Síður

mánudagur, 31. mars 2014

Kemst,þó seint fari :)

Upp er runninn þessi afskaplegi fallegi mánudagur,sólin skin of fuglarnir syngja bara yndislegt.Og í dag eru bara 18 dagar þangað til að litli drengurinn minn fermist.Reyndar er hann ekki svo lítill lengur orðinn töluvert stærri en mamman,og er móðirinn með hærri kvenmönnum þessa lands ;)
Einu sinni var þessi stærðar munur ;)


En ég fattaði þetta bara allt í einu í morgun wow 18 dagar...........og er ekki buinn að öllu.En svo hugsaði ég það er alveg hægt að afreka fullt á 18 dögum,ætla bara að reyna að anda með nefinu og halda áfram að skipuleggja þetta af skynsemi.Og eins og ég er búinn að segja oft áður ætla ekkert að missa mig í bulli með þetta.Þetta verður bara kósý og umfram allt bara eins og hann vill hafa þetta jú þetta er nú einu sinni hans dagur.Og hann valdi sjálfur kertið sitt og servietturnar og valdi hann svart og silfrað og það er mjög fallegt.



Og í rauninni það eina sem á eftir að gera er að taka Hólahöllina í gegn og þá meina ég bara að þrífa og taka til jú og tæma 1 herbergi og koma einu rumi þar inn já og taka til í garðinum já og ...................fjúff þetta er kanski slatti.En þetta reddast allt saman fer vonandi að vera flughress eftir þessa flensu,það er ótrúlegt hvað maður er linur eftir hana.

Og svo eru svo margir búnir að bjóðast til að baka og ég veit að fjölskyldan mín verður á fullu að hjálpa mér.Hún Alexandra elsta barnið mitt er búinn að vera á fullu í bænum að finna þetta og hitt handa okkur.



Jæja núna er ég búinn að pæla nægilega í þessu í dag tek svo aftur svona á morgun og næsta dag og svoframvegis alveg til 17 apríl.En það sem mér finnst skemmtilegast við þetta allt samann er að drengurinn er orðinn mjög spenntur og hann er farið að hlakka til að fermast,man að þegar ég fermdist þá var voðalega lítil tilhlökkun.En svona eru nú ekki allir eins sem betur fer og veit ég að hann a eftir að njóta þessa dags í botn,og að miklu leyti er það að þakka öllu þessa góða fólks sem hefur aðstoðað okkur þúsund þakkir einu sinni enn fallega fólk.

Ætla að láta þetta duga í dag og kanski bara fara að byrja á einhverju af þessu ;)En ætla að henda inn einni stöku sem ég fann og finnt töff er farinn að elska svona allskynns ljóð og vísur           (kanski aldurinn )



                                 Hávært tal er heimskra rök.
                                 Hæst í tómu bylur.
                                 Oft er viss í sinni sök
                                 sá,er ekkert skilur.
                                               Örn Arnarson.



                                                Baddy 

sunnudagur, 30. mars 2014

Ójá elsku sól :)

Upp er runninn fjarskalega fallegur sunnudagur með blíðu og sól.Sit hérna og horfi löngunar augum útum gluggann,en ætla að vera þæg og góð og halda mér inni í dag.Mikið fjarskalega er það samt erfitt langar út og teyga í mig vorið og hlusta á fuglasöng.En það borgar sig víst bara að vera góð og losna algerlega við þessa ansans flensu,fyrsti hitalausi dagurinn i næstum heila viku svo að pensilínið er sennilega farið að virka.



En ég stalst nú samt aðeins út i garð til að horfa á soninn leika sér með golf kylfurnar sínar.Og viti menn mig langaði bara ekkert aftur inn :)


En ég verð bara að dunda mér hérna inni i dag það koma fleiri fallegir vordagar.Ætla að sötra kaffi og prjóna eitthvað já og kanki bara leggja mig er frekar þreklaus og þreytt.



Það stendur af sér allra veðra gný 
                          í annarlegri þrjósku,veilt og hálft,
                          með ólán sitt og afglöp forn og ný,
                          hinn einskisverði maður:Lífið sjálft.
                                                                       Steinn Steinarr.

                                                 

                            Vona að þið eigið fallegann sunnudag.

                                            

                                                 Baddy :)   

laugardagur, 29. mars 2014

Með vor í hjarta !

Jæja komin heil vika síðan ég bloggaði síðast,ástæðan er sú að ég hef varla kveikt á tölvunni góðu er bara búinn að liggja í flensu í næstum heila viku.Mikið er það gasalega leiðinlegt maður verður gjörsamlega ósjálfbjarga,búinn að sofa meira en nýfætt ungabarn og hef verið heppinn að eiga vini sem hafa fært manni vörur svo að við sveltum ekki.Og svo hefur drengurinn gjörsamlega séð um alla eldamennsku hann er búinn að hugsa svo vel um sjúka móður sína þessa dagana.

Það versta við þetta allt er að ég hef bara ekki tíma í svona núna fer að lýða að fermingu og hefði þurft að nýta þessa daga í að undirbúa allt.En verð bara að bretta upp ermar í næstu viku og fara að gera eitthvað,erum reyndar komin vel á veg með undirbúning en það má alltaf bæta sig.


Svo lýtur bara út fyrir að elsku vorið sé bara mætt á klakann,búinn að vera að horfa útum gluggann og það er allt að lifna við.Fugla söngur fyllir loftið á morgnana og allt að birta.Finnst að vorið gefi alltaf fyrirheit um nýtt upphaf og endir á leiðinlegu,og ætla ég að haga mér eins og vorið.



Flesta dreymir um að verða betri og það dreymir mig einnig,og ætla ég að fara inn í nýtt vor með þá hugsun.Verða betri og loka á allt leiðinlegt opna fyrir nýju og fallegu lífi.



                                       Minninginn talar máli hins liðna
                                       og margt hefur hrunið til grunna.
                                       Þeir vita það best,hvað vetur er,
                                       sem vorinu heitast unna.
                                                          Davið Stefánsson.


Jæja ætla að fara inn í þennann dag með von og gleði og vona að þetta komin allt heilsann já og gleðin,vona að þið eigið öll fallegann og góðan vordag.


                                           Baddy hin vongóða :)

laugardagur, 22. mars 2014

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt :)

Vá hvað það er yndislegt veður allt hvítt log og sól.Og maður heyrir fuglasönginn í kyrðinni dýrðin ein,núna væri gaman að eiga snjóþotu eins og maður átti í denn og fara út að renna.En held að ég sleppi því hahahaha gæti komið af stað snjóflóðum það væri bara vesen.


En dagurinn byrjaði bara vel hér i Hólahöllinni það var vaknað snemma,drukkið kaffi og notið þagnarinnar.Svo var prinsinn rekinn á fætur fyrir 10 vegna þess að hann þurfti að mæta í prestatíma,já það þarf að læra til að fá að fermast.En held að þetta verði eitthvað fjör hjá þeim í dag hafa gott að guðs orði ekki satt.

Ég var svo fjarkalega bjartsýn og kát vegna þessa æðislega veðurs og skellti mér í göngu sko(fór óvart út á náttbuxunum)Var eins og kýr að vori skoppaði út í fallegann daginn,en gleymdi auðvitað smá annmarka helv.........ljóta hnéð.Það var ekkert í stuði fyrir einhverja sólarkraft göngu svona snemma dags,þannig að ég náði bara að ganga smá og þá var leiknum lokið.Og var bara kjagað heim á leið og fékk bílfar meira að segja svona í restina og skutl í búð í leiðinni.Ætlaði að verða örg yfir þessu já bara alveg brjál en það er bara svo fallegt veður að það fauk bara út í veður og vind eiginlega strax.


En það er svo sem alveg nóg að gera í dag mun ekkert leiðast held ég búinn að fitja uppá prjónana spennandi verkefni get dundað í þvi.Og svo í kvöld er ég boðin í 30 ára afmæli hjá einni dúllu svo að þetta er allt voðalega gaman.Svo að nú mun eg bara fara skælbrosandi inn í daginn og ætla að njóta hverrar mínútu.


        Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt 
        sem dropi breytir veig heillar skálar.
        Þel getur snúist við atorð eitt.
        Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
                                             Einar Benediktsson.






Eigiði öll brosandi dag kv Baddý bros dolla :)


föstudagur, 21. mars 2014

Gættu vel þinna drauma

Allt er hvítt í dag snjórinn eins og teppi yfir öllu,það er voðalega fallegt.En damn það er kalt og viti menn varð að skafa bílin í morgun brrrrrrrr.Ég ætla samt ekkert að láta það hafa áhrif á mig í dag fer bara í lopasokka og hlýrri peysu.

Er komin í helgarfrí og maður minn hvað ég ætla að njóta þess,hver veit nema ég baki bara eitthvað fyrir drenginn.Er búinn að sitja hérna í morgun og reyna að detta eitthvað skemmtilegt í hug og það hlýtur að detta inn einhver svakalega góð hugmynd fljótlega.

Tók utan af rúmunum og ætla að hengja út í dag þó að það snjói,veit fátt betra en að sofna í rúmfötum sem anga af útilykt.Og svo kanski fytja eitthvað nýtt uppá prjónana og hver veit nema að ég taki bara til í höllinni.
En fyrst og fremst ætla ég að njóta dagins í botn.


Kanski ég gerist ógó dugleg og skelli mér í göngu í dag þar að segja ef já ef ég nenni að fara úr náttfötunum góðu hummmmmmmm...........kanski ég hafi bara inni náttfata dag frekar.

En ætla að gera eitthvað allavega :)



              Gættu vel þinn drauma 
              því að ef draumur þinn deyr 
              verður lífið 
              vængbrotinn fugl
              sem flýgur ei meir.
                                         Langston Hughes.




Eigið fallegan dag fullan af draumum



                                                   Baddý draumadolla !

fimmtudagur, 20. mars 2014

Vetur konungur vill bara ekki gefast upp

Jæja jæja ég ætlaði ekkert að gera neitt annað núna í morgun en bara sofa,en eftir að ég var búinn að fara út i vetrar ríkið þá var ég bara glaðvöknuð.Hér er leiðindar skafrenningur og skítkalt brrrr,varð að skafa bílin áður en var lagt af stað í skólan með prinsinn.Og ef það er eitthvað sem mér finnst óþolandi að gera þá er það að skafa bíl.Og núna spyr ég eins og fávís kona (sem ég er) fer ekkert að fara að koma vor ????????


Sumum finnst kanski kjánalegt að ég sé að kvarta yfir veðrinu því við búum á Íslandi og það se notalegt að hafa vetur og bla bla.En kommon þetta er bara hundleiðinlegt svona vil fara að fá vor heyra í fuglunum syngja rebba gagga í fjallinu og sjá brumið koma á trén.Það er fátt fallegra en fuglasöngur að vori og vorilmur í lofti,og ég bara bókstaflega sakna þess.

En núna er ég hætt að velta mér uppúr þessu blessaða veðri gerir ekkert gagn svo sem.Ætla að hendast í að prjóna kanski bara og gera eitthvað skemmtilegt framm að vinnu.


         Þig ég trega manna mest
         mædd af táraflóði,
         ó,að við hefðum aldrei sést 
         elsku vinurinn góði.
          Skáld-Rósa

          Bið að heilsa í bili eigiði fallegan dag 


                                                 Baddý :)

miðvikudagur, 19. mars 2014

Þegar raunir þjaka mig

Dagurinn í dag byrjaði bara þokkalega vel hérna hjá okkur,sváfum ekki næstum yfir okkur eins og siðustu daga.En það er hundleiðinlegt veður rok snjókoma og bráður fer örugglega að rigna líka.En ætla ekkert að láta þetta veðurfar skemma daginn,búinn að gera hrikalega heilusamlegt boost og drekka nokkra kaffi bolla já og prjóna alveg að springa úr dugnaði hérna.

Meira að segja afrekaði ég það að fara í blóðprufu sem ég reyndar átti að fara í fyrir 2 vikum en frestaði alltaf að mæta í.En núna er það frá og fæ útur þeim eftir viku eða svo vonandi og þá kemur í ljós hvort þessi leiðindar þreyta sé leti eða skjaldkyrtillinn.


Já lifi svo sannarlega spennandi lífi það er ekki spurning hahaha.

En núna ætla ég að hendast í að baka hveitikím brauð og gera mig reddý fyrir dagin,vinna í dag og svaka gaman.



Ætla að henda inn hérna fallegu ljóði eftir sveitunga minn bara svona til gamans.



                               Þegar raunir þjaka mig 
þróttur andans dvínar 
þegar ég á aðeins þig 
einn með sorgir mínar. 
Gef mér kærleik, gef mér trú, 
gef mér skilning hér og nú. 
Ljúfi drottinn lýstu mér, 
svo lífsins vef ég finni 
láttu ætíð ljós frá þér 
ljóma í sálu minni. - Gísli á Uppsölum


                               Eigið öll góðan dag Baddý :)

þriðjudagur, 18. mars 2014

Boðskapur gærdagsins þarf ekki að vera boðskapur dagsins í dag.

Í dag er litli prinsinn minn lasin og ég lét hann vera heima,hann var ekkert voðalega sáttur með það vegna þess að þriðjudagar eru skemmtilegir skóladagar.En það borgar sig að halda sig inni og sofa sem mest þegar maður er lasin,hún elsku amma mín sagði að svefninn væri besta meðalið þegar maður er lasin.

Og í dag er  fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég hef getað vaknað án þess að vilja ekkert annað en að skríða aftur í bólið.Og ég er búin að vera að dunda mér hérna í morgun þögninni og hef haft það voðalega kósý bara ég og kaffi bollinn góði.Svo að vonandi verða næstu dagar jafn góðir og orkan sé að koma til baka hef svo sannarlega saknað hennar.


En í gær fékk ég alveg frábæran pakka og vá hvað ég varð hamingjusöm þegar ég opnaði hann fullt að æðislegu vörunum frá Villimey.Hún Alla er bara alveg yndislega góð við mig og hefur aðstoðað okkur mjög mikið og gert mikið fyrir okkur.Það er alveg hreint ótrúlega ljúft að fá svona stuðning eins og hefur komið frá henni já og mörgum öðrum.

Er bara búin að vera á andlegum túr svei mér þá síðustu vikur og verið já bara leiðinleg og alveg komin  að því að gefast upp.En þegar maður fær svona góðan stuðning já og væntumþykju þá lifnar maður aftur við og í dag er ég bara kát og glöð og hlakka til að takast á við næstu mánuði.Vá voðalega er ég orðin háfleyg og væmin hummm............held að ég láti þetta duga í bili bara ætla að skottast inní daginn og njóta hans i botn og vona að þið gerið það líka.

Boðskapur gærdagsins þarf ekki að vera boðskapur dagsins í dag.BG 


                                 Bið að heilsa í bili Baddy :)

mánudagur, 17. mars 2014

Að sigra heimin ..............

Núna er bara ágætis mánudagur er í fríi í dag og ætlaði svo að njóta þess,eyða morgninum í dútl.En var svo svakalega uppgefin eftir helgina að ég steinsofnaði hérna sitjandi í sófanum yfir morgun bollanum.Þetta var að sjálfsögðu algjört klúður morguninn búinn og bara dagurinn eftir damn.En það gerði mér bara gott að sofa svona er voðalega hress og spræk eftir þennan dýrðlega lúr,meira að segja byrjuð að taka smá til sko.

Það er fjarskalega fallegt veður núna sól og snjór og logn en ég legg ekki alveg í að taka göngu eins og er ljóta hnéð er ekki hresst í dag,svo að það verður bara innivera hjá mér.

En servíetturnar fyrir ferminguna komu i dag og þær eru mjög fallegar drengurinn valdi þær alveg sjálfur,greinilega mikil smekk maður.


Held að ég ætli bara að fara að njóta dagsins og gera eitthvað skemmtilegt með prinsinum mínum.


Ætla að henda 
inn þessu ljóði sem er eitt af mínum uppáhalds.
                                                   Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Steinn Steinar
_________________





                                                   Eigið góðan dag kv Baddy :)

laugardagur, 15. mars 2014

Draumur í dag veruleiki á morgun :)

Upp er runninn enn einn laugardagurinn og ég var vöknuð fyrir 8 í morgun,alveg merkilegt á virkum dögum þegar ég þarf að vakna þá vil  ég bara sofa en nei á helgum þá er ég eins og speedy Gonsales.Held að þetta sé mótþróaröskunin í mér svei mér þá,en það er alveg ágætt svo sem að vakna svona snemma.Dagurinn verður lengri og ég get dundað mér hérna í morgun þögninni tala ekki um dagana sem ég er að vinna þá er voðalega ljúft að hafa svona me time.Og svona á morgnana þá fer hugurinn á flug og ég læt mig dreyma hugsa um allt það sem mig langar að gera í komandi framtíð,en þar sem ég er voðalegur fluguþyrill þá er alltaf nýr og nýr dagdraumur á hverjum morgni.



Væri alveg til að að eitthvað að þessum draumum myndu rætast einn góðan veður dag og er eiginlega alveg handviss að það mun gerast einn góðan veður dag.
þarna var ég bara full af draumum :)


Læt þetta bara duga í bili ætla að reyna að prjóna eitthvað áður en mætt verður til vinnu eftir smá,eigiði góðan dag og frábæra dagdrauma.

Kveðja Baddý draumadós :)