Jæja þá er komið hálft ár síðan við mæðginin fluttum á mölina.Og þetta er svo sannarlega búið að vera rússinbani upp og niður með ansi margt hjá okkur.En vissulega margt skemmtilegt búið að gerast og við höfum það ansi gott.
Og við búinn að vera að leita og leita að húsnæði undir okkur 2,og maður minn búinn að sækja um svo margar íbúðir og hef sjaldann fengið nokkur svör.Þetta er held ég bara erfiðasti frumskógur sem ég hef lent í.Það að hafa ekki sína eigins íbúð er frekar skrýtið.Og vorum heppinn að fá afnot af húsnæðinu sem við erum búinn að vera í.Og erum búinn að vera með eðal eintak af sambýling ekki spurning.En það er samt alltaf einhvern veginn best að vera útaf fyrir sig er svo mikill faggi ;)
En fyrir rétt 2 vikum ákvað ég einu sinni enn að sækja um íbúð hahaha sótti um og auðvitað bjóst ég ekki við neinu.En viti menn nokkrum dögum seinna fékk ég hringingu og boðið að koma að skoða.Og maður minn fór að skoða íbúðina hún lítil og ofsa sæt allt splúnku nýtt þarna.Og auðvitað hringdi ég um hæl og sagðist hafa mikinn áhuga að fá hana leigða og enn og aftur bjóst ég ekki við að þetta gegni upp.Og kraftaverkinn gerast skal ég segja ykkur með frábærri hjálp frá familíunni þá náði ég því að skrifa undir leigusamninginn í gær.Og fæ íbúðina afhenta á morgun vúhú.
Og ég er eiginlega ekki alveg að trúa þessu ennþá hahaha.En núna erum við kominn með heimili fyrir okkur.
Og auðvitað tekur núna við sú mikla gleði að fara að pakka öllu niður bera og bera.Er farinn að halda að innst inni hafi ég sjúklega gamann að pakka og flytja.Meina það er kommnir 6 mánuðir síðann ég gerði þetta síðast hahahaha.
Á síðustu 8 árum höfum við flutt að mig minnir allavega 6 sinnum og þetta verður sjöunda skiptið.Svo að það má segja að þetta sé árlegt hjá okkur hahaha.
En þetta veður geggjað.
Bið að heilsa í bili ætla að fara að horfa á dótið mitt og láta mig dreyma að það pakki sig sjálft.
Baddý bara !!!!!!!!!!!!!!!!






Engin ummæli:
Skrifa ummæli