Síður

föstudagur, 9. október 2015

Ljóskumóment búhú

Góðan dag núna er föstudagur og ég vöknuð fyrir allar aldir,sem er eiginlega ekkert nýtt lengur.

Næ bara að sofa 4-6 tíma í einu en þá er skrokkurinn búinn að fá mikið meira en nóg.Og þá er eina í stöðunni að drattast framm og fá sér kaffi,og leyfa liðunum að vakna í rólegheitum,sem stundum tekur allann morguninn.Svo að ef ég þyrfti að hlaupa niður stigana skyndilega þá tæki það sinn tíma hahahaha.

T.d það er frekar erfitt stundina að pikka á tölvuna vegna þess að blessaðir fingurnir eru ekki alveg vaknaðir ennþá.En þetta lifnar hægt og rólega við þegar lýður á daginn.

En átti alveg frábært ljósku móment í gær,opnaði tölvupóstinn minn og sá að ég átti póst frá íslenskri getspá.Og auðvitað tók hjartað kipp(vissi reyndar ekki að ég hefði hjarta),fór að ýminda mér svaðalegann vinning og að nú væri maður safe fjárhagslega.En þetta var nú ekki það stór vinningur hahahaha en engu að síður vinningur svo sem.En það er alveg ljóst að það er ekki nýr bíll og utanlandsferð í þessari viku.


En þessi ljósku móment eru fyndinn og ekki er þeim að fækka mikil aukning bara ef eitthvað er.Hélt að með aldrinum kæmi þroski og þar af leiðandi fækkun á ljóskustundunum en nei maður minn þau bara halda áfram að koma og stundum oft á dag.
Geta stundum verið drepfyndinn en ansi oft bara kjánaleg og mjög vandræðaleg.Er bara hætt að kippa mér upp við þau og já bara farinn að hlæja að þeim svona stundum,en aðallega inní mér sko.

En héðann er ekkert nýtt að frétta og ekkert að gerast bara sit við símann og býð.

En ætla að fara að hætta þessu pikki og drekka nokkra lítra af kaffi fyrir daginn og reyna svo að plana eitthvað ógurlega skemmtilegt að gera í dag.



Vona að þið eigið frábærann dag ég ætla að reyna það milli ljóskumómentanna minna ;)


                  Baddý úber ljóska!!!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli