Síður

mánudagur, 17. mars 2014

Að sigra heimin ..............

Núna er bara ágætis mánudagur er í fríi í dag og ætlaði svo að njóta þess,eyða morgninum í dútl.En var svo svakalega uppgefin eftir helgina að ég steinsofnaði hérna sitjandi í sófanum yfir morgun bollanum.Þetta var að sjálfsögðu algjört klúður morguninn búinn og bara dagurinn eftir damn.En það gerði mér bara gott að sofa svona er voðalega hress og spræk eftir þennan dýrðlega lúr,meira að segja byrjuð að taka smá til sko.

Það er fjarskalega fallegt veður núna sól og snjór og logn en ég legg ekki alveg í að taka göngu eins og er ljóta hnéð er ekki hresst í dag,svo að það verður bara innivera hjá mér.

En servíetturnar fyrir ferminguna komu i dag og þær eru mjög fallegar drengurinn valdi þær alveg sjálfur,greinilega mikil smekk maður.


Held að ég ætli bara að fara að njóta dagsins og gera eitthvað skemmtilegt með prinsinum mínum.


Ætla að henda 
inn þessu ljóði sem er eitt af mínum uppáhalds.
                                                   Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinar
_________________





                                                   Eigið góðan dag kv Baddy :)

3 ummæli:

  1. Flottar servíetturnar hjá prinsinum þínum.

    SvaraEyða
  2. Fatta ekki þetta með þennan prófíl

    Get bara sent þetta nafnlaust
    kv. Guðný

    SvaraEyða