Reyndar hefur snjóað í nótt og fjöllinn eru grá og ljót þessa stundina.En það vissulega er vorlegt að heyra í fuglunum syngja eins og þeir eigi lífið að leysa.Og ég ætla bara að trúa því að nú sé vorið komið,og fari ekki til baka.
Ætla bara að vera hin svo kallaða Pollyanna næstu daga og vikur.Var búinn að vera smá svona neikvæð eftir læknaheimsóknina í síðustu viku,verð að viðurkenna að ég var bara langt í frá að vera sátt.Tilhugsunin að vera með þetta vefjagigtar drasl það sem eftir er af ævinni var mjög svo yfirþyrmandi.Og vita það að þetta verður alltaf til staðar fannst mér hreint og beint helvíti.Verða að passa sig alla ævi að halda þessu drasli niðri og svoleiðis.Var svo viss nefnilega að ég fengi bara góða sprautu og ég myndi ganga út alveg hrikalega hress og gjörsamlega verkjalaus hahahaha.En þetta er bara svona og gæti verið svo miklu verra.
Svo að núna er bara markmiðið að verða verkjalaus og svoleiðis drasl.Og það þýðir ekkert minna en bara smæla framann í heiminn og hafa bara gamann að þessu.
Og núna er ég að láta mér hlaka til að horfa á einkasoninn stíga á svið á morgun.Það er árshátíð hjá skólanum og verður örugglega ofsa skemmtilegt að sjá.Og verkefni dagsins er að baka 40 pizzu snúða jibbý jeeiii.En ætla bara að hafa gamann að því.
Og kisuskammirnar eru búnar að koma sér út í morgun eftir nokkrar misheppnaðar morðtilraunir gagnvart mér.Er farinn að sjá þetta alveg fyrir hjá þeim,þær verða að fara að herða sig í þessu.En kanski þær fari að draga úr þessum morðtilræðum fyrst þær eru byrjaðar að fara svona mikið út eru eflaust að murka lifið úr saklausu fallegu fuglunum sem voru syngjandi hérna við gluggann minn í morgunn.En svona er lífið og þeirra eðli ekkert hægt að gera í þessu.
Jæja ætla að láta þetta duga í bili koma meiri kaffi í mig og kanna hvað kisuskammirnar eru að gera úti í garði.
Eigið frábærann dag það ætla ég að gera.
Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.
Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.
Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.
Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.
Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.
Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.
Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.
Baddý !!!!!!!!!































