona að það séu farinn fleiri en kemur í ljós.
Jæja ætla að fara að gera eitthvað eins og að drekka meira kaffi láta liðina vakna og koma mér svo í hreyfingu vúhú.
Vona að þið eigið frábærann dag ég ætla a reyna það :)
Baddý !!!!!!!!






Engin ummæli:
Skrifa ummæli