Jæja það er nú orðið ansi langt síðann ég nennti að setjast niður og blogga.Enda er talvan orðinn það lúin að það er bara heppni ef hún lifnar við þegar á henni er kveikt.
Var að fatta að það er alveg að verða komið ár síðan við tókum okkur til og fluttum hingað í borg óttans.Og ansi margt búið að gerast á þessum tíma,drengurinn búin að blómstra á fullu í boltanum.Hann náði líka þeim merka áfanga að útskrifast úr grunnskóla með alveg ágætar einkunnir.Og er kominn með skólavist í FB næsta vetur,og það er bara spenna fyrir því.Hann var nú búinn að ákveða í fyrrahaust að hann ætlaði sko ekki í framhaldsskóla,en sem betur fer breyttist sú ákvörðun eftir að hafa farið og skoðað skólan.
Hann var einnig svo heppinn að fara í skólaferðalag með gamla bekknum frá Patró í vor til Svíþjóðar og það var ofsa gaman,fór svo bekkjarferð hérna innanlands með bekknum sínum hérna líka.Og í þessum töluðu orðum er hann í fótbolta ferðalagi með liðinu sínu í Svíþjóð,svo að hann er sko búinn að vera á faraldsfæti síðan í maí.
En það er voða fátt nýtt búið að gerast hjá mér,svona eiginlega allt við það sama.Er að bögglast við að vera í endurhæfingu láta laga þennann skrokk og hefur það gengið hægt.Var heppinn að komast að á Reyjarlundi og búin með 3 vikur af 6 þar,og eins og alltaf þá vill ég vera komin lengra en raunin er.Var svo viss að á þessum tíma árs væri ég hlaupandi á fjöll verkjalaus og í vinnuleit.
En það virðist eitthvað ætla að frestast eins og svoooo mörg góð plön hjá mér.
Eins og ég sagði þá einhvernveginn frestast flest eða fer á hold.Það er ekki sérlega gaman oft á tíðum kanski að margir haldi að maður hafi það bara ofsa fínt hangandi heima á bótum.
En staðreyndin er svolítið önnur get alveg fullyrt að það verður enginn ríkur á því að hanga heima og hafa það gott á bótum.Yfirleitt þegar mánuðurinn er að verða búinn þá er kortið tómt,og það þarf að úthugsa vel það sem þarf að elda.Þegar maður hangir heima á bótum þá verða nú flestir dagar eins.Maður flýtur einhvernveginn í gegnum dagana tilheyrir engu.Og það er full vinna að finna eitthvað að bralla til að fylla upp í daginn.Og vissulega er það búið að vera ofsa gott að hafa Reykjalund til að mæta í daglega.Og flesta daga þar er ég búinn á því eftir daginn sem er bara ágætt,en líka svolitið skelfilegt að geta ekki haldið út heilan dag án þess að verða gjörsamlega búin á því og með verki um allt.

Hefði ég vitað 2014 að þessar blessuðu aðgerðir á hnjánum myndu draga svona stóran dilk á eftir sér þá hefði ég sennilega ekki farið í þær.En getur alltaf sagt svona eftir á ha ha ,á þessum tíma var ég mjög verkjuð útaf þeim.En svo 2 árum seinna er ég ennþá verkjuð og suma daga verri,en maður gat auðvitað ekki vitað þetta fyrir.En ef ég lýt til baka þá man ég ekki nokkurn dag svona síðustu 20 árin allavega sem ég hef ekki verið verkjuð,held að þetta sé bara orðið svona normal tilfinning bara misjafnlega slæm.Búin að fara í milljón skoðanir og prufur útaf verkjum sem hoppar um skrokkinn suma mánuði leggst það á bakið suma mánuði axlir og eftir aðgerðir alla daga verkir í hnjám.Og svo fór ég til gigtar læknis og fékk að vita eftir að hann potaði í mig hér og þar um skrokkinn vefjagigt blaaaaa.Og ráðið sem ég fékk hreyfðu þig borðaðu hollt og hættu að reykja.Og viti menn gerði allt þetta var reyndar búin að því áður en ég mætti hjá honum (reyndar ný hætt að reykja).Og ennþá er allt eins nema að ef ég fer núna til læknis og eitthvað hrjáir mig þá já hey þú ert með vefjagigt svo að þetta er sennilega út frá henni sem þér er illt.Svo að í dag skrifast allt á vefjuna,mjög heppileg lausn ekki satt.
Jæja þetta er orðið bara ágætt bull í dag :)
Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað,
og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum,
en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum,
og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.
Það hæfir ei neinum að tala um töp sína og hnekki,
og til hvaða gagns myndi verða svo heimskuleg iðja?
Samt þurfti ég rétt eins og hinir mér hjálpar að biðja,
en hamingjan sneri sér frá mér og gegndi mér ekki.
Og loksins varð sunnlenskan eiginleg munni í mínum,
og málhreimur bernskunnar týndist í rökkur hins liðna.
Ég hélt, að við slíkt myndi þel hennar glúpna og þiðna,
en þá var hún orðin vestfirsk í framburði sínum.
: Steinn Steinar
Vona að dagurinn verði ykkur góður ég ætla allavega að njóta hans og sólarinnar.
Baddý !!!!!!!!!!!!