Síður

föstudagur, 16. maí 2014

Þá er að bresta á fæðingarorlofið :)

Núna er heimurinn voðalega fallegur og hreinn ringdi í nótt og auðvitað var þvottur á snúrunum hjá mér.
Held að það sé einhver on off takki hjá þessum veðurguðum og alltaf ýta þeir á on þegar sést þvottur á snúrum frá mér.


En ég verð bara að taka inn helv fötin og reyna að dreyfa þeim hérna um húsið svo það þorni.Erum að fara norður á eftir í fallega fjörðin og vera þar í nokkurn tíma að taka á móti fáeinum lömbum.



Þetta er alltaf voðalega gaman að komat heim og vera með í sauðburði gæti ekki hugsað mér lífið öðruvísi.En í ár er ég með smá hvíðahnút í maganum yfir þessu útaf ljóta hnénu.En þetta verður bara að reddast það verður  að haga sér vel í nokkrar vikur.


Jæja hef eiginlega bara ekkert meira að skrifa um ætli það sé ekki best að fara að byrja að pakka sig niður já og reyna að leggja sig eitthvað,byrja á næturvakt í nótt.    




                     Bless í bili 




                       Baddý :)

þriðjudagur, 13. maí 2014

Vúhú ég átti AFMÆLI í gær :)




Jæja þá er 13 maí bara skollinn á sól og kaldur vindur í dag.Og ég gær náði ég þeim einstaka áfanga að verða einu árinu eldri,já og segi einstaka áfanga maður á bara að vera ánægður að fá að eiga alltaf afmæli.Það eru nú ekki allir sem geta notið þess svo að ég lýt á það í dag sem forréttindi.Set inn hérna nokkrar mjög gamlar afmælismyndir úr sveitinni :)



Dagurinn var voðalega fínn bara í alla staði í gær blessuð kisan mín skilaði sér heim í gærmorgun og var búinn að vera týnd í smá tíma.Sem að sjálfsögðu var að fara alveg með mig þoli eki þegar hún lætur sig hverfa svona,hélt að hún væri orðin svo gömul að hún væri bara hætt þessari vittleysu.


Og svo varð ég að vinna nokkra kluutíma í gær það var ekkert leiðinlegt.En skemmtilegast af öllu var að við vinkonurnar fórum út að borða í gærkveldi og maður minn það var gaman góður matur smá dass af rauðu og hlegið afaskaplega mikið.

Svo að það má eignlega bara að segja að ég hafi bara haldið uppá daginn mjög vel.Fór einmitt að hugsa til þess þegar ég var lítil hvað mér fannst alltaf afmælisdagurinn afskaplega skemmtilegur fékk að vera prinsessa einn dag og halda pylsuparty það var bara toppurinn af öllu.


En ætla að láta þetta duga í bili í dag og fara að njóta þess að vera árinu eldri og gera eitthvað af viti,orðinn svo óendanlega þroskuð kanski ég fari bara í hugleiðslu eða eitthvað álíka þroskað framm að hádegi.



                                                 Baddý 

laugardagur, 10. maí 2014

Tíminn lýður hratt á gerfihnattar öld :)

Jæja núna er komin laugardagurinn 10 maí vá hvað tíminn er eitthvað að flýta sér.Og alveg að fara að bresta á að við flytjum í sveitina góðu til að fara í sauðburð,komin smá spenna í mann .

En ætla að vinna í nokkra daga enn og svo verður það bara sveitasælan,alveg til 1 jún en þá verð ég að brenna suður og aðgerð 2 jún vúúpa nýtt og fallegt hné.


En hef bara eiginlega ekkert hugmyndaflug í dag hvað ég á að skrifa svo að ætli það sé ekki bara best að drekka smá meira kaffi er svo að fara að vinna eftir smá stund,vinn bara hálfar vaktir þessa dagana hvíla ljóta hnéð.    





                   Bless í bili Baddý.

mánudagur, 5. maí 2014

Sumarið er komið svei mér þá

Jæja núna er orðið frekar langt síðan ég bloggaði síðast,komin einhver leti í mann.En það er svosem ekkert svo mikið að blogga um þessa dagana.

Sumarið virðist vera komið allavega og bara búið að vera frábært veður síðustu daga.Ég fór til Reykjavíkur í síðustu viku að hitta bæklunarlæknir og ég er með rifinn liðþófa og þarf að fara í aðgerð.Ekkert sérlega spennandi en fæ allavega gert við ljóta hnéð.



Svo fer alveg að fara að skella á sauðburður og er það nú alltaf skemmtilegur tími,verður frábært að komast heim í fjörðinn fagra og vera þar í einhvern tíma.


En jæja ætla að fara að gera eitthvað áður en ég mæti í vinnu eigiði góðan dag.



                                              Baddý :).