Síður

miðvikudagur, 30. desember 2015

Jæja enn eitt árið að klárast vúhú :)

Góðan dag nú er síðasti dagur þessa árs að renna upp og ég sit hérna alein í morgunnþögninni á náttsloppnum.

Þegar koma áramót þá fer maður alltaf að rifja upp hvað hefur gerst síðasta árið.Svona Kryddsíld hugans má eiginlega segja hahaha.
Og eins og í Kryddsíldinni þá er þetta allt misjafnlega skemmtilegt það sem poppar upp af minningum eftir heilt ár.

Og eins og öll áramót þá ákvað maður í fyrra að láta árið 2015 vera árið sem allt mun ganga upp og allt mun gerast.En viti menn það gekk auðvitað ekki upp,ekki frekar en öll hin árin.
En árið byrjaði auðvitað á því að ég datt útaf endurhæfingarlífeyrinum og var launalaus fyrstu 3 mánuði ársins.Það var nú ekki sérlega skemmtilegt en við lifðum það af.Svo í Mars fór ég til gigtarlæknis og auðvitað átti hann að gefa mér væna sprautu og fixa mig,en gekk þaðan út frekar fúl og með greiningu um að ég er með slæma vefjagigt.Fjárans bömmer var það og ég var sko ekki sátt.

En í sama mánuði fæddist lítið skott hún Emilía litla og það kom nú ansi mikilli birtu í veröldina.Alexandra og Ísak eru alveg fyrirmyndar foreldrar og litla dýrið blóomstrar.Og það er fátt meira gamann en að fara til þeirra og fá að knúsast í litlu dömunni.


Við ákváðum endanlega að flytja í borgina í fyrravetur og leituðum og leituðum að íbúð.Og svo vorum við ofsa heppinn að detta niður á eina og 1 ágúst vorum við flutt í bæinn.Drengurinn svo ofsa heppinn að komast beint í að æfa fótbolta hjá Leiknir,og var það í gegnum góðan vin sem það datt uppí hendurnar á okkur.
Svo byrjaði hann í Hólabrekkuskóla í haust og auðvitað var mammann með í maganum yfir því.Þar sem hann er frekar feiminn og lokaður og hefur ekki notið sín í skóla í mörg ár.En viti menn drengurinn gjörsamlega blómstrar þarna,má eiginlega segja að það sé nýr drengur.

En eitt af því sem fylgdi því að flytja var að við þurftum að láta kisurnar okkar frá okkur.Systur mínar voru mjög góðar og fóstruðu þær fyrsta mánuðinn,planið var að finna íbúð sem leyfði gæludýr.En við fundum enga slíka og endaði með að ég kom þeim að hjá dýrahjálp sem kom þeim á heimili.Verð að viðurkenna að það var mjög leiðinlegt að láta þær frá sér,sakna þeirra mikið.En þetta verður að vera svona.

Svo datt ég auðvitað aftur af endurhæfingarlífeyri þegar ég flutti hingað suður hahahaha.Og tók það yfir 2 mánuði að komast aftur á hann,og í millitíðinni komst ég loksins í endurhæfingu.Er búinn að vera á námskeiði í Heilsuborg og held áfram þar eftir áramótin.Það hefur gjörsamlega bjargað mér að komast þangað.Fer flesta daga og nýti mér salin þar og viti menn sál og líkami mun hressari fyrir vikið.

Svo kom desember með allri sinni dýrð,jólaundirbúningur og læti.Ég er auðvitað jólafaggi mikill og hef voðalega gaman af jólaljósunum og öllu kósýdótinu sem fylgir.En á jólunum verð ég líka döpur og fannst þessi jól vera svona einhversskonar tímamót.Á jóladag voru 10 ár síðann hann pabbi tapaði fyrir krabbaskrattanum,og það er svo skrýtið að maður man þennann dag eins og hann hafi gerst í gær.Og einhvernveginn var svo furðulegt að hugsa til þess að það eru kominn 10 ár án hans.Og maður minn svo mikið búið að gerast á þessum 10 árum.


En í heildina litið þá er þetta bara búið að vera frábært ár og ansi margt búið að gerast hjá okkur.Auðvitað stendur uppúr öllu þessu að Alexandra eignaðist Emilíu.

Og viti menn þótt að margir haldi að ég sé neikvæðispúki sem ég er oft.Þá er ég þakklát fyrir þetta ár og já bara þakklát fyrir að geta verið til,það eru bara ekki allir jafn heppnir.



Og auðvitað fer ég inn í árið 2016 fullviss um að það er árið sem allt mun gerast og allir draumar munu rætast.


Gleiðilegt ár.


                                   Baddý !!!!!!!!!!!!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli