Síður

miðvikudagur, 25. mars 2015

Bara ekkert annað en að smæla framann í heiminn

Vorið er bara handann við hornið held ég,búinn að sitja við eldhús gluggann góða og hlusta á fuglasönginn.


Reyndar hefur snjóað í nótt og fjöllinn eru grá og ljót þessa stundina.En það vissulega er vorlegt að heyra í fuglunum syngja eins og þeir eigi lífið að leysa.Og ég ætla bara að trúa því að nú sé vorið komið,og fari ekki til baka.

Ætla bara að vera hin svo kallaða Pollyanna næstu daga og vikur.Var búinn að vera smá svona neikvæð eftir læknaheimsóknina í síðustu viku,verð að viðurkenna að ég var bara langt í frá að vera sátt.Tilhugsunin að vera með þetta vefjagigtar drasl það sem eftir er af ævinni var mjög svo yfirþyrmandi.Og vita það að þetta verður alltaf til staðar fannst mér hreint og beint helvíti.Verða að passa sig alla ævi að halda þessu drasli niðri og svoleiðis.Var svo viss nefnilega að ég fengi bara góða sprautu og ég myndi ganga út alveg hrikalega hress og gjörsamlega verkjalaus hahahaha.En þetta er bara svona og gæti verið svo miklu verra.


Svo að núna er bara markmiðið að verða verkjalaus og svoleiðis drasl.Og það þýðir ekkert minna en bara smæla framann í heiminn og hafa bara gamann að þessu.

Og núna er ég að láta mér hlaka til að horfa á einkasoninn stíga á svið á morgun.Það er árshátíð hjá skólanum og verður örugglega ofsa skemmtilegt að sjá.Og verkefni dagsins er að baka 40 pizzu snúða jibbý jeeiii.En ætla bara að hafa gamann að því.

Og kisuskammirnar eru búnar að koma sér út í morgun eftir nokkrar misheppnaðar morðtilraunir gagnvart mér.Er farinn að sjá þetta alveg fyrir hjá þeim,þær verða að fara að herða sig í þessu.En kanski þær fari að draga úr þessum morðtilræðum fyrst þær eru byrjaðar að fara svona mikið út eru eflaust að murka lifið úr saklausu fallegu fuglunum sem voru syngjandi hérna við gluggann minn í morgunn.En svona er lífið og þeirra eðli ekkert hægt að gera í þessu.


Jæja ætla að láta þetta duga í bili koma meiri kaffi í mig og kanna hvað kisuskammirnar eru að gera úti í garði.


Eigið frábærann dag það ætla ég að gera.

Það er til lítils, ljóð að semja
um ljótan vetur, vor og haust.
Svartur himinn, gálaus gremja
glatað veður endalaust.

Fólkið þangað og hingað hendist,
hálkuna ég fyrirlít.
Fannhvít aldrei fönnin endist,
full af alls kyns drullu og skít.

Skýin hranna himin, sjáðu,
heldur fer að vora seint.
Nær nú hitinn naumast gráðu,
nístingskuldi alltaf hreint.

Kuldabyrgi klökkur hleð ég
kann að forðast vetrar mein.
Frosinn klakann kalinn treð ég,
kuldinn nístir merg og bein.







Baddý !!!!!!!!!

laugardagur, 21. mars 2015

Þegar raunir þjaka mig

Jæja upp er runninn laugardagur,grenjandi rigning og skemmtileg heit.


Ég kom heim í gær eftir 5 daga í borginni og mikið var nú gott að koma í höllina sína.Knúsa drenginn sinn og fá kisurnar vælandi á móti sér.Það er einhvern veginn alltaf jafn gott að koma heim til sín því heima er alltaf best.En ég hafði það vissulega mjög gott í borginni hjá henni Alexöndru og langaði ekkert að yfirgefa hana.Og hitti hana Melkorku líka og það var mjög gott að fá að sjá hana líka.Átti bara skemmtilegann tíma í borginni með dóttlunum mínum.


Og auðvitað var ég að vona að Alexandra myndi klára að eiga krakkann meðann ég væri,en nei það gerðist ekkert á þeim vígstöðvum.Finnst að krakkinn gæti sýnt ömmu sinni tillitsemi og klárað að koma meðann ég væri,sko myndi spara mér ferðina í rvk.Ha ha smá grín en þetta fer örugglega alveg að fara að bresta á hjá þeim spenna spenna.

En ástæðann fyrir þessari Reykjavíkur ferð var auðvitað til að fara til þessar gigtarlæknis.Búinn að bíða síðann einhvern tímann í nóvember eftir þessum tíma,og búinn að bynda miklar vonir við að fá svör.Og auðvitað dreymdi mig um að hann gæti bara dregið upp risa sprautu og ég myndi skoppa út frá honum algjörlega verkjalaus og ekkert að.En þetta var síðann bara ekkert svoleiðis hann bara skoðaði mig og svo greininginn kominn þú ert með vefjagigt trallalllaaaaa .Og ég spurði og hvernig losna ég við hana og það er ekki hægt,get haldið þessu niðri en losnar aldrei við þetta.Og auðvitað fór ég í massa fýlu þetta er ekki það sem ég vildi heyra,fékk ekki þessa sprautu sem læknar allt eins og ég vildi nei verð bara svona það sem eftir er fokk.Og eina sem er hægt að gera er hreyfing og hreyfing og ég sem hélt að ég væri búinn að vera að hreyfa mig ágætlega vel síðasta árið fokk.

En það þyðir ekkert að fárast mikið yfir þessu ætla að koma mér af stað og losna við þennann fjanda.Það er til svo margt miklu verra í þessum heimi og margt svo miklu leiðinlegra líka.Svo maður tekur bara Pollyönnu á þetta og hefur gamann af vúhú.Er hætt að nenna að vera í fýlu yfir þessu lífið er svo skratti stutt spurning að fá sér bara einn kaffi enn og þá verður allt svo skemmtilegt og kanski bara skella sér í einn göngutúr..


En  ætla að stoppa í bili vona að þið eigið frábærann dag,það ætla ég allavega að gera.

Þegar raunir þjaka mig 
þróttur andans dvínar 
þegar ég á aðeins þig 
einn með sorgir mínar. 
Gef mér kærleik, gef mér trú, 
gef mér skilning hér og nú. 
Ljúfi drottinn lýstu mér, 
svo lífsins vef ég finni 
láttu ætíð ljós frá þér 
ljóma í sálu minni. - Gísli á Uppsölum





Baddý !!!!!!!

miðvikudagur, 11. mars 2015

Þetta er nóg þetta er nóg

Upp er runninn miðvikudagur 11 mars og vorjafndægur eftir 9 daga.


Held að ég hafi sjaldan þráð vorið eins mikið og núna,þetta er bara búinn að vera aðeins of leiðinlegur vetur.
Alltaf brjálað veður og alltaf lokumst við inni hérna uppi á Hólum,ekki svo sem eins og maður sé stanslaust á ferðinni.En þetta er þreytandi að vera fastur og ekki geta skotist á bílnum þegar manni hentar.En þetta fer nú örugglega fara að ganga sitt skeið og koma vor með sól hita og fuglasöng.

Svo var ég svo ansi heppinn í síðustu viku að ég festi mig og þurfti að ýta honum Grána hérna í brekkunni.Og þá small eitthvað í helv bakinu og er búinn að vera frekar kvalin í bakinu og ljótu hnén hafa verið logandi af verkjum.Hef greinilega ekki alveg þolað svona smávægileg átök,og er þar af leiðandi búinn að ganga hérna um eins og mörgæs.En hafði samband við doksa í gær og fékk að vita að ég mætti taka vel af verkjalyfjum(hef ekki þorað atað taka þau)svo að í gærkveldi gerði ég mér vænan koktel af verkjatöflum og gat allavega sofnað.Og bjóst við að vakna í morgun alveg eins og ný,en auðvitað var það ekki alveg svoleiðis geng ennþá eins og mörgæs.Kanski bara sprækari mörgæs í dag en mörgæs samt.

En jæja ætla að láta þetta bull stoppa núna,best að vagga sér inn í eldhús og hella uppá meira kaffi og sipuleggja daginn sinn.


Vona að þið eigið öll frábærann dag við Hólabúar ætlum svo sannarlega að reyna það :)


Vorið góða
(Heinrich Heine)

Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara’ í göngur.

Jónas Hallgrímsson



Baddý !!!!!!

mánudagur, 9. mars 2015

Fjúff sumir dagar

Nú er runninn upp mánudagur einu sinni enn,allt er hvítt og ennþá á kafi af snjó.


Og eins og aðra daga er hver dagur eins hérna hjá okkur,lítið breytist hérna.Reyndar búið að vera aukafrí í skólanum hjá guttanum honum finnst það nú ekki leiðinlegt.


Já og við þurftum að fara út í síðustu viku vegna snjóslóða hættu,önnur vikann í röð sem við þurfum að fara út á miðvikudegi.Svo að það er stóra spurninginn fáum við að vera heima núna á mivikudegi.Hver veit það er allaveganna ekki spennandi spá frammundann svo ætli maður þurfi ekki að fara út einu sinni enn.

Já og svo er drengurinn að fara að fara í bæjaferð,Samfés að bresta á.Hann er nú bara mjög spenntur fyrir því heil helgi í borginni að leika sér það er nú eki slæmt.Verður eflaust stórkostlegt hjá þeim.


Já og svo er ég alveg að fara í borgina líka,það er loksins komið að því að ég fer til þessa gigtarlænis.Bara vika í það og ég pantaði þennann tíma í nóvember hahaha.En mikið vona ég að hann finni út hvað það er sem er að hrjá mig,er að verða ansi þreytt á þessu ´´astandi.Og núna síðustu vikur hefur þetta verið extra leiðinlegt er með veri núna bókstaflega alltstaðar held að mér sé meira að segja illt í hárinu.Það er þreytandi til lengdar að sofna með verki og vakna með verki.Dreymir um verkjalausa daga vúhú,og að þessi fjandans snjór fari þá er maður ekki að bögglast í að festa sig og klifra skafla alla daga.

Jæja hef bara ekkert meira að bulla um að svo stöddu,ætla að hella í mig nokkrum kaffibollum og vona að ég vakni og koma mér i sjúkraþjálfun á eftir .


Góðar stundir !!



Baddý !!!!

þriðjudagur, 3. mars 2015

Draumar fæðast til að kenna hjarta þínu að syngja

Jæja enn einn dagurinn runninn upp allt hvítt svoo hvítt.

Undur og stór merki bara í gangi blogga 2 daga í röð vúhú.
Hef reyndar ekkert mikið að bulla um dag frekar en alla hina dagana.En ætla að reyna hér eftir að blogga allavega einu sinni í viku og ef ég er í massa stuði þá verður það oftar kanski.

En ástæðann fyrir þessari leti með bloggið er ekki bara leti eða leiði,ónei heldur er talvann hjá mér alveg á síðustu metrunum.Og það er byrjað að taka ansi langann tíma bara að starta dýrinu,og kemur fyrir að ég er kanski búinn að pikka inn slatta þá dettur henni í hug að henda því öllu út.Kanski ágætt að hafa svona ritstjóra í tölvuformi hahahaha,en þetta hefur pirrað mig smávægilega svo að ég nenni sjaldann að reyna við þetta nú orðið.