Held að ég hafi sjaldan þráð vorið eins mikið og núna,þetta er bara búinn að vera aðeins of leiðinlegur vetur.
Alltaf brjálað veður og alltaf lokumst við inni hérna uppi á Hólum,ekki svo sem eins og maður sé stanslaust á ferðinni.En þetta er þreytandi að vera fastur og ekki geta skotist á bílnum þegar manni hentar.En þetta fer nú örugglega fara að ganga sitt skeið og koma vor með sól hita og fuglasöng.
Svo var ég svo ansi heppinn í síðustu viku að ég festi mig og þurfti að ýta honum Grána hérna í brekkunni.Og þá small eitthvað í helv bakinu og er búinn að vera frekar kvalin í bakinu og ljótu hnén hafa verið logandi af verkjum.Hef greinilega ekki alveg þolað svona smávægileg átök,og er þar af leiðandi búinn að ganga hérna um eins og mörgæs.En hafði samband við doksa í gær og fékk að vita að ég mætti taka vel af verkjalyfjum(hef ekki þorað atað taka þau)svo að í gærkveldi gerði ég mér vænan koktel af verkjatöflum og gat allavega sofnað.Og bjóst við að vakna í morgun alveg eins og ný,en auðvitað var það ekki alveg svoleiðis geng ennþá eins og mörgæs.Kanski bara sprækari mörgæs í dag en mörgæs samt.
En jæja ætla að láta þetta bull stoppa núna,best að vagga sér inn í eldhús og hella uppá meira kaffi og sipuleggja daginn sinn.
Vona að þið eigið öll frábærann dag við Hólabúar ætlum svo sannarlega að reyna það :)
| Vorið góða |
| (Heinrich Heine) Vorið góða, grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn, allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Kveður í runni, kvakar í mó kvikur þrastasöngur; eins mig fýsir alltaf þó: aftur að fara’ í göngur. |
| Jónas Hallgrímsson Baddý !!!!!! |




Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyða