Síður

miðvikudagur, 25. janúar 2017

Lífið er ekki bara dans á rósum alla daga trallala

Einu sinni enn er ég farinn að tjá mig.Ha ha byrjaði þetta blogg i mikilli bjartsýni að hér myndi ég bara pósta eintómi gleði ;). En þeir sem þekkja mig vita að það er ekki satt ha ha ha.


En þannig er það bara að ég er ekki alveg að ná að gera lífið fullkomið eins og ég vildi,er ekki alveg að púlla Kim Karsidan á þetta sko.Hef verið  að berjast við þennann helvítans draug sem heitir vefjagigt í ansi langann tíma,og skammast mín hrikalega fyrir það.Hef afneitað þessu í mörg ár og barist við þessa skömm,já þetta er skömm.

Ég lýt þokkalega eðlilega út er samt lítill og feit ;) en á hverjum degi finn ég til á ótrúlegustu stöðum án þess að það hafi verið álag á þá.

Suma daga á ég erfitt með að fara frammúr og get mig varla hreyft,suma daga er mér kanski bara smá illt í bakinu.En yfirleitt alla daga er ég heft vegna mikilla verkja í hnjánum og það skerðir mína getu.Ég fór í litla liðþófa aðgerð á hnjánum fyrir HALLÓ 2 árum og mig verkjar enn.Og stundum þegar ég er bara að ganga eða bara í búðinni þá fæ ég sting í liðamótin og verð ofsa þreytt og ég ræð ekki við það.Og þetta er viðvarandi ástand sem ég ræð ekki við.Einn daginn get ég verið hoppandi hress og þann næsta bara eymingi.

Og vá .á það er æðislegt að vera svona eymingi og lifa á kerfinu,maður hefur það æðislega gott.Já einmitt maður hefur það æðislegt ekki satt.Síðustu 2 ár hef ég uppá hvern fokking mánuð þurft að betla og skrapa nánast og berjast fyrir hverri krónu.Sanna stanslaust í alla staði að ég er ræfill reyna að fá bætingu á þessum vonlausa skrokk.Eftir 2 ár er ég í rauninni eins ef ekki verri ja  allavega andlega búinn.

Og viti menn fæ alveg 31.679 kr ég datt í lukku pottinn ekki satt metinn 50 %öryrki og þetta er minn örorkustyrkur.Get ekki líkamlega unnið 100%vinnu en þetta er það sem ég fæ heppinn og svo er tekinn skattur af þessu öllu það má ekki gleyma því. Svo að það má eiginlega segja að ekki verða eins og ég því að þá eru allar dyr lokaðar.

BITE ME ;)

Hey hver vill borga leiguna mína bara 190 þús ;)

En segi bara lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil

mánudagur, 28. nóvember 2016

Aðventan jæækss :(

Jæja ansi að síðan ég bloggaði síðast :) 

En tilgangurinn í upphafi af þessu bloggi var að ég ætlaði að setja inn mína sigra aððalega og já einnig töp.

Og það hefur eiginlega verið bara frekar mikilir ósigrar
síðustu mánuði svo að bloggið hefur verið jaaaa svona eiginlega það síðasta sem ég hef gert.En alls ekki allt hefur verið ósigur hjá mér,á börnin mín og litla grísinn sem er barnabarnið.Þau eru minn stærsti sigur og veita mér gleði að eiga alla daga.

En núna er ég bara eiginlega gjörsamlega búinn á því,og þá meina ég fjárhaldslega og já og sennilega andlega líka.

Ég er búinn að vera að vinna í heilsunni já og óheilsunni núna í nærri 3 ár,og hreinlega veit ekki hvort er verra.

En þannig er það að ég er ekki búinn að geta unnið eða vera almennilegur samfélagsþegn síðann í maí 2014 og maður minn það er ekki gamann né gott fyrir sálina.

Búinn að vera á endurhæfingarlífeyri og ekki á endurhæfingarlífeyri endalausts basl eiginlega,búinn að vera í endurhæfingu í 2 ár.Já og gert mitt allra besta til að nýta mér allt og gera allt sem mér er ráðlagt að gera.Og núna er minni endurhæfingu lokið og ennþá er ég ónýt.Og núna er ég bara eiginlega í meira en lausu lofti veit ekkert hvað ég get gert eða hvaða úrræði eru til.Búinn að fara hingað og þangað og eiginlega fátt um svör.

