Síður

miðvikudagur, 14. október 2015

Það er kominn 14 október

Upp er runninn 14 október,og komin 2 og hálfur mánuður síðann við fluttum í bæinn.Haustið er svo sannarlega mætt á svæðið lauf um alla garða og flest tré orðin gullinn að lit.

Það hefur sáralítið gerst hjá mér í sambandi við þessa endurhæfingu þar að segja.En fékk loksins út úr stöðumatinu hjá Virk og er ekkert að fara að vinna allavega alveg strax.Fer í sjúkraþjálfun sem betur fer og það byrjar reyndar ekki fyrr en 27 okt en byrjar þó þá.Og svo á ég að fara í eitthvað gigtar dæmi á Reykjarlundi,en það er ansi löng bið í það skilst mér.En það bjarta við þetta allt að þetta er allavega byrjað að rúlla eitthvað hjá mér.
Dreymdi reyndar um áður en ég kom að á þessum tíma væri búið að laga mig og ég byrjuð að vinna og læti.En hlutirnir fara víst sjaldnans eins og maður vill hafa þá.

Svo að núna er bara að bíða eftir að TR samþykki mig aftur á endurhæfingarlífeyrinn,það er ansi niðurdrepandi að hafa enga peninga og ekkert vita hvenær ég fæ þá næst.En það reddast vonandi líka á næstu dögum ætla bara að trúa því.


Hef svo verið að duddast í að prjóna sokka með áttablaða rósinni og ætlaði upphaflega að gera aðeins 3 pör sem ég var beðinn um að gera.En hef ekki haft undann hahahaha pörin orðin 6 allavega og búið að panta fleiri :) Svo að mér er allavega ekki að leiðast hérna vona að ég nái slatta af sokka pörum áður en ég fæ algjört ógeð að prjóna alltaf það sama hahahah.Væri bara bjútýfúl að geta reddast smá auka aur útá blessað prjónið.


En jæja ætla nú að hætta þessu pikki og fara að koma mér í að prjóna meira,leti er bönnuð.

Vona að þið eigið öll góðan dag,það ætlum við allaveg að gera.






                    Baddý !!!!!!!!!!!


föstudagur, 9. október 2015

Ljóskumóment búhú

Góðan dag núna er föstudagur og ég vöknuð fyrir allar aldir,sem er eiginlega ekkert nýtt lengur.

Næ bara að sofa 4-6 tíma í einu en þá er skrokkurinn búinn að fá mikið meira en nóg.Og þá er eina í stöðunni að drattast framm og fá sér kaffi,og leyfa liðunum að vakna í rólegheitum,sem stundum tekur allann morguninn.Svo að ef ég þyrfti að hlaupa niður stigana skyndilega þá tæki það sinn tíma hahahaha.

T.d það er frekar erfitt stundina að pikka á tölvuna vegna þess að blessaðir fingurnir eru ekki alveg vaknaðir ennþá.En þetta lifnar hægt og rólega við þegar lýður á daginn.

En átti alveg frábært ljósku móment í gær,opnaði tölvupóstinn minn og sá að ég átti póst frá íslenskri getspá.Og auðvitað tók hjartað kipp(vissi reyndar ekki að ég hefði hjarta),fór að ýminda mér svaðalegann vinning og að nú væri maður safe fjárhagslega.En þetta var nú ekki það stór vinningur hahahaha en engu að síður vinningur svo sem.En það er alveg ljóst að það er ekki nýr bíll og utanlandsferð í þessari viku.


En þessi ljósku móment eru fyndinn og ekki er þeim að fækka mikil aukning bara ef eitthvað er.Hélt að með aldrinum kæmi þroski og þar af leiðandi fækkun á ljóskustundunum en nei maður minn þau bara halda áfram að koma og stundum oft á dag.
Geta stundum verið drepfyndinn en ansi oft bara kjánaleg og mjög vandræðaleg.Er bara hætt að kippa mér upp við þau og já bara farinn að hlæja að þeim svona stundum,en aðallega inní mér sko.

En héðann er ekkert nýtt að frétta og ekkert að gerast bara sit við símann og býð.

En ætla að fara að hætta þessu pikki og drekka nokkra lítra af kaffi fyrir daginn og reyna svo að plana eitthvað ógurlega skemmtilegt að gera í dag.



Vona að þið eigið frábærann dag ég ætla að reyna það milli ljóskumómentanna minna ;)


                  Baddý úber ljóska!!!!!!!!!!


fimmtudagur, 8. október 2015

FJANDINN SKANDINN

Jæja jæja sit hérna og prjóna eins og flesta aðra morgna.Það er bara eins alla daga hér,voðalega rólegt og tíðindalaust.


Og ég er búinn að hanga í símanum síðustu daga,reyna að redda þessu bótadrasli og það gengur ansi hægt.
Er kominn með vægt ógeð á þessu drasli,það er ansi leiðinlegt að vita ekki hvort maður eigi fyrir salti í grautinn þennann mánuðinn eða ekki.Svo ég tali nú ekki um að það vilja allir fá reikninganna sína borgaða,og ekki mikill skilningur að það séu ekki til aurar fyrir þeim.


En þetta hlýtur að reddast einhvernveginn.

Fjandinn skandinn.

Ætlaði að vera svo fyndinn í blogginu í dag en bara væll og aftur væll,djöss það gengur alls ekki sko.

Hummm er að reyna að hugsa eitthvað svakalega sniðugt að skrifa um en það er bara allt blank.


Hendi bara inn brandara og málið er dautt :)
Fullorðin hjón voru að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt á lítilli sveitakrá nálægt heimilinu sínu.

Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?

"Þú studdir þig upp við girðinguna og ég tók þig aftan frá."

Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.

Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona upp á gamla tímann . Girðingin er hérna rétt hjá ?

Ooooooohhhhh , Stebbi .. segir frúin feimin, þú littli skratti.. Mér finnst þetta frábær hugmynd.

Maðurinn við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði sko ekki að miss af þessu og elti þau út.

Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort upp að öðru til að fá betri stuðning.

Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.

Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.

Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Honum varð hugsað til foreldra sinna, hvort þeir stunduðu enn svona villt og galið kynlíf.

Hann átti bágt með að trúa því.

Þegar kynlífsparið hafði legið í þrjátíu mínútur í grasinu til að jafna sig , risu þau gömlu á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.

Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , sagði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og miðnæturhraðlest! Gjörssamlega óstöðvandi.

Þegar gömlu hjónin gegnu fram hjá manninum sagði hann. Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?

Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum.. nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki rafmagnsgirðing!!

   
                                   Vona að þið eigið frábærann dag :)


                    Baddý !!!!!!! 



þriðjudagur, 6. október 2015

Nýtt líf :)

Góðan dag það er nú orðið ansi langt síðann ég hef sest niður og bloggað.Enda voðalega mikið búið að vera að gerast hjá okkur á síðustu mánuðum,og tölvuskrattinn búinn að vera í verkfalli.

Eins og flestir vita þá erum við mæðginin flutt á mölina,og erum búinn að vera hérna í 2 mánuði.

Það var ansi mikið mál að koma sér burt heilmikið vesen að pakka öllu henda drasli og ganga frá.En þetta tókst allt samann fyrir rest.Og ef ekki hefði verið fyrir góða hjálp frá nokkrum góðum aðilum þá hefði þetta sennilega ekki verið gerlegt.
Við leigðum okkur svo kassabíl til að ferja dótið og fórum á einum sólarhring vestur og aftur suður.Það var ansi strembinn sólarhringur verð ég að viðurkenna,en þetta tókst og allt komst suður óskemmt.


Drengurinn komst strax í að æfa fótbolta og það var þvílík himmnasending að fá það,og vorum við heppinn að fá það með góðri hjálp.Og hann er komin í góðan skóla og bókstaflega blómstrar þar,ótrúlegt að sjá svona mikla umbreytingu á honum á svona stuttum tíma.Þetta fær mann til að hugsa að við hefðum átt að vera farinn miklu fyrr.En maður gat ekki séð þetta fyrir framm svosem.


Svo erum við svo heppinn að eiga hana elsku Regínu að hún bauðst til að vera fyrir hönd Guðbjarts í söfnun fyrir bekkjarferðalagið sem er næsta vor með bekknum hans fyrir vestann.Get eiginlega ekki lýst því hvað við erum þakklát fyrir það,hún er sko ótrúleg þessa frænka hans.
Svo að nú er bara allt uppá við fyrir blessaðann peyjann minn og það er svo frábært.En vissulega saknar hann þess að hitta ekki félaganna en hefur verið heppinn að hitta þá hérna í bænum,og hann er í stöðugu tölvu sambandi við þá flesta.


Hjá mér hefur voðalega lítið gerst í þessu endurhæfingar dæmi er búinn að bíða síðann ég kom suður eftir að komast í eitthvað dæmi.Og búinn að fara í allskynns viðtöl og læti en þetta er allt á hraða snigilsins og verð að játa að ég hef ekki sérlega mikla þolinmæði í svoleiðis.Og þar sem ég er ekki kominn í fasta endurhæfingu þá missti ég endurhæfingarlífeyrinn og er enn og aftur að byrja uppá nýtt í þessu blessaða pappírsflóði og leiðindum.Það segir sig eiginlega sjálft að maður lifir ekki í borginni peningalaus.En það þýðir ekkert að gefast upp bara gefa í og halda áfram,en maður minn það er fjandi freistandi að breiða bara yfir haus núna og gefast upp.Það er auðvitað ekki í boði svo núna skal leitað allra leiða til að framfleyta sér hérna.

En það að komast í nýtt umhverfi hefur svo sannarlega gert heilmikið fyrir mig líka.Það er ekki bara drengurinn sem hefur grætt,svo æðislegt að geta hitt stelpurnar miklu oftar og bara allt voðalega spennandi.Og ekki lengur þessi hvíði sem maður var kominn með alla daga að rekast á fólk sem manni langaði bara ekkert að sjá.Núna get ég farið út og þarf ekkert að vera með þennann hvíða hnút sem var orðinn fastur í manni alla daga.Og viti menn maður verður allur svo miklu léttari jafnt á sál og líkama.En vissulega sakna ég vinanna fyrir vestann,en hitti þá aftur það er klárt mál.

Skrokkurinn hefur nú samt verið að stríða mér mikið eftir að ég kom suður,gekk vel frá honum í þessum fluttningum.En það gengur vonandi til baka,og svo síðustu daga hefur hann verið í virkilegu lamasessi en það er sennilega vegna þess að maður er búinn að vera með áhyggjur af þessu endurhæfinga lífeyrisdrasli.


Svo að núna er bara næsta verkefni að redda þessum fjármálum sínum og halda áfram að finna einhverja íbúð fyrir okkur mæðginin.


Svo bara smæla vel framan  í heiminn. Ekkert annað í boði.


Jæja ætla að hætta þessu bulli mínu og koma mér í símann að fara að hringja í hina og þessa staði til að redda þessu ;)



Vona að þið eigið öll frábærann dag,Það ætla ég að gera eki spurning.




                          BADDÝ!!!!!!!!!