Enn einn mánudagurinn runninn upp í dag er skemmtilegur mánudagur,vegna þess að í dag á ég frí.Helgin var löng og strembin,hélt um tíma að hún myndi aldrei enda.Það var mikið að gera í vinnunni alla helgina og held að ég hafi gegnið upp að öxlum.Ljóta hnéð var að angra mig mikið þessa helgina það er kanski ekki gott að vera að vinna í 10 tíma á dag í 3 daga í röð.En núna er ég komin í 2 daga í frí svo að það fær pásu,ætla að vera ógurlega dugleg í að gera sem minnst í fríinu mínu.En í dag er bolludagur og hver elskar ekki daginn þann,ætlaði að henda í bollur eftir vinnu í gær en auðvitað steingleymdi ég að kaupa egg og smjörlíki en mundi þó eftir rjómanum.Svo að í dag verður bara rjómi en engar bollur en geri örugglega annað hvort fiskibollur eða kjötbollur í kvöld svo að það er ekki alveg bollulaust hér.En hlakka mikið til morgundagins þá er sko einn af mínum uppáhalds dögum elsku sprengidagur,og þá mun daman missa allann vilja og vit.Og nú er bara komið ágætt að bulli í dag ætla að fara að njóta dagsins og gera ekkert.
Vona að þið eigið öll frábæran mánudag.
kv Baddý þakkláta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli