Jæja núna er orðið frekar langt síðan ég bloggaði síðast,komin einhver leti í mann.En það er svosem ekkert svo mikið að blogga um þessa dagana.
Sumarið virðist vera komið allavega og bara búið að vera frábært veður síðustu daga.Ég fór til Reykjavíkur í síðustu viku að hitta bæklunarlæknir og ég er með rifinn liðþófa og þarf að fara í aðgerð.Ekkert sérlega spennandi en fæ allavega gert við ljóta hnéð.
Svo fer alveg að fara að skella á sauðburður og er það nú alltaf skemmtilegur tími,verður frábært að komast heim í fjörðinn fagra og vera þar í einhvern tíma.
En jæja ætla að fara að gera eitthvað áður en ég mæti í vinnu eigiði góðan dag.
Baddý :).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli