Síður

þriðjudagur, 6. október 2015

Nýtt líf :)

Góðan dag það er nú orðið ansi langt síðann ég hef sest niður og bloggað.Enda voðalega mikið búið að vera að gerast hjá okkur á síðustu mánuðum,og tölvuskrattinn búinn að vera í verkfalli.

Eins og flestir vita þá erum við mæðginin flutt á mölina,og erum búinn að vera hérna í 2 mánuði.

Það var ansi mikið mál að koma sér burt heilmikið vesen að pakka öllu henda drasli og ganga frá.En þetta tókst allt samann fyrir rest.Og ef ekki hefði verið fyrir góða hjálp frá nokkrum góðum aðilum þá hefði þetta sennilega ekki verið gerlegt.
Við leigðum okkur svo kassabíl til að ferja dótið og fórum á einum sólarhring vestur og aftur suður.Það var ansi strembinn sólarhringur verð ég að viðurkenna,en þetta tókst og allt komst suður óskemmt.


Drengurinn komst strax í að æfa fótbolta og það var þvílík himmnasending að fá það,og vorum við heppinn að fá það með góðri hjálp.Og hann er komin í góðan skóla og bókstaflega blómstrar þar,ótrúlegt að sjá svona mikla umbreytingu á honum á svona stuttum tíma.Þetta fær mann til að hugsa að við hefðum átt að vera farinn miklu fyrr.En maður gat ekki séð þetta fyrir framm svosem.


Svo erum við svo heppinn að eiga hana elsku Regínu að hún bauðst til að vera fyrir hönd Guðbjarts í söfnun fyrir bekkjarferðalagið sem er næsta vor með bekknum hans fyrir vestann.Get eiginlega ekki lýst því hvað við erum þakklát fyrir það,hún er sko ótrúleg þessa frænka hans.
Svo að nú er bara allt uppá við fyrir blessaðann peyjann minn og það er svo frábært.En vissulega saknar hann þess að hitta ekki félaganna en hefur verið heppinn að hitta þá hérna í bænum,og hann er í stöðugu tölvu sambandi við þá flesta.


Hjá mér hefur voðalega lítið gerst í þessu endurhæfingar dæmi er búinn að bíða síðann ég kom suður eftir að komast í eitthvað dæmi.Og búinn að fara í allskynns viðtöl og læti en þetta er allt á hraða snigilsins og verð að játa að ég hef ekki sérlega mikla þolinmæði í svoleiðis.Og þar sem ég er ekki kominn í fasta endurhæfingu þá missti ég endurhæfingarlífeyrinn og er enn og aftur að byrja uppá nýtt í þessu blessaða pappírsflóði og leiðindum.Það segir sig eiginlega sjálft að maður lifir ekki í borginni peningalaus.En það þýðir ekkert að gefast upp bara gefa í og halda áfram,en maður minn það er fjandi freistandi að breiða bara yfir haus núna og gefast upp.Það er auðvitað ekki í boði svo núna skal leitað allra leiða til að framfleyta sér hérna.

En það að komast í nýtt umhverfi hefur svo sannarlega gert heilmikið fyrir mig líka.Það er ekki bara drengurinn sem hefur grætt,svo æðislegt að geta hitt stelpurnar miklu oftar og bara allt voðalega spennandi.Og ekki lengur þessi hvíði sem maður var kominn með alla daga að rekast á fólk sem manni langaði bara ekkert að sjá.Núna get ég farið út og þarf ekkert að vera með þennann hvíða hnút sem var orðinn fastur í manni alla daga.Og viti menn maður verður allur svo miklu léttari jafnt á sál og líkama.En vissulega sakna ég vinanna fyrir vestann,en hitti þá aftur það er klárt mál.

Skrokkurinn hefur nú samt verið að stríða mér mikið eftir að ég kom suður,gekk vel frá honum í þessum fluttningum.En það gengur vonandi til baka,og svo síðustu daga hefur hann verið í virkilegu lamasessi en það er sennilega vegna þess að maður er búinn að vera með áhyggjur af þessu endurhæfinga lífeyrisdrasli.


Svo að núna er bara næsta verkefni að redda þessum fjármálum sínum og halda áfram að finna einhverja íbúð fyrir okkur mæðginin.


Svo bara smæla vel framan  í heiminn. Ekkert annað í boði.


Jæja ætla að hætta þessu bulli mínu og koma mér í símann að fara að hringja í hina og þessa staði til að redda þessu ;)



Vona að þið eigið öll frábærann dag,Það ætla ég að gera eki spurning.




                          BADDÝ!!!!!!!!!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli