Síður

miðvikudagur, 30. desember 2015

Jæja enn eitt árið að klárast vúhú :)

Góðan dag nú er síðasti dagur þessa árs að renna upp og ég sit hérna alein í morgunnþögninni á náttsloppnum.

Þegar koma áramót þá fer maður alltaf að rifja upp hvað hefur gerst síðasta árið.Svona Kryddsíld hugans má eiginlega segja hahaha.
Og eins og í Kryddsíldinni þá er þetta allt misjafnlega skemmtilegt það sem poppar upp af minningum eftir heilt ár.

Og eins og öll áramót þá ákvað maður í fyrra að láta árið 2015 vera árið sem allt mun ganga upp og allt mun gerast.En viti menn það gekk auðvitað ekki upp,ekki frekar en öll hin árin.
En árið byrjaði auðvitað á því að ég datt útaf endurhæfingarlífeyrinum og var launalaus fyrstu 3 mánuði ársins.Það var nú ekki sérlega skemmtilegt en við lifðum það af.Svo í Mars fór ég til gigtarlæknis og auðvitað átti hann að gefa mér væna sprautu og fixa mig,en gekk þaðan út frekar fúl og með greiningu um að ég er með slæma vefjagigt.Fjárans bömmer var það og ég var sko ekki sátt.

En í sama mánuði fæddist lítið skott hún Emilía litla og það kom nú ansi mikilli birtu í veröldina.Alexandra og Ísak eru alveg fyrirmyndar foreldrar og litla dýrið blóomstrar.Og það er fátt meira gamann en að fara til þeirra og fá að knúsast í litlu dömunni.


Við ákváðum endanlega að flytja í borgina í fyrravetur og leituðum og leituðum að íbúð.Og svo vorum við ofsa heppinn að detta niður á eina og 1 ágúst vorum við flutt í bæinn.Drengurinn svo ofsa heppinn að komast beint í að æfa fótbolta hjá Leiknir,og var það í gegnum góðan vin sem það datt uppí hendurnar á okkur.
Svo byrjaði hann í Hólabrekkuskóla í haust og auðvitað var mammann með í maganum yfir því.Þar sem hann er frekar feiminn og lokaður og hefur ekki notið sín í skóla í mörg ár.En viti menn drengurinn gjörsamlega blómstrar þarna,má eiginlega segja að það sé nýr drengur.

En eitt af því sem fylgdi því að flytja var að við þurftum að láta kisurnar okkar frá okkur.Systur mínar voru mjög góðar og fóstruðu þær fyrsta mánuðinn,planið var að finna íbúð sem leyfði gæludýr.En við fundum enga slíka og endaði með að ég kom þeim að hjá dýrahjálp sem kom þeim á heimili.Verð að viðurkenna að það var mjög leiðinlegt að láta þær frá sér,sakna þeirra mikið.En þetta verður að vera svona.

Svo datt ég auðvitað aftur af endurhæfingarlífeyri þegar ég flutti hingað suður hahahaha.Og tók það yfir 2 mánuði að komast aftur á hann,og í millitíðinni komst ég loksins í endurhæfingu.Er búinn að vera á námskeiði í Heilsuborg og held áfram þar eftir áramótin.Það hefur gjörsamlega bjargað mér að komast þangað.Fer flesta daga og nýti mér salin þar og viti menn sál og líkami mun hressari fyrir vikið.

Svo kom desember með allri sinni dýrð,jólaundirbúningur og læti.Ég er auðvitað jólafaggi mikill og hef voðalega gaman af jólaljósunum og öllu kósýdótinu sem fylgir.En á jólunum verð ég líka döpur og fannst þessi jól vera svona einhversskonar tímamót.Á jóladag voru 10 ár síðann hann pabbi tapaði fyrir krabbaskrattanum,og það er svo skrýtið að maður man þennann dag eins og hann hafi gerst í gær.Og einhvernveginn var svo furðulegt að hugsa til þess að það eru kominn 10 ár án hans.Og maður minn svo mikið búið að gerast á þessum 10 árum.


En í heildina litið þá er þetta bara búið að vera frábært ár og ansi margt búið að gerast hjá okkur.Auðvitað stendur uppúr öllu þessu að Alexandra eignaðist Emilíu.

Og viti menn þótt að margir haldi að ég sé neikvæðispúki sem ég er oft.Þá er ég þakklát fyrir þetta ár og já bara þakklát fyrir að geta verið til,það eru bara ekki allir jafn heppnir.



Og auðvitað fer ég inn í árið 2016 fullviss um að það er árið sem allt mun gerast og allir draumar munu rætast.


Gleiðilegt ár.


                                   Baddý !!!!!!!!!!!!



miðvikudagur, 14. október 2015

Það er kominn 14 október

Upp er runninn 14 október,og komin 2 og hálfur mánuður síðann við fluttum í bæinn.Haustið er svo sannarlega mætt á svæðið lauf um alla garða og flest tré orðin gullinn að lit.

Það hefur sáralítið gerst hjá mér í sambandi við þessa endurhæfingu þar að segja.En fékk loksins út úr stöðumatinu hjá Virk og er ekkert að fara að vinna allavega alveg strax.Fer í sjúkraþjálfun sem betur fer og það byrjar reyndar ekki fyrr en 27 okt en byrjar þó þá.Og svo á ég að fara í eitthvað gigtar dæmi á Reykjarlundi,en það er ansi löng bið í það skilst mér.En það bjarta við þetta allt að þetta er allavega byrjað að rúlla eitthvað hjá mér.
Dreymdi reyndar um áður en ég kom að á þessum tíma væri búið að laga mig og ég byrjuð að vinna og læti.En hlutirnir fara víst sjaldnans eins og maður vill hafa þá.

Svo að núna er bara að bíða eftir að TR samþykki mig aftur á endurhæfingarlífeyrinn,það er ansi niðurdrepandi að hafa enga peninga og ekkert vita hvenær ég fæ þá næst.En það reddast vonandi líka á næstu dögum ætla bara að trúa því.


Hef svo verið að duddast í að prjóna sokka með áttablaða rósinni og ætlaði upphaflega að gera aðeins 3 pör sem ég var beðinn um að gera.En hef ekki haft undann hahahaha pörin orðin 6 allavega og búið að panta fleiri :) Svo að mér er allavega ekki að leiðast hérna vona að ég nái slatta af sokka pörum áður en ég fæ algjört ógeð að prjóna alltaf það sama hahahah.Væri bara bjútýfúl að geta reddast smá auka aur útá blessað prjónið.


En jæja ætla nú að hætta þessu pikki og fara að koma mér í að prjóna meira,leti er bönnuð.

Vona að þið eigið öll góðan dag,það ætlum við allaveg að gera.






                    Baddý !!!!!!!!!!!


föstudagur, 9. október 2015

Ljóskumóment búhú

Góðan dag núna er föstudagur og ég vöknuð fyrir allar aldir,sem er eiginlega ekkert nýtt lengur.

Næ bara að sofa 4-6 tíma í einu en þá er skrokkurinn búinn að fá mikið meira en nóg.Og þá er eina í stöðunni að drattast framm og fá sér kaffi,og leyfa liðunum að vakna í rólegheitum,sem stundum tekur allann morguninn.Svo að ef ég þyrfti að hlaupa niður stigana skyndilega þá tæki það sinn tíma hahahaha.

T.d það er frekar erfitt stundina að pikka á tölvuna vegna þess að blessaðir fingurnir eru ekki alveg vaknaðir ennþá.En þetta lifnar hægt og rólega við þegar lýður á daginn.

En átti alveg frábært ljósku móment í gær,opnaði tölvupóstinn minn og sá að ég átti póst frá íslenskri getspá.Og auðvitað tók hjartað kipp(vissi reyndar ekki að ég hefði hjarta),fór að ýminda mér svaðalegann vinning og að nú væri maður safe fjárhagslega.En þetta var nú ekki það stór vinningur hahahaha en engu að síður vinningur svo sem.En það er alveg ljóst að það er ekki nýr bíll og utanlandsferð í þessari viku.


En þessi ljósku móment eru fyndinn og ekki er þeim að fækka mikil aukning bara ef eitthvað er.Hélt að með aldrinum kæmi þroski og þar af leiðandi fækkun á ljóskustundunum en nei maður minn þau bara halda áfram að koma og stundum oft á dag.
Geta stundum verið drepfyndinn en ansi oft bara kjánaleg og mjög vandræðaleg.Er bara hætt að kippa mér upp við þau og já bara farinn að hlæja að þeim svona stundum,en aðallega inní mér sko.

En héðann er ekkert nýtt að frétta og ekkert að gerast bara sit við símann og býð.

En ætla að fara að hætta þessu pikki og drekka nokkra lítra af kaffi fyrir daginn og reyna svo að plana eitthvað ógurlega skemmtilegt að gera í dag.



Vona að þið eigið frábærann dag ég ætla að reyna það milli ljóskumómentanna minna ;)


                  Baddý úber ljóska!!!!!!!!!!


fimmtudagur, 8. október 2015

FJANDINN SKANDINN

Jæja jæja sit hérna og prjóna eins og flesta aðra morgna.Það er bara eins alla daga hér,voðalega rólegt og tíðindalaust.


Og ég er búinn að hanga í símanum síðustu daga,reyna að redda þessu bótadrasli og það gengur ansi hægt.
Er kominn með vægt ógeð á þessu drasli,það er ansi leiðinlegt að vita ekki hvort maður eigi fyrir salti í grautinn þennann mánuðinn eða ekki.Svo ég tali nú ekki um að það vilja allir fá reikninganna sína borgaða,og ekki mikill skilningur að það séu ekki til aurar fyrir þeim.


En þetta hlýtur að reddast einhvernveginn.

Fjandinn skandinn.

Ætlaði að vera svo fyndinn í blogginu í dag en bara væll og aftur væll,djöss það gengur alls ekki sko.

Hummm er að reyna að hugsa eitthvað svakalega sniðugt að skrifa um en það er bara allt blank.


Hendi bara inn brandara og málið er dautt :)
Fullorðin hjón voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt á lítilli sveitakrá nálægt heimilinu sínu.

Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?

"Þú studdir þig upp við girðinguna og ég tók þig aftan frá."

Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.

Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona upp á gamla tímann . Girðingin er hérna rétt hjá ?

Ooooooohhhhh , Stebbi .. segir frúin feimin, þú littli skratti.. Mér finnst þetta frábær hugmynd.

Maðurinn við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði sko ekki að miss af þessu og elti þau út.

Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort upp að öðru til að fá betri stuðning.

Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.

Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.

Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Honum varð hugsað til foreldra sinna, hvort þeir stunduðu enn svona villt og galið kynlíf.

Hann átti bágt með að trúa því.

Þegar kynlífsparið hafði legið í þrjátíu mínútur í grasinu til að jafna sig , risu þau gömlu á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.

Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , sagði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og miðnæturhraðlest! Gjörssamlega óstöðvandi.

Þegar gömlu hjónin gegnu fram hjá manninum sagði hann. Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?

Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum.. nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki rafmagnsgirðing!!

   
                                   Vona að þið eigið frábærann dag :)


                    Baddý !!!!!!! 



þriðjudagur, 6. október 2015

Nýtt líf :)

Góðan dag það er nú orðið ansi langt síðann ég hef sest niður og bloggað.Enda voðalega mikið búið að vera að gerast hjá okkur á síðustu mánuðum,og tölvuskrattinn búinn að vera í verkfalli.

Eins og flestir vita þá erum við mæðginin flutt á mölina,og erum búinn að vera hérna í 2 mánuði.

Það var ansi mikið mál að koma sér burt heilmikið vesen að pakka öllu henda drasli og ganga frá.En þetta tókst allt samann fyrir rest.Og ef ekki hefði verið fyrir góða hjálp frá nokkrum góðum aðilum þá hefði þetta sennilega ekki verið gerlegt.
Við leigðum okkur svo kassabíl til að ferja dótið og fórum á einum sólarhring vestur og aftur suður.Það var ansi strembinn sólarhringur verð ég að viðurkenna,en þetta tókst og allt komst suður óskemmt.


Drengurinn komst strax í að æfa fótbolta og það var þvílík himmnasending að fá það,og vorum við heppinn að fá það með góðri hjálp.Og hann er komin í góðan skóla og bókstaflega blómstrar þar,ótrúlegt að sjá svona mikla umbreytingu á honum á svona stuttum tíma.Þetta fær mann til að hugsa að við hefðum átt að vera farinn miklu fyrr.En maður gat ekki séð þetta fyrir framm svosem.


Svo erum við svo heppinn að eiga hana elsku Regínu að hún bauðst til að vera fyrir hönd Guðbjarts í söfnun fyrir bekkjarferðalagið sem er næsta vor með bekknum hans fyrir vestann.Get eiginlega ekki lýst því hvað við erum þakklát fyrir það,hún er sko ótrúleg þessa frænka hans.
Svo að nú er bara allt uppá við fyrir blessaðann peyjann minn og það er svo frábært.En vissulega saknar hann þess að hitta ekki félaganna en hefur verið heppinn að hitta þá hérna í bænum,og hann er í stöðugu tölvu sambandi við þá flesta.


Hjá mér hefur voðalega lítið gerst í þessu endurhæfingar dæmi er búinn að bíða síðann ég kom suður eftir að komast í eitthvað dæmi.Og búinn að fara í allskynns viðtöl og læti en þetta er allt á hraða snigilsins og verð að játa að ég hef ekki sérlega mikla þolinmæði í svoleiðis.Og þar sem ég er ekki kominn í fasta endurhæfingu þá missti ég endurhæfingarlífeyrinn og er enn og aftur að byrja uppá nýtt í þessu blessaða pappírsflóði og leiðindum.Það segir sig eiginlega sjálft að maður lifir ekki í borginni peningalaus.En það þýðir ekkert að gefast upp bara gefa í og halda áfram,en maður minn það er fjandi freistandi að breiða bara yfir haus núna og gefast upp.Það er auðvitað ekki í boði svo núna skal leitað allra leiða til að framfleyta sér hérna.

En það að komast í nýtt umhverfi hefur svo sannarlega gert heilmikið fyrir mig líka.Það er ekki bara drengurinn sem hefur grætt,svo æðislegt að geta hitt stelpurnar miklu oftar og bara allt voðalega spennandi.Og ekki lengur þessi hvíði sem maður var kominn með alla daga að rekast á fólk sem manni langaði bara ekkert að sjá.Núna get ég farið út og þarf ekkert að vera með þennann hvíða hnút sem var orðinn fastur í manni alla daga.Og viti menn maður verður allur svo miklu léttari jafnt á sál og líkama.En vissulega sakna ég vinanna fyrir vestann,en hitti þá aftur það er klárt mál.

Skrokkurinn hefur nú samt verið að stríða mér mikið eftir að ég kom suður,gekk vel frá honum í þessum fluttningum.En það gengur vonandi til baka,og svo síðustu daga hefur hann verið í virkilegu lamasessi en það er sennilega vegna þess að maður er búinn að vera með áhyggjur af þessu endurhæfinga lífeyrisdrasli.


Svo að núna er bara næsta verkefni að redda þessum fjármálum sínum og halda áfram að finna einhverja íbúð fyrir okkur mæðginin.


Svo bara smæla vel framan  í heiminn. Ekkert annað í boði.


Jæja ætla að hætta þessu bulli mínu og koma mér í símann að fara að hringja í hina og þessa staði til að redda þessu ;)



Vona að þið eigið öll frábærann dag,Það ætla ég að gera eki spurning.




                          BADDÝ!!!!!!!!!


miðvikudagur, 29. júlí 2015

3 dagar til stefnu :)

Já góðan daginn það er kominn miðvikudagur skal ég segja ykkur og sólin skín og fuglarnir syngja sinn söng.

Sem sagt enn einn dagurinn sem byrjar eins,það er fallegt veður í firðinum í dag.
Væri svo til í hinsvegar að vera í firðinum mínum fagra,sitja við borðstofu gluggann minn og dást að dalnum.En það er ekki í boði þessa dagana,og stórefa að á nái að fara í sveitina áður en við flytjum.Það eru 3 dagar til stefnu og enn ansi margt sem þarf að klára.Væri alveg til í að það væru hægt að ýta á pause takka,og fara í sveitina í nokkra daga og flatmaga þar bara.
Verð bara að gera það einhverntímann seinna,hef lítið sem ekkert geta farið í sumar.En svona er þetta fjárhagurinn gefur ekki mikið svigrúm í bensín peninga,og Gráni gamli eyðir ansi miklu.
Og þegar það koma óvænt aukaútgjöld þá bara púff,lítið sem ekkert eftir.
En þetta er bara svona gæti verið verra,og reyndar gæti þetta líka verið betra hahahaha.



