Síður

föstudagur, 30. janúar 2015

Bloggið mitt er eins árs í dag vúhú

Góðan dag nú er kominn enn einn föstudagurinn,frekar kalt úti og sleipt.

Og í dag er kominn 30 Janúar vúhú,og í dag er komið ár síðan ég byrjaði að blogga.Þannig að bloggið mitt á afmæli og það er alveg orðið eins árs.Kanski held ég bara afmælisveislu hérna fyrir mig og tölvuna.Var að skoða talnagögninn á blogginu búinn að birta 138 færslur 139 með þessari og kommanr 14,880 síðuflettingar var eiginlega að vona að ég kæmist yfir 15,000.Ekki að það breyti einhverju er bara svona tölufaggi.


Og þar sem ég byrjaði að blogga fyrir ári þá fór ég að hugsa humm hvað er merkilegt búið að gerast á þessu eina ári.
Og ég hreinlega veit það ekki alveg hahahha,það var ætlunin að skrifa hér um sigra og töp lífsins.Og verð eiginlega að játa að það er fátt um sigrana allavega,árið búið að vera meira og minna litað af töpunum.En er alls ekki að segja að síðasta ár hafi bara verið eintómt svartnætti nei langt í frá.

Drengurinn náði til dæmis að fermast og það sómasamlega.Og var það allt fullt af góðum ættingjum og vinum að þakka að við gátum haldið fallega veislu hérna heima í höllinni.Og erum við alveg ólýsnalega þakklát með það.

Ég fékk að komast að því hvað var að ljótu hnjánum,rifnir liþófar og einhverjar fleiri skemmdir.Fór í 2 aðgerðir síðasta sumar sem sagt á báðum hnjánum.En það er ekki alveg búið það mál og verður í vinnslu eitthvað framm eftir nýja árinu.


Átti ágætt sumar og um tíma yndislegt sumar.Svo kom haustið og veturinn sem ætlar engann enda að taka svei mér þá.


Og auðvitað stendur það uppúr öllu að Alexandra og Ísak eru að fjölga mannkyninu.Og eru við orðinn hrikalega spennt í endaðann Mars verður komið lítið kríli.Get ekki beðið eftir að spilla því hahahaha.

Já og mér er búið að takast að breyta mínu slæma matarræði til hins betra.En það er auðvitað enn í vinnslu og alltaf er ég að læra eitthvað nýtt í sambandi við það.
Og enn sit ég og býð eftir að komast á endurhæfingar lífeyrinn,fer að verða frekar súrt allt fjárhagslega dæmið hjá mér.Alveg fáránlegt hvað þetta er mikið mál,og endarlaust einhvernveginn.Upplifi mig sem hálfgerðann asna í þessu kann ekkert á þetta,sem betur fer kanksi hef aldrei þurft að standa í svona áður.Maður fær það á tilfinninguna að allir haldi að maður sé að svindla,og ég ætli bara að verða rík og hafa það gott á bótum.
En það má guð vita að ég væri svo til í að vera án þessa alls og geta bara unnið eins og aðrir.Væri ofsalega ljúft að geta vaknað verkjalaus og farið í gegnum daginn án allra verkja og verið þátttakandi í vinnu.En ég trúi því að þetta á allt eftir að koma og einn daginn mun ég losna við þetta og geta farið að vinna og gera allt sem mig langar.Dreymir um að geta gengið á fjöll og jafnvel farið að hlaupa,þá myndi nú skotganga að bræða allt þetta umfram lýsi sem mig dreymir um daglega að tapa.

Og svo eru elsku kisurnar mínar alltaf við sama heiðgarðshornið,morðtilraunir alla daga og ofsa gamann.Vona að það breytist seint hjá þeim þetta heldur spennunni í lífinu hahahahah.

En jæja ætla að láta þetta duga í dag,kanski held ég út annað ár af bloggi hver veit.
Vona að þið eigið frábærann dag öll sem einn,við vittleysingarnir í Höllinni ætlum að reyna það.

Tíminn er aðeins endalaus röð augnablika,
sem líða hjá hvert af öðru.
Lítil veröld greipt í hvert og eitt
- handa þér.

Tíminn er líkt og tár sem falla,
heit og sölt þau tala um gleði og sorgir. 
Á einu augabragði verða þau til og hverfa
og aðeins minningin ein verður eftir.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna.
Lifandi sál í kviku holdi
- sólundaðu ekki gjöf þinni.

Tíminn er gjöf guðs til mannanna
- en skyldi hann ekki óska þess
að hafa gefið hana einhverjum öðrum. 



Baddý !!!!




þriðjudagur, 27. janúar 2015

Æ,hverf þú ei af auga mér,þú ástarblíða tár,

Enn einn dagurinn runninn upp dimmt úti og drungalegt eitthvað. 

Núna er alveg að verða komið ár síðann ég byrjaði að blogga og kommnar um 140 færslur.Misjafnlega gáfulegar færslur svo sem,og síðuflettingarnar alveg að skríða í 15,000.Það er voðalega gamann að þessu verð ég að segja.


Tilgangurinn með þessu bloggi er svo sem enginn,ákvað bara að byrja að blogga.Ætlaði jú að setja inn alla mína sigra og töp í lífinu,og einhvenveginn hafa töpin verið fleiri þetta árið.
En það kemur að því að maður geti bloggað um einhverja sigra hérna veit ekki hvernig eða hverja en það mun gerast.

Það er auðvitað bara eiginlega allt svona eins hjá manni þessa dagana.Verkir í hnjánum og liðunum hafa lítið breyst en það er nú allt í vinnslu.Byrjuð að fara reglulega í sjúkraþjálfun svo kanski bara lagast þetta einn tveir og tíu.En allavega eins og er þá er þetta drulluleiðinlegt og fjandi vont bara.
Og svo er eiginlega bara sama með fjármálin,er ekki ennþá kominn á endurhæfingarlífeyrinn,svo að það komu engnir peningar inn þennann mánuðinn.En vona að það takist að redda þessu fyrir næsta mánuð,held að ég lifi ekki af 2 mánuði í röð með engar tekjur.En þetta kemur allt í ljós er allavega byrjuð að fá hjálp hvað þetta varðar og er allt í vinnslu.Svo að núna er bara að krossa fingur.


Mér var svo boðið á þorrablót um helgina,og maður minn það var voðalega gamann.Svolitið öðruvísi að sitja bara niður í sal og borða en svo sannarlega skemmtilegt.


Og eins og ég segi lífið er bara voðalega mikið svona same old same old hérna.Kettirnir á fullu að reyna sitt plott að myrða mig og eru að verða öflugri með hverjum deginum í því.Svo að ef ég hverf einhvern daginn þá er augljóst að þeim hefur tekist ætlunnarverk sitt.
Og dagdraumarnir eru alveg þeir sömu Lotto vinningur,nýr bíll ,hlaupa maraþon einn daginn ,detta niður í 50 kg og 1,90 á hæð og draumaprinsinn á hvíta hestinum.
Ekkert óraunverulegir draumar ég veit,sérstaklega að eignast nýjann bíl ;)


En jæja ætla að fara að gera eitthvað af viti eða óviti hérna,dreyma fleiri dagdrauma sennilega bara.

Eigið góðann dag við í Höllinni ætlum allavega að reyna það.

Þú sæla heimsins svalalind,
ó, silfurskæra tár,
er allri svalar ýta-kind
og ótal læknar sár.

Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.

Mér himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
því drottinn telur tárin mín,-
ég trúi´ og huggast læt.



Baddý !!!!!!!!



föstudagur, 23. janúar 2015

Þorraþræll


Gleðilegann bóndadag :)
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð,
kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil,
hlær við hríðarbyl
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnarsteinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn,
harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
,,Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin. -
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél,
yfir móa og mel
myrkt sem hel.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá,
hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt;
Brátt er búrið autt,
búið snautt.

Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein
gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nær
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
,,Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut.

Baddý



fimmtudagur, 22. janúar 2015

Við skulum ekki víla hót,það varla léttir trega.

Góðan dag upp er runninn 22 janúar og úti er svart og drungalegt og klaki um allar götur.

Við dröttuðumst á fætur uppúr 7 í morgun,og alltaf er það jafn strembið fyrir unglinginn að vakna svona snemma.En það sem kætir hann í dag er að hann er alveg að detta í helgarfrí.
En hjá mér skiptir svo sem ekkert hvaða viku dagur er,en reyni samt að drattast á fætur og gera eitthvað.Jafnvel þótt það sé bara að drekka kaffi eða setjast niður og skrifa smá blogg.

Gamann að segja frá því að ég er ennþá að bíða eftir svörum með tryggingastofnun.Held að ég nái ekki alveg að lifa af annann mánuð án þess að fá einhverja peninga.Maður lifir víst ekki á loftinu einu og reikningarnir borga sig víst ekki sjálfir.En þetta kemur bara í ljós þarf að kynda meira undir þolinmæðina í mér.Og auðvitað halda áfram bjartsýninni þetta með lottoið flottu íbúðina og draumaprinsinn á hvíta hestinum.Á eftir að eignast þetta allt einhvern daginn.

Var svo að skoða hérna inná blogginu mínu,þann 31 Jan er komið ár síðann ég byrjaði bloggið og er kominn uppí 14,500 síðuflettingar í dag.Enn og aftur segi ég mikið er nú gamann að sjá þetta og vita til þess að margir eru að lesa þetta vúhú.

Já og svo er líka gamann að segja frá því að það er búið að bjóða mér á þorrablótið.Fékk hringingu í síðustu viku þar sem yndisleg vinkona og hennar maður sögðu að þau ætla að bjóða mér á blótið.Þetta finnst mér fjarskalega fallega gert af þeim og er ég mjög þakklát.Verður svolítið öðruvísi að mæta á þorrablót og vera bara gestur borða og sjá skemmtiatriðinn,en ekki vera með í maganum og standa á sviðinu.En er voðalega spennt að sjá þetta og vera bara gestur í sal,og maður minn og gúffa í sig þorramatinn já sæææælll.

En annars er bara allt að ganga sinn vanagang hérna,ég að prjóna drengurinn í skólanum og kettirnir að plotta sín á milli með að drepa mig.Bara svona same old same old þær voru einmitt í sérlega miklu stuði í morgun skiptust reglulega á að vefja sér um fæturnar á mér.Átti varla sjéns í morgun að komast lífs af inní daginn,en tókst að afvegaleiða þær með smá fiskbita í dallinn og svo kom ég þeim út að leika sér ;)

En ætla að stoppa nuna í bullinu og koma í mig kaffi og svo aðeins meira kaffi.Vona að þið eigið frábærann dag í hálkunni við ætlum allavega að reyna það.


Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Og það er þó ávallt búningsbót
að bera sig karlmannlega.



Kristján Jónsson
1842 - 1869




Baddý !!!!!


mánudagur, 19. janúar 2015

Er voðalega andlaus eitthvað í dag :P

Upp er runninn enn einn óveðurs dagurinn,klaki yfir öllu og rok.

Verð bara að segja að þetta veður er  farið að verða ansi leiðinlegt.Ef að það snjóar smá núna og vindar þá er það liggur við öruggt mál að fjandans brekkann hérna lokast.Og svo núna er allt orðið að klaka og leiðindar sleipa kominn í allar götur.Væri bara ágætt ef að þessir blessaðir veðurguðir gætu haldið sig við eitt veður.


En síðustu dagar hafa eiginlega verið bara latir dagar hérna hjá okkur.Höfum eiginlega ekki verið að gera neitt,bara vaknað hangið og svo að sofa.En kláraði að prjóna og hanna eineinbands gollu úr afgöngum og er baraánægð með hana.Spurning að gera fleiri svoleiðis einband er skemmtilegt garn og mjög drjúgt og ég á frekar mikið af því í öllum skápum.

Og svo hef ég verið frekar löt við að blogga,finnst ég vera svo ritskoðuð eitthvað þessa dagana.Finnst að það fari í taugarnar á mörgum ef ég set inn myndir og ýmislegt þessa dagana.Og það gerir mig leiða.Skil ekki hvað sumir geta velt sér uppúr einhverju svona og það er sennilega bara þeirra mál.Ég allavega er ekki að pæla í svona hjá öðrum hahahaha.

En jæja blessuð talvann er alveg að fara yfir um hérna búinn að eyða helmingnum af blogginu svo að ég ætla að stoppa áður en allt strokast út.

Eigið góðann óveðurs dag öll,við ætlum að gera það hér .


Baddý !!!!!!!!!



þriðjudagur, 13. janúar 2015

Fáránlega félagslegur klaufi :/

Góðan dag og það er enn einn vetrar dagurinn runninn upp hér á þessu kalda skeri.



Og ég bara verð að segja það að það er skítakuldi úti brrrr.Og að núna er ekki slæmt að geta bara verið inni með kaffibollann sinn,kúrt undir sæng og haft það bara kósý.


Átti svo sérlega skemmtilegann dag í gær verð bara að segja frá því,fékk sent umslag frá góðri vinkonu og í því leyndist prjónauppskrift sem mig er búið að langa að eignast lengi.
Átti skemmtilegt spjall í tölvunni og svo hringdi ein önnur góð vinkona og gladdi mig ógurlega mikið með því að gefa mér líka svolítið.Þannig að gleðistöðin í heilanum byrjaði að virka lýtillega meira í gærdag,já fylltist bara lítillegri bjartsýni og tilhlökkunn um að kanski eru bara að ganga í garð skemmtilegir tímar.



En er auðvitað líka búinn að eiga mín fáránlegu og klaufalegu móment.Held að ég sé bara stundum dæmd til að vera félagslegur klaufi for life,og það má vissuega bara hlægja að því.Ég er svona manneskjann sem myndi segja svertingja brandara í miðjum körfuboltaleik þar sem allir leikmenn eru svartir,eða syngja áfram kristmenn krossmenn í Mosku fullri af aröbum,og myndi ekki fatta að þetta ætti ekki við hahaha.

Er bara voðalega mikið oft eitthvað svo mikill klaufi get td sagt frá því að þegar ég var unglingur og sá sætann gaur á balli og ætlaði að vera voðalega sæt og sexý með gosið mitt,og japla á rörinu voða flott,en nei þá vildi nú ekki betur til að ég stakk rörinu í augað á mér.Og líka þegar ég kom frá tannlækni og fékk malaðann ís í sjoppunni,þá voru sætir strákar sem störðu svo á mig,var auðvitað viss um að þeim þætt ég svo sæt.En nei það var nú ekki svo gott,var svo dofinn í munninum að ísinn var að leka niður á bringu.HAHA hafa eflaust verið að hugsa æji þessi er svona ein af sérstaka fólkinu,með ís niður á bringu brosandi eins og ég veit ekki hvað.

Og mér tekst þetta ennþá sko,ætlaði að brjóta ísinn í spjalli um daginn og skrifaði "sko mínir kostirog gallar"blabla sem voru auðvitað bara fáránlegir og endaði svo að spyrja hverjir eru þínir kostir og gallar.Átti að verða svona How you doing dæmi eins og Joey í Friends HAHAHAHA þetta er svona vandræðalegt eins og þegar maður er að horfa á fegurðarsamkeppni og stelpurnar þylja upp að þær elski að ferðast og vilji frið á jörð.En mér til varnar þá fatta ég þetta sjálf alltaf sko,en stundum aðeins of seint bara og eflaust alltof seint.Á endalausar svona af sögum af félagslega fávitanum mér,og svei mér þá ef það er ekki bara hægt að hlægja af þessu flestu.Ef maður getur ekki hlegið af sjálfum sér þá er eitthvað mikið að.


Og talandi um að hlægja að sjálfum sér þá átti ég einmitt klaufa móment í nótt.Og sjáiði hvað ég er einföld enginn var vitni að þessu en nei ætla bara að segja frá því sjálf.Sko byrjaði á því að annar kötturinn var byrjaður að hvæsa á fataskápinn inni hjá mér í gærkveldi þegar ég var að fara að sofa.Og auðvitað fór mitt alltof stóra ýmundarafl í gang,og eftir smá var ég byrjuð að ýminda mér fullann skápinn af músum.Og þá kom skelfinginn í mig og svo allt í einu sprettur helv kötturinn af stað og ég sé hana elta eitthvað framm,ég hleyp öskrandi á eftir henni veit ekki af hverju samt.Og þegar framm var komið þá sá ég að hun var bara að elta hina kisuna.Og þá tók smá tíma að tala sjálfann sig til og koma sér aftur í rumið,og ef það heyrðist minnsta skrjáfur eða hljóð þá var ég sprottinn upp.Og svo sem betur fer þá sofnaði ég og sef í risastóru rúmi.En eftir að hafa verið með fullt rúm af krökkum í denn þá sef ég alltaf á brúninni í rúminu nýti ekki neitt af öllu þessu plássi.Og það má segja að í nótt þá varð það mér að falli vaknaði við það um 6 í morgunn að ég var að fljúga útur rúminu,og fallið var ekki gott hahaha.Lenti á innskóm og auðvitað spratt ég eins og elding á fætur skelfingulostinn það gæti verið sko mús á gólfinu.En þetta var ekki þægilegt að vakna svona verð bara að viðurkenna það,en glaðvaknaði ekki spurning.

En svona eru bara sumir dagar fáránlega fyndir og vandræðalegir.


Vona að þið eigið slysa og fáránleika lausann dag.ég læt mig allavega dreyma það.

Það vilja á vandræði bresta
er vart má leysa að takast
en geri menn allt sitt besta
ei skyldi um að sakast. 






Baddý !!!!!!!!!!!!






sunnudagur, 11. janúar 2015

Já góðir hlutir gerast hægt :)

Sunnudagur er runninn upp og ofsa fallegt veður allavega svona að sjá útum gluggann.



Og í dag ætlaði ég að sofa feitt út,en var byrjuð að vakna uppúr 7 í morgun.En þrjóskaðist við og lá í bælinu alveg til 10,ætlaði sko ekki að vera snemma á fótum.Þetta er alveg merkilegt að ég geri allt öfugt við það sem ég ákveð.
Td ætlaði ég svo að vakna snemma í gær en nei þá svaf ég eins og ungabarn frammeftir öllu.

En það er svo sem ekkert verra að vakna fyrr,verður auðvitað mikið meira úr deginum hjá manni.Og í dag ætla ég að klára að taka niður jólin,hef ekki tímt að gera það fyrr.Finnst svo stutt síðann ég settti upp skrautið,og svo vorum við 2 vikur í borginni og misstum svo mikinn tíma við að njóta þess að vera innann um það.Og get þakkað einsskærri leti minni í dag nennti nefnilega ekki að setja upp allt jóladótið sem ég á.

Ég sit hérna núna í morgninum og dæli í mig kaffi,og fylgist með litlu fuglunum sem eru mættir í garðinn að borða hjá mér.Og auðvitað eru morðóðu kettirnir líka í gluggunum að fylgjast með þeim,þær svoleiðis sleikja útum og augun standa á stilkum.En ég ætla að vera voðalega vond við þær og halda þeim inni.

Svo er orðið ansi greinilegt hvað daginn er tekið að lengja,orðið bjart svo miklu fyrr á morgnana.Það er nú bara voðalega ljúft með rísandi sól koma betri tímar ekki satt.Og eins og allir aðrir ákveð ég á hverjum áramótum að nú eigi að bæta og laga allt.
Og auðvitað er það í pípunum að gera það allt,hugsa betur um alla,borða hollar ,hreyfa sig meira vera góð og ekki dæma aðra.En svo leiðir tíminn það í ljós hversu vel þetta gengur upp,hefur gengið misjafnlega vel hahaha.En góðir hlutir gerast hægt og tek nokkrar matskeiðar af þolinmæði á hverjum degi.


En jæja ætla að fara að gera eitthvað uppbyggilegt hérna í höllinni,kanski byrja að týna niður eitt og eitt skraut hver veit ;)


Vona að þið eigið góðan sunnudag öll sem einn,við ætlum svo sannarlega að reyna það hérna á Hólunum.



Nú húmar að og haustið tekur við
hélu slær á votan svörð.
Fela nætur fagurt sjónarsvið
fjöllin mín og sérhvern fjörð.

Regnboginn glitrar rjóður og hlýr
rökkrið það senn okkur vefur.
Dagurinn hopar, dagsbirtan flýr,
dýrðlega myndina gefur.





Baddý !!!!!!!!



laugardagur, 10. janúar 2015

Held að það sé bara allt að fara að gerast hjá mér ;)

Og upp er runninn laugardagurinn 10 Jan,og búið að vera fjarskalega fallegt veður í dag.


Já sólin kom í smá stund í dag og það er alltaf svooo ánægjulegt að sjá til sólar í januar.Þegar ég var krakki sá maður hana svolítið seinna í Arnarfirðinum,og það er í Febrúar minnir mig.Og þá kom fyrir að það voru bakaðar sólarpönnukökur,svei mér þá ef að sólarpönnukökur smökkuðust ekki alltaf örlítið betur venjulegar.Og við ákváðum að skella í sólarpönnukökur hérna,geri reyndar alveg hræðilega ljótar pönnukökur.Tekst einhvernveginn aldrei að gera þær svona þunnar fallegarar .En þær bragðast alveg ágætlega,svo að það er bara í lagi.



Og þar sem það er þá ætlaði ég svoleiðis að hafa feitann nammidag,og allavega ná svona 3-4 pönnsum með rjóma og mikið af sultu.En eftir alveg heila eina gat ég ekki meir hahahaha varð fyrir miklum vonbrigðum með sjálfa mig sko.Það er bara þannig núna eftir að ég tók þetta mataræði í gegn þá virðist ég borða mikið minna af öllu,vorum með lítinn kjúlla í gær og það er meira en helmingur eftir af kvikindinu.Svo að það verður bara annar í kjúlla í kvöld.Þetta er alls ekki slæm þróunn að geta bara borðað smá,flýtir fyrir lýsisbræðingnum vonandi :)

Fór í litla göngu í dag í fallega veðrinu og maður minn það var hrikalega kalt.En þetta var mjög hressandi bæði fyrir líkamann og svo auðvitað sálartetrið.En það er alltaf frekar vont fyrir liðina og ljótu hnén þegar er svona kalt.En vel þess virði finnst mér,vona að ég komist aftur á morgunn í smá labb.

Fór í sjúkraþjálfunn í gær og það var bara alveg ágætt,var ekkert of mikið bara passlegt svona.Og skellti mér svo í göngu líka í gær var svo voðalega ánægð og jákvæð með skrokkinn.Og svo í gærkveldi var nú eiginlega voðalega lítið gamann hahaha,verkjaði ansi vel í hnén.En þetta var svona gott vont veit að það fer að fara að gerast eitthvað gott með þetta allt.

Já ætla bara að vera hrikalega bjartsýn komandi daga og vikur,hnén fara að virka, lotto vinningurinn sama sem kominn í hús,kílóinn fjúka burt,drauma íbúðinn finnst og drauma prinsinn mætir á hvíta fáknum.Ekki spurning þetta er bara að fara að gerast allt samann ekki satt ?


Jæja ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt,vona að þið eigið gott kvöld.


Draumar fæðast til að gefa þér von;
tli að kenna þér að lifa,
til að kenna þér að elska.

Draumar fæðast
til að kenna hjarta þínu að syngja, dansa.

En flesir draumar ljúga,
Hvert einasta blóm og hver einasti sólargeisli er hylling.

Og þú gengur um á brostnum draumum. 




Baddý dreamer !!!!!!!!


föstudagur, 9. janúar 2015

Er með kvíðahnút í maganum í dag

Góðan og blessaðann daginn föstudagur og hvítt yfir öllu og smá snjókoma í dag.

Við náðum að sofa ekki yfir okkur í morgun,en þetta var tæpt smá hlaup og öskur.En drengurinn mætti á réttum tíma svo að þetta slapp.Og meira að segja voru kettirnir bara rólegir á meðan að á hlaupunum og öskrunum stóð þær héldu sig í hléi bara.

En svo þegar ég kom heim eftir að skutla drengnum í skólann þá voru þær búnar að undirbúa sig mjög vel.Lágu fyrir mér og veittust að fótunum á mér á fullu,og nú vantaði ekki mikið uppá að þær myndu ná að fella mig.En ég barðist af mikilli hörku við kvekendinn og náði að henda mat í dallanna og þá voru þær búnar að gleyma mér og þeirra fyrirætlunum.

Einhvern daginn á þetta eftir að takast hjá þeim,mun falla hérna eins og timbur.Það verður nú eitthvað að sjá þegar það gerist og óska ég ekki neinum manni að sjá það.

Er með smá kvíðahnút í maganum í dag,fyrsti sjúkraþjálfara tíminn á eftir.Vona að ég komist í gegnum hann án þess að grenja of mikið veina og biðja um vægð.Það væri svo leiðinlegt að láta sjá svoleiðis hegðun hjá sér.Ég nefnilega átti frekar þreyttann dag í gær með verki í öllum liðum og vöðvum,leið eins og ég væri með mar í handleggjum og lærum.Veit ekki af hverju ég fæ svona í vöðvana eða liðina en þetta er nú allt vonandi bara að fara að verða í fortíðinni,en hrikalega leiðinlegt meðann á þessu stendur.
Ætlaði nefnilega að eiga svo skemmtilegann dag í gær,prjóna smá og taka til í höllinni.En nei bara lá eins og skata og gat mig eiginlega ekkert hreyft.Kanski hefur þetta verið svona mikill verkhvíði hahaha eða eitthvað veit ekki.Búinn að vera að pæla hvort að þetta sé fæðutengt hjá mér,en það getur ekki verið virðist ekki breyta hvort ég sé í sukkinu eða lifa eins og kanína.Er búinn að vera mjög passisöm í matarræðinu síðann eftir jólin,sítrónu og myntuvatn á hverjum morgni kókosolía í fyrsta kaffibollann og reynt að kötta hveiti og sykur úr matarræðinu.En þetta mun allt koma í ljós á næstu mánuðum hlakka bara til að fá svör.

Er orðinn ansi þreytt á þessu ástandi sífelldir verkir og peningaleysi,þetta verður frekar þreytandi svona til lengdar.En er vonandi að fá aðstoð við peninga hliðina og get kanski farið að borga svona einn til tvo reikninga á næstu mánuðum vúhú.

Jæja ætla að fara að vekja skrokkinn og koma nægilegu koffíni í hann,svo ég verði nú spræk og viðræðuhæf um hádegið.

Vona að þið eigið öll góðann og skemmtilegann föstudag,ég ætla að reyna það allavega.


Drauma á ég
um betra líf,
minna streð
og engin stríð.
Kannski er ég
bara búin
með þann pakka
sem lífið gaf mér
til að læra
til að vinna úr.
Læra að láta lífið
sinn vanaganginn hafa
taka öllu
með æðruleysi og ró
Slaka á
og leggja frá sér
bakpokann.

Baddý !!!!!!!!!!