En get allavega sagt að þau svör sem ég fæ eru þannig að ég mun ekki geta borgað leigu né geta gefið barninu mínu að borða.Svo að það er eiginlega kominn að einum ósigrinum enn.


Ég veit að ég er alls ekki ein í að eiga ekki neitt,það eru svo ótalmargir aðrir sem eru í sömu stöðu.En það er drullufúlt að eiga ekki liggur fyrir mat og rauði krossinn hringir og byður mann að styðja innflytjendur og maður segir nei því miður og daginn eftir hringja þeir aftur daaaa.Hvernig væri að hjálpa nágrannannum áður fyrst.

Segi bara góða aðventu til ykkar allra .



Baddý



mánudagur, 18. júlí 2016

Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,

Jæja það er nú orðið ansi langt síðann ég nennti að setjast niður og blogga.Enda er talvan orðinn það lúin að það er bara heppni ef  hún lifnar við þegar á henni er kveikt.


Var að fatta að það er alveg að verða komið ár síðan við tókum okkur til og fluttum hingað í borg óttans.Og ansi margt búið að gerast á þessum tíma,drengurinn búin að blómstra á fullu í boltanum.Hann náði líka þeim merka áfanga að útskrifast úr grunnskóla með alveg ágætar einkunnir.Og er kominn með skólavist í FB næsta vetur,og það er bara spenna fyrir því.Hann var nú búinn að ákveða í fyrrahaust að hann ætlaði sko ekki í framhaldsskóla,en sem betur fer breyttist sú ákvörðun eftir að hafa farið og skoðað skólan.
Hann var einnig svo heppinn að fara í skólaferðalag með gamla bekknum frá Patró í vor til Svíþjóðar og það var ofsa gaman,fór svo bekkjarferð hérna innanlands með bekknum sínum hérna líka.Og í þessum töluðu orðum er hann í fótbolta ferðalagi með liðinu sínu í Svíþjóð,svo að hann er sko búinn að vera á faraldsfæti síðan í maí.


En það er voða fátt nýtt búið að gerast hjá mér,svona eiginlega allt við það sama.Er að bögglast við að vera í endurhæfingu láta laga þennann skrokk og hefur það gengið hægt.Var heppinn að komast að á Reyjarlundi og búin með 3 vikur af 6 þar,og eins og alltaf þá vill ég vera komin lengra en raunin er.Var svo viss að á þessum tíma árs væri ég hlaupandi á fjöll verkjalaus og í vinnuleit.
En það virðist eitthvað ætla að frestast eins og svoooo mörg góð plön hjá mér.


Eins og ég sagði þá einhvernveginn frestast flest eða fer á hold.Það er ekki sérlega gaman oft á tíðum kanski að margir haldi að maður hafi það bara ofsa fínt hangandi heima á bótum.
En staðreyndin er svolítið önnur get alveg fullyrt að það verður enginn ríkur á því að hanga heima og hafa það gott á bótum.Yfirleitt þegar mánuðurinn er að verða búinn þá er kortið tómt,og það þarf að úthugsa vel það sem þarf að elda.Þegar maður hangir heima á bótum þá verða nú flestir dagar eins.Maður flýtur einhvernveginn í gegnum dagana tilheyrir engu.Og það er full vinna að finna eitthvað að bralla til að fylla upp í daginn.Og vissulega er það búið að vera ofsa gott að hafa Reykjalund til að mæta í daglega.Og flesta daga þar er ég búinn á því eftir daginn sem er bara ágætt,en líka svolitið skelfilegt að geta ekki haldið út heilan dag án þess að verða gjörsamlega búin á því og með verki um allt.


Hefði ég vitað 2014 að þessar blessuðu aðgerðir á hnjánum myndu draga svona stóran dilk á eftir sér þá hefði ég sennilega ekki farið í þær.En getur alltaf sagt svona eftir á ha ha ,á þessum tíma var ég mjög verkjuð útaf þeim.En svo 2 árum seinna er ég ennþá verkjuð og suma daga verri,en maður gat auðvitað ekki vitað þetta fyrir.En ef ég lýt til baka þá man ég ekki nokkurn dag svona síðustu 20 árin allavega sem ég hef ekki verið verkjuð,held að þetta sé bara orðið svona normal tilfinning bara misjafnlega slæm.Búin að fara í milljón skoðanir og prufur útaf verkjum sem hoppar um skrokkinn suma mánuði leggst það á bakið suma mánuði axlir og eftir aðgerðir alla daga verkir í hnjám.Og svo fór ég til gigtar læknis og fékk að vita eftir að hann potaði í mig hér og þar um skrokkinn vefjagigt blaaaaa.Og ráðið sem ég fékk hreyfðu þig borðaðu hollt og hættu að reykja.Og viti menn gerði allt þetta var reyndar búin að því áður en ég mætti hjá honum (reyndar ný hætt að reykja).Og ennþá er allt eins nema að ef ég fer núna til læknis og eitthvað hrjáir mig þá já hey þú ert með vefjagigt svo að þetta er sennilega út frá henni sem þér er illt.Svo að í dag skrifast allt á vefjuna,mjög heppileg lausn ekki satt.

Jæja þetta er orðið bara ágætt bull í dag :)

Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum,
en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum,
og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.

Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,
og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,
en hamingjan sneri sér frá mér og gegndi mér ekki.

Og loksins varð sunnlenskan eiginleg munni í mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.
Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna,
en þá var hún orðin vestfirsk í framburði sínum.

: Steinn Steinar 

Vona að dagurinn verði ykkur góður ég ætla allavega að njóta hans og sólarinnar.



Baddý !!!!!!!!!!!!


föstudagur, 12. febrúar 2016

Föstudags fjör hér :)

Jæja jæja dagur 2 í að flytja hjá okkur.......úfff.


Sko það er ekki gamann a
ð pakka draslinu sínu hahahaha,en ætti nú að fara að verða fagmaður í þessu.Fór 11 í gærmorgun að taka við lyklunum af nýja heimilinu okkar,og það var visslulega frábært.Kominn með heimili fyrir okkur og lögheimili þar sem við búum,þetta veitir manni öryggiskennd fyrir allann peninginn.


Við mæðginin byrjuðum að ferja kassa í gær og það var hrikalega ekki gamann hahahahaha.En hann Gráni er ekki alveg nægilega stór svo að það voru kanski 7-8 kassar í hverri ferð jú og ein hilla.Byrjuðum að ferja bækurnar og þeim hent uppí hillu til að nýta kassana aftur.Og auðvitað gafst þessi skrokkur upp í gærkveldi og neitaði að hlýða mér.
En náði í morgun að neyða hann í að klára að setja í kassa það sem var eftir í stofunni.

Og núna sit ég hérna stari á draslið og veit hreinlega ekki hvað ég á að pakka næst hahaha.

En bara eftir 3 skápar í eldhúsinu og svo og svo og svo ...........:)


Ætla að reyna að klára þetta í dag og við Gráni lullumst með kassa eftir kassa á eftir.



En er á vælunni núna hahaha en þegar þetta er búið þá verður nú gaman.Þetta er svona eins og erfið fæðing maður er vitskertur og segir ég ætla aldrei að gera þetta aftur en svo þegar þetta er yfirstaðið þá er maður búinn að gleyma öllu í sambandi við þetta.
En vona samt að það verði langt í næstu fluttninga,að núna getum við kanski búið meira en 6 mánuði á einum stað hahahahaha.



Jæja ætla að hætta þessu blessaða bulli og hendast í að henda í kassa já og svo fleiri kassa gleði gleði.




                          Baddý bara !!!!!!!!!!!



miðvikudagur, 10. febrúar 2016

Kraftaverkin gerast sennilega ennþá :)

Jæja þá er komið hálft ár síðan við  mæðginin fluttum á mölina.Og þetta er svo sannarlega búið að vera rússinbani upp og niður með ansi margt hjá okkur.En vissulega margt skemmtilegt búið að gerast og við höfum það ansi gott.


Og við búinn að vera að leita og leita að húsnæði undir okkur 2,og maður minn búinn að sækja um svo margar íbúðir og hef sjaldann fengið nokkur svör.Þetta er held ég bara erfiðasti frumskógur sem ég hef lent í.Það að hafa ekki sína eigins íbúð er frekar skrýtið.Og vorum heppinn að fá afnot af húsnæðinu sem við erum búinn að vera í.Og erum búinn að vera með eðal eintak af sambýling ekki spurning.En það er samt alltaf einhvern veginn best að vera útaf fyrir sig er svo mikill faggi ;)




En fyrir rétt 2 vikum ákvað ég einu sinni enn að sækja um íbúð hahaha sótti um og auðvitað bjóst ég ekki við neinu.En viti menn nokkrum dögum seinna fékk ég hringingu og boðið að koma að skoða.Og maður minn fór að skoða íbúðina hún lítil og ofsa sæt allt splúnku nýtt þarna.Og auðvitað hringdi ég um hæl og sagðist hafa mikinn áhuga að fá hana leigða og enn og aftur bjóst ég ekki við að þetta gegni upp.Og kraftaverkinn gerast skal ég segja ykkur með frábærri hjálp frá familíunni  þá náði ég því að skrifa undir leigusamninginn í gær.Og fæ íbúðina afhenta á morgun vúhú.



Og ég er eiginlega ekki alveg að trúa þessu ennþá hahaha.En núna erum við kominn með heimili fyrir okkur.



Og auðvitað tekur núna við sú mikla gleði að fara að pakka öllu niður bera og bera.Er farinn að halda að innst inni hafi ég sjúklega gamann að pakka og flytja.Meina það er kommnir 6 mánuðir síðann ég gerði þetta síðast hahahaha.

Á síðustu 8 árum höfum við flutt að mig minnir allavega 6 sinnum og þetta verður sjöunda skiptið.Svo að það má segja að þetta sé árlegt hjá okkur hahaha.



En þetta veður geggjað.

   Bið að heilsa í bili ætla að fara að horfa á dótið mitt og láta mig dreyma að það pakki sig sjálft.



                                Baddý bara !!!!!!!!!!!!!!!!




miðvikudagur, 30. desember 2015

Jæja enn eitt árið að klárast vúhú :)

Góðan dag nú er síðasti dagur þessa árs að renna upp og ég sit hérna alein í morgunnþögninni á náttsloppnum.

Þegar koma áramót þá fer maður alltaf að rifja upp hvað hefur gerst síðasta árið.Svona Kryddsíld hugans má eiginlega segja hahaha.
Og eins og í Kryddsíldinni þá er þetta allt misjafnlega skemmtilegt það sem poppar upp af minningum eftir heilt ár.

Og eins og öll áramót þá ákvað maður í fyrra að láta árið 2015 vera árið sem allt mun ganga upp og allt mun gerast.En viti menn það gekk auðvitað ekki upp,ekki frekar en öll hin árin.
En árið byrjaði auðvitað á því að ég datt útaf endurhæfingarlífeyrinum og var launalaus fyrstu 3 mánuði ársins.Það var nú ekki sérlega skemmtilegt en við lifðum það af.Svo í Mars fór ég til gigtarlæknis og auðvitað átti hann að gefa mér væna sprautu og fixa mig,en gekk þaðan út frekar fúl og með greiningu um að ég er með slæma vefjagigt.Fjárans bömmer var það og ég var sko ekki sátt.

En í sama mánuði fæddist lítið skott hún Emilía litla og það kom nú ansi mikilli birtu í veröldina.Alexandra og Ísak eru alveg fyrirmyndar foreldrar og litla dýrið blóomstrar.Og það er fátt meira gamann en að fara til þeirra og fá að knúsast í litlu dömunni.


Við ákváðum endanlega að flytja í borgina í fyrravetur og leituðum og leituðum að íbúð.Og svo vorum við ofsa heppinn að detta niður á eina og 1 ágúst vorum við flutt í bæinn.Drengurinn svo ofsa heppinn að komast beint í að æfa fótbolta hjá Leiknir,og var það í gegnum góðan vin sem það datt uppí hendurnar á okkur.
Svo byrjaði hann í Hólabrekkuskóla í haust og auðvitað var mammann með í maganum yfir því.Þar sem hann er frekar feiminn og lokaður og hefur ekki notið sín í skóla í mörg ár.En viti menn drengurinn gjörsamlega blómstrar þarna,má eiginlega segja að það sé nýr drengur.

En eitt af því sem fylgdi því að flytja var að við þurftum að láta kisurnar okkar frá okkur.Systur mínar voru mjög góðar og fóstruðu þær fyrsta mánuðinn,planið var að finna íbúð sem leyfði gæludýr.En við fundum enga slíka og endaði með að ég kom þeim að hjá dýrahjálp sem kom þeim á heimili.Verð að viðurkenna að það var mjög leiðinlegt að láta þær frá sér,sakna þeirra mikið.En þetta verður að vera svona.

Svo datt ég auðvitað aftur af endurhæfingarlífeyri þegar ég flutti hingað suður hahahaha.Og tók það yfir 2 mánuði að komast aftur á hann,og í millitíðinni komst ég loksins í endurhæfingu.Er búinn að vera á námskeiði í Heilsuborg og held áfram þar eftir áramótin.Það hefur gjörsamlega bjargað mér að komast þangað.Fer flesta daga og nýti mér salin þar og viti menn sál og líkami mun hressari fyrir vikið.

Svo kom desember með allri sinni dýrð,jólaundirbúningur og læti.Ég er auðvitað jólafaggi mikill og hef voðalega gaman af jólaljósunum og öllu kósýdótinu sem fylgir.En á jólunum verð ég líka döpur og fannst þessi jól vera svona einhversskonar tímamót.Á jóladag voru 10 ár síðann hann pabbi tapaði fyrir krabbaskrattanum,og það er svo skrýtið að maður man þennann dag eins og hann hafi gerst í gær.Og einhvernveginn var svo furðulegt að hugsa til þess að það eru kominn 10 ár án hans.Og maður minn svo mikið búið að gerast á þessum 10 árum.


En í heildina litið þá er þetta bara búið að vera frábært ár og ansi margt búið að gerast hjá okkur.Auðvitað stendur uppúr öllu þessu að Alexandra eignaðist Emilíu.

Og viti menn þótt að margir haldi að ég sé neikvæðispúki sem ég er oft.Þá er ég þakklát fyrir þetta ár og já bara þakklát fyrir að geta verið til,það eru bara ekki allir jafn heppnir.



Og auðvitað fer ég inn í árið 2016 fullviss um að það er árið sem allt mun gerast og allir draumar munu rætast.


Gleiðilegt ár.


                                   Baddý !!!!!!!!!!!!



miðvikudagur, 14. október 2015

Það er kominn 14 október

Upp er runninn 14 október,og komin 2 og hálfur mánuður síðann við fluttum í bæinn.Haustið er svo sannarlega mætt á svæðið lauf um alla garða og flest tré orðin gullinn að lit.

Það hefur sáralítið gerst hjá mér í sambandi við þessa endurhæfingu þar að segja.En fékk loksins út úr stöðumatinu hjá Virk og er ekkert að fara að vinna allavega alveg strax.Fer í sjúkraþjálfun sem betur fer og það byrjar reyndar ekki fyrr en 27 okt en byrjar þó þá.Og svo á ég að fara í eitthvað gigtar dæmi á Reykjarlundi,en það er ansi löng bið í það skilst mér.En það bjarta við þetta allt að þetta er allavega byrjað að rúlla eitthvað hjá mér.
Dreymdi reyndar um áður en ég kom að á þessum tíma væri búið að laga mig og ég byrjuð að vinna og læti.En hlutirnir fara víst sjaldnans eins og maður vill hafa þá.

Svo að núna er bara að bíða eftir að TR samþykki mig aftur á endurhæfingarlífeyrinn,það er ansi niðurdrepandi að hafa enga peninga og ekkert vita hvenær ég fæ þá næst.En það reddast vonandi líka á næstu dögum ætla bara að trúa því.


Hef svo verið að duddast í að prjóna sokka með áttablaða rósinni og ætlaði upphaflega að gera aðeins 3 pör sem ég var beðinn um að gera.En hef ekki haft undann hahahaha pörin orðin 6 allavega og búið að panta fleiri :) Svo að mér er allavega ekki að leiðast hérna vona að ég nái slatta af sokka pörum áður en ég fæ algjört ógeð að prjóna alltaf það sama hahahah.Væri bara bjútýfúl að geta reddast smá auka aur útá blessað prjónið.


En jæja ætla nú að hætta þessu pikki og fara að koma mér í að prjóna meira,leti er bönnuð.

Vona að þið eigið öll góðan dag,það ætlum við allaveg að gera.






                    Baddý !!!!!!!!!!!