Það þýðir lítið að velta sér uppúr þessu,verð líkast aldrei rík og þá meina ég af peningum.Er auðvitað blússandi rík þar sem ég á 3 frábæra krakka og meira segja 1 litla ömmustelpu.Það eru svo sannarlega ekki allir svona ríkir.Og núna er komin mikil tilhlökkunn að fá að sjá meira af þeim öllum eftir að fluttningum er lokið.Þar að segja ef þeim lýkur einhverntímann jææækkssss.
Nei nei smá grín þetta er allt að vera komið á endasprettinn,náðum að tæma öll herbergi í gær og þrífa þau og eldhúsinnréttinginn orðin tóm óg hrein.Nánast allt komið í kassa og niður í skúr,reyndar eigum við eftir að bera niður rúm og ýmsa þunga hluti.Vona að við mæðginin náum því í dag þá gætum við kanski átt burðarlausan dag á morgun.Veit að skrokkurinn tæki því fagnandi að fá pásu,er orðinn ansi lúinn bólgin og verkjaður.

Ætla að reyna að fá verkjalyf hjá doksa í dag,svo maður nái að klára þetta skammarlaust.Verkjalyfin sem ég er með eru að gera ekki rassgat nema maður verður bara syfjaður og það er ekki gott eins og er.

En fékk nokkrar vinkonur í kaffi í gærkveldi og þá var spjallað g hlegið mikið.Hrikalega gott að taka sér pásu og hlægja smá,svei mér þá ef maður bara fékk ekki aukakraft eftir kvöldið.
Og maður minn veit að ég á eftir að sakna þeirra heilmikið þegar ég verð farin,en maður hittir þessar blómarósir vonandi sem oftast.
Og eins mikið að ég á eftir að sakna þeirra þá eru líka nokkrir sem ég verð guðslifandi fegin að sjá ekki hahahaha.

Já svona er þetta bæði gott og slæmt gleðilegt og leiðinlegt við að fara.

En jæja ætla að hætta að bulla núna og fara að skipuleggja daginn,þetta er að verða búið vúhú.

Vona að þið eigið öll frábæran dag í sólinni.



                              Baddý !!!!!!!!!!!!!!!!



þriðjudagur, 28. júlí 2015

Já nú panikkaði ég rosalega :)

Góðan dag sumarið er svo sannarlega í dag,sól sól og meiri sól.


Það var erfitt að vakna í morgun var svo uppgefinn eitthvað að ég ætlaði ekki að hafa mig undann sænginni.En á móti þá var skrokkurinn svo aumur að það var vont að liggja hahaha.
Svo að þegar ég gekk hérna framm þá var ég ekki frínileg,kjagandi eins og skrímsli.Kjagaði beint að kaffi könnunni og fékk sjokk EKKERT kaffi til.Ji minn eini hvað ég panikkaði meira að segja kettirnir héldu sig til hlés þegar ég byrjaði að blásast út hérna í þvílíkri geðvonsku.Usss þetta var ekki fallegt móment skal ég segja ykkur,rauk í að finna jakkann minn til að fara að versla mér kaffi.En þá rak ég augun í kaffið mitt góða,hafði bara sett það á annann stað í gær þegar við vorum að pakka niður í eldhúsinu.Og maður minn þvílík sæla og friður sem helltist yfir mig á þessu einstaka augnabliki,sver að það heyrðist englasöngur og fuglar syngjandi í kringum höfuð mitt.Og vá hvað þessi fyrsti kaffibolli var ljúffengur,og kisu greyin skriðu undann sófanum og lögðu í að koma og vefja sér um fætur mér og allt varð eðlilegt í heiminum.

Sennilega á ég við vandamál að stríða í sambandi við kaffi hahaha.En hef engann tíma til að velta því fyrir mér þessa dagana verð að fá minn skammt og hana nú.Eins gott að kaffikannann gleymist ekki þegar við förum þá er fjandinn laus.

