Síður

laugardagur, 15. mars 2014

Draumur í dag veruleiki á morgun :)

Upp er runninn enn einn laugardagurinn og ég var vöknuð fyrir 8 í morgun,alveg merkilegt á virkum dögum þegar ég þarf að vakna þá vil  ég bara sofa en nei á helgum þá er ég eins og speedy Gonsales.Held að þetta sé mótþróaröskunin í mér svei mér þá,en það er alveg ágætt svo sem að vakna svona snemma.Dagurinn verður lengri og ég get dundað mér hérna í morgun þögninni tala ekki um dagana sem ég er að vinna þá er voðalega ljúft að hafa svona me time.Og svona á morgnana þá fer hugurinn á flug og ég læt mig dreyma hugsa um allt það sem mig langar að gera í komandi framtíð,en þar sem ég er voðalegur fluguþyrill þá er alltaf nýr og nýr dagdraumur á hverjum morgni.



Væri alveg til að að eitthvað að þessum draumum myndu rætast einn góðan veður dag og er eiginlega alveg handviss að það mun gerast einn góðan veður dag.
þarna var ég bara full af draumum :)


Læt þetta bara duga í bili ætla að reyna að prjóna eitthvað áður en mætt verður til vinnu eftir smá,eigiði góðan dag og frábæra dagdrauma.

Kveðja Baddý draumadós :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli