Síður

fimmtudagur, 20. mars 2014

Vetur konungur vill bara ekki gefast upp

Jæja jæja ég ætlaði ekkert að gera neitt annað núna í morgun en bara sofa,en eftir að ég var búinn að fara út i vetrar ríkið þá var ég bara glaðvöknuð.Hér er leiðindar skafrenningur og skítkalt brrrr,varð að skafa bílin áður en var lagt af stað í skólan með prinsinn.Og ef það er eitthvað sem mér finnst óþolandi að gera þá er það að skafa bíl.Og núna spyr ég eins og fávís kona (sem ég er) fer ekkert að fara að koma vor ????????


Sumum finnst kanski kjánalegt að ég sé að kvarta yfir veðrinu því við búum á Íslandi og það se notalegt að hafa vetur og bla bla.En kommon þetta er bara hundleiðinlegt svona vil fara að fá vor heyra í fuglunum syngja rebba gagga í fjallinu og sjá brumið koma á trén.Það er fátt fallegra en fuglasöngur að vori og vorilmur í lofti,og ég bara bókstaflega sakna þess.

En núna er ég hætt að velta mér uppúr þessu blessaða veðri gerir ekkert gagn svo sem.Ætla að hendast í að prjóna kanski bara og gera eitthvað skemmtilegt framm að vinnu.


         Þig ég trega manna mest
         mædd af táraflóði,
         ó,að við hefðum aldrei sést 
         elsku vinurinn góði.
          Skáld-Rósa

          Bið að heilsa í bili eigiði fallegan dag 


                                                 Baddý :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli