Allt er hvítt í dag snjórinn eins og teppi yfir öllu,það er voðalega fallegt.En damn það er kalt og viti menn varð að skafa bílin í morgun brrrrrrrr.Ég ætla samt ekkert að láta það hafa áhrif á mig í dag fer bara í lopasokka og hlýrri peysu.
Er komin í helgarfrí og maður minn hvað ég ætla að njóta þess,hver veit nema ég baki bara eitthvað fyrir drenginn.Er búinn að sitja hérna í morgun og reyna að detta eitthvað skemmtilegt í hug og það hlýtur að detta inn einhver svakalega góð hugmynd fljótlega.
Tók utan af rúmunum og ætla að hengja út í dag þó að það snjói,veit fátt betra en að sofna í rúmfötum sem anga af útilykt.Og svo kanski fytja eitthvað nýtt uppá prjónana og hver veit nema að ég taki bara til í höllinni.
En fyrst og fremst ætla ég að njóta dagins í botn.
Kanski ég gerist ógó dugleg og skelli mér í göngu í dag þar að segja ef já ef ég nenni að fara úr náttfötunum góðu hummmmmmmm...........kanski ég hafi bara inni náttfata dag frekar.
En ætla að gera eitthvað allavega :)
Gættu vel þinn drauma
því að ef draumur þinn deyr
verður lífið
vængbrotinn fugl
sem flýgur ei meir.
Langston Hughes.
Eigið fallegan dag fullan af draumum
Baddý draumadolla !



Engin ummæli:
Skrifa ummæli