Síður

miðvikudagur, 12. mars 2014

Hélt ég væri fullkominn ;)

Jæja núna er ég komin í 2 daga frí og er auðvitað að elska það.Fékk útur myndatökunum í gær og ljóta hnéð er bara stórgallað,skil þetta bara ekki hélt að ég væri svo fullkomið eintak.En svona er þetta verð löguð einhvern daginn og þá ætla ég að hlaupa á fjöll eins og vindurinn get bara ekki beðið.Það er nefnilega ansi leiðinlegt að komast ekki lengur í góðan göngutúr en þetta er allt að fara að lagast.Svo að núna ætla ég bara að fara brosandi inní daginn já kanski smá höktandi en það er nú bara sexý.


Vona að þið eigið öll dásemdar dag!  


                                     Kveðja Baddý bros 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli