Síður

þriðjudagur, 4. mars 2014

Elsku sprengidagur

Er fjarskalega löt í dag og það má stundum ekki satt.Er bara búinn að kúra og lúra í allann morgun og núna þarf ég að taka mig á og koma mér að verki,og aðalmálið í dag er að gera blessuðu baunasúpuna það má ekki klikka.Ég bara bókstaflega elska sprengidag en sem betur fer er hann bara einu sinni á ári haha.
Ég missi mig alltaf á þessum degi og borða svo yfir mig að ég verð eiginlega bara veik,saltkjöt og ég eigum ekki alveg nægilega vel saman.En þetta er eitt að því besta sem ég veit um og ég ætla einu sinni enn að falla fyrir því, súpan er byrjuð að malla full af lauk og góðgæti.
Svo að ef þið sjáið mig á morgun bólgna  og flotta  þá var ég ekki lamin eða neitt slíkt heldur var ég bara að njóta sprengidagsins.


       
vona að þið eigið öll frábæran sprengidag Baddý baun :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli