![]() |
| Einu sinni var þessi stærðar munur ;) |
En ég fattaði þetta bara allt í einu í morgun wow 18 dagar...........og er ekki buinn að öllu.En svo hugsaði ég það er alveg hægt að afreka fullt á 18 dögum,ætla bara að reyna að anda með nefinu og halda áfram að skipuleggja þetta af skynsemi.Og eins og ég er búinn að segja oft áður ætla ekkert að missa mig í bulli með þetta.Þetta verður bara kósý og umfram allt bara eins og hann vill hafa þetta jú þetta er nú einu sinni hans dagur.Og hann valdi sjálfur kertið sitt og servietturnar og valdi hann svart og silfrað og það er mjög fallegt.
Og í rauninni það eina sem á eftir að gera er að taka Hólahöllina í gegn og þá meina ég bara að þrífa og taka til jú og tæma 1 herbergi og koma einu rumi þar inn já og taka til í garðinum já og ...................fjúff þetta er kanski slatti.En þetta reddast allt saman fer vonandi að vera flughress eftir þessa flensu,það er ótrúlegt hvað maður er linur eftir hana.
Og svo eru svo margir búnir að bjóðast til að baka og ég veit að fjölskyldan mín verður á fullu að hjálpa mér.Hún Alexandra elsta barnið mitt er búinn að vera á fullu í bænum að finna þetta og hitt handa okkur.
Jæja núna er ég búinn að pæla nægilega í þessu í dag tek svo aftur svona á morgun og næsta dag og svoframvegis alveg til 17 apríl.En það sem mér finnst skemmtilegast við þetta allt samann er að drengurinn er orðinn mjög spenntur og hann er farið að hlakka til að fermast,man að þegar ég fermdist þá var voðalega lítil tilhlökkun.En svona eru nú ekki allir eins sem betur fer og veit ég að hann a eftir að njóta þessa dags í botn,og að miklu leyti er það að þakka öllu þessa góða fólks sem hefur aðstoðað okkur þúsund þakkir einu sinni enn fallega fólk.
Ætla að láta þetta duga í dag og kanski bara fara að byrja á einhverju af þessu ;)En ætla að henda inn einni stöku sem ég fann og finnt töff er farinn að elska svona allskynns ljóð og vísur (kanski aldurinn )
Hávært tal er heimskra rök.
Hæst í tómu bylur.
Oft er viss í sinni sök
sá,er ekkert skilur.
Örn Arnarson.
Baddy



















