Það hefur sáralítið gerst hjá mér í sambandi við þessa endurhæfingu þar að segja.En fékk loksins út úr stöðumatinu hjá Virk og er ekkert að fara að vinna allavega alveg strax.Fer í sjúkraþjálfun sem betur fer og það byrjar reyndar ekki fyrr en 27 okt en byrjar þó þá.Og svo á ég að fara í eitthvað gigtar dæmi á Reykjarlundi,en það er ansi löng bið í það skilst mér.En það bjarta við þetta allt að þetta er allavega byrjað að rúlla eitthvað hjá mér.
Dreymdi reyndar um áður en ég kom að á þessum tíma væri búið að laga mig og ég byrjuð að vinna og læti.En hlutirnir fara víst sjaldnans eins og maður vill hafa þá.
Svo að núna er bara að bíða eftir að TR samþykki mig aftur á endurhæfingarlífeyrinn,það er ansi niðurdrepandi að hafa enga peninga og ekkert vita hvenær ég fæ þá næst.En það reddast vonandi líka á næstu dögum ætla bara að trúa því.
Hef svo verið að duddast í að prjóna sokka með áttablaða rósinni og ætlaði upphaflega að gera aðeins 3 pör sem ég var beðinn um að gera.En hef ekki haft undann hahahaha pörin orðin 6 allavega og búið að panta fleiri :) Svo að mér er allavega ekki að leiðast hérna vona að ég nái slatta af sokka pörum áður en ég fæ algjört ógeð að prjóna alltaf það sama hahahah.Væri bara bjútýfúl að geta reddast smá auka aur útá blessað prjónið.
En jæja ætla nú að hætta þessu pikki og fara að koma mér í að prjóna meira,leti er bönnuð.
Vona að þið eigið öll góðan dag,það ætlum við allaveg að gera.
Baddý !!!!!!!!!!!




















