Síður

þriðjudagur, 13. maí 2014

Vúhú ég átti AFMÆLI í gær :)




Jæja þá er 13 maí bara skollinn á sól og kaldur vindur í dag.Og ég gær náði ég þeim einstaka áfanga að verða einu árinu eldri,já og segi einstaka áfanga maður á bara að vera ánægður að fá að eiga alltaf afmæli.Það eru nú ekki allir sem geta notið þess svo að ég lýt á það í dag sem forréttindi.Set inn hérna nokkrar mjög gamlar afmælismyndir úr sveitinni :)



Dagurinn var voðalega fínn bara í alla staði í gær blessuð kisan mín skilaði sér heim í gærmorgun og var búinn að vera týnd í smá tíma.Sem að sjálfsögðu var að fara alveg með mig þoli eki þegar hún lætur sig hverfa svona,hélt að hún væri orðin svo gömul að hún væri bara hætt þessari vittleysu.


Og svo varð ég að vinna nokkra kluutíma í gær það var ekkert leiðinlegt.En skemmtilegast af öllu var að við vinkonurnar fórum út að borða í gærkveldi og maður minn það var gaman góður matur smá dass af rauðu og hlegið afaskaplega mikið.

Svo að það má eignlega bara að segja að ég hafi bara haldið uppá daginn mjög vel.Fór einmitt að hugsa til þess þegar ég var lítil hvað mér fannst alltaf afmælisdagurinn afskaplega skemmtilegur fékk að vera prinsessa einn dag og halda pylsuparty það var bara toppurinn af öllu.


En ætla að láta þetta duga í bili í dag og fara að njóta þess að vera árinu eldri og gera eitthvað af viti,orðinn svo óendanlega þroskuð kanski ég fari bara í hugleiðslu eða eitthvað álíka þroskað framm að hádegi.



                                                 Baddý 

2 ummæli:

  1. hahahha vá ertu að grínast,,
    hendum á þig yfirvaraskeggi og við erum komin með mynd nr 3 !

    SvaraEyða
    Svör
    1. hahahaha ertu að meina myndina af pabba ?

      Eyða