En í gær klikkaði aðeins planið,ætlaði að klára að henda og fara með restina af húsgögnunum niður og klára herbergið hans Guðbjarts.En var öll stokkbólgin á hægri hendinni og þumalinn komin með einhverja bólgukúlu.Svo að ég bara skellti í mig íbúfen 500mg og Parkódín Forte hehehe og steinlá allann daginn.En sem betur fer náðum við samt að henda rusli og fara ferð í rauðakross gáminn.Og svo lifnaði ég seinnipartinn við og kláruðum að pakka niður eldhúsinu,bjóst við að það tæki meiri tíma fannst ég eiga svo hrikalega mikið eldhúsdrasl,en þetta varð minna en ég bjóst við sem betur fer.
Svo mættu Kitty og Pétur Ingi hérna í gærkveldi með litlu skottuna sína og Pétur og Guðbjartur rusluðu niður öllum kössunum.Og Kitty og Dagbjört litla héldu mér félagsskap á meðan.Svo að maður varð bara léttari í hjartanu og hausnum eftir svona frábæra heimsókn bara yndislegt.Og komin með fóstru fyrir kattarskammirnar,á svo æðislega systir sem ætlar að bjarga okkur.Þegar ég fékk þær fréttir þá var nú bara eins og það hafi dottið tonn af áhyggjum af mér.
Og í rauninni eina sem er svona að plaga mann núna er hvernig og hvenær ég kem dótinu suður.En ætla bara að taka Pollýönnu áþetta og segi bara þetta reddast.


Vona líka að þessi hendi lagist í dag,þetta er sko kaffi hendinn og fjandi vont að halda á bollanum.En er allavega hætt að skjálfa eins og ég veit ekki hvað,skalf það mikið í gær að ef ég væri karlmaður þá hefði ég alltaf verið að pissa ;)

En ætla að fara að gera eitthvað svakalega sniðugt þótt það sé ekki nema drekka smá kaffi í viðbót.


Vona að þið eigið frábærann dag.



                         Baddý!!!!!



mánudagur, 27. júlí 2015

Iss pisss þetta skal reddast :)

Góðan dag nú er runninn upp mánudagur sólin skín fuglar syngja og flugurnar suða eins og enginn sé morgunndagurinn.

Ég vaknaði alltof seint núna í morgun,enda fórum við seint að sofa.Drengurinn kom heim í gærkveldi úr fótbolta ferðinni sinni og hafði frá svo ansi miklu að segja.Þetta var greinilega alveg frábært hjá honum í alla staði,og kominn með fullt af skemmtilegum minningum í minningarbankann.

Ætla að leyfa honum að lúra smá frammeftir,hann er alveg útkeyrður eftir þessa 5 daga.
En svo verður honum pískað áfram í dag við að pakka og bera hahaha.
Í dag fer sófasettið vonandi í ruslið,búin að redda mér bíl svo að það er vonandi að við náum að drusla því út.Þá er ég búin að henda síðasta húsgagninu vonandi.



Náði að pakka slatta í gær og tæma alla neðri skápa í eldhúsinu og þrífa þá ofninn líka.Og öll fötin okkar kominn í kassa og töskur,og líka stór hluti farin í rauða krossinn.Svo er bara vonandi að ég fái aðstoð í kvöld til að henda niður því sem eftir er af húsgögnum hérna inni.Þá er hægt að fara í það að þrífa elsku höllina.


En það er smá problem vaknaði í morgun og höndin á mér stokkbólgin og get ekki hreyft þumalinn.Hreinleg skil ekki af hverju ég er svona,get sama sem ekkert hreyft hendina.Var aðeins farinn að finna verki í hendinni í gær en svo þegar ég vaknaði áðann búmm.En það vill til að ég er ekki að fara að reyna einhver fínverk í dag bara bera drasl.Vona að kvekendið lagist þegar lýður á daginn.


Og núna er maður bara að reyna að finna út hvernig næstu dagar verða hjá okkur.Næ ekki að koma búslóðinni suður fyrir helgi og er ekki ennþá komin með stað fyrir kisulórurnar mínar.Og það er verst af öllu að vita ekki hvað ég get gert með þær greyin.
Eina sem er víst að ég ætla og verð að vera búin að tæma og þrífa ekki seinna en á föstudag.Svo er bara spurning hvar við endum eftir það,þetta verður svona óvissuferð hahaha.
Veit allavega að það kemst ekki svo mikið í hann Grána litla af drasli,svo að þetta er allt voðalega laust í loftinu eins og er.En þetta reddast allt fyrir rest það veit ég.



Jæja ætla að fara að drekka ennþá meira kaffi og vona að skrokkurinn lifni aðeins betur við.

Vona að þið eigið góðan mánudag öll.



                                          Baddý!!!!!!!!!!!






sunnudagur, 26. júlí 2015

USSSSSSSSSS hvað þetta er fokk leiðinlegt

Upp er runninn þessi líka fallegi sunnudagur,sólin skín og fuglar syngja trallallla.


Og ég húki hérna inni að pakka og pakka og henda.Og jiminn eini hvað þetta er leiðinlegt.Réðst í það í gær að pakka niður herberginu mínu,og er búinn að tæma fataskápin.kommnir 10 kassar af fötum af okkur og örugglega 10 pokar farnir í rauða krossinn.Og er að henda meiru verðum sennilega bara fatalaus þegar upp er staðið.
Fór með slatta af drasli og henti í gær og taldi að þar væri ég að fara mína síðustu ruslaferð en nei búinn að týna til ennþá meira drasl til að henda hahaha.

Er farin að halda að þetta taki engann enda,ótrúlegt hvað maður nær að safna endalaust af dóti.
Verð að viðurkenna að ég er farin að panikka þokkalega yfir þessu öllu.
Sé ekki alveg hvernig ég á að ná þessu á næstu 5 dögum hahahaha.
En þetta bara skal reddast einhvern veginn,drengurinn kemur heim í dag svo að þá getur hann borið með mér draslið.
Vill til að bílskúrinn er frekar stór,og vonandi að ég komi þessu öllu niður á næstu dögum svo að ég geti þrifið höllina.

Og auðvitað er uppreisn í fjandans skrokknum hann bara slökkti á sér seinnipartinn í gær.Svo að seinnipartur dagsins fór fyrir lítið,svona drasl hægir á öllu fyrir mér.En vona að hann dugi lengur í dag,þetta má ekki klikka sko.
Mikið hlakka ég líka til þegar þetta verður búið,að ég geti bara skellt í lás hér og við byrjað á nýjum ævintýrum.


En það er víst þannig að góðir hlutir gerast mjöööög hægt þessa dagana og ég verð bara að jöggja útúr því einhvernveginn.


Usss hvað ég get nú vælt er komin með ógeð á þessu væli og ætla að stoppa hér og nú.
Fara að drullast til að gera eitthvað ,vona að þið eigið frábæran sólardag.


                               Baddý!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!






laugardagur, 25. júlí 2015

Þroskamerki???

 Góðan dag upp er runninn laugardagur og veröldin er að vakna til lífsins hérna í firðinum.

Og það er laugardagsmorgun og ég komin á fætur klukkann 7 jæækkss.Þetta er eitthvað öfugsnúið verð ég að segja er ein heima og ætti að vera einhversstaðar liggjandi dauð af brennivínsdauða.Húsið ætti að vera í rúst eftir partý en nei var sofnuð fyrir miðnætti og auðvitað þá vaknaði ég fyrir allar aldir.Þroskamerki???
Nei held ekki hahaha var bara eitthvað hrikalega búin á því eftir gærdaginn.


Held að ég sé orðin bara voðalega þreytt alla daga núna,tilhugsunin að eiga eftir að klára að setja restina af draslinu í kassa og redda þessu öllu suður.
Er komin með ógeð bara ef ég sé kassa hahahaha.Og svo á ég eftir að þrífa alla höllina hún verður alveg tæmd úff og bara fáeinir dagar til stefnu.


En svo vill þessi skrokkur ekki alveg taka þátt í þessu af fullri alvöru,hann passar sig að krassa svona einu sinni á dag.Næ alltaf að gera smotterý og svo BAMM orkan á þrotum.Helvítis vesen bara.


Hef ekki enn fundið neinn sem er tilbúinn að taka við kisunum okkar,það skelfir mig líka hrikalega.Er ekki alveg tilbúin að senda þær í draumalandið.En lifi í voninni að það reddist.

En jæja ætla að fara að hella í mig meira kaffi og gera eitthvað.
Eigið frábæran laugardag.


                               Baddý!!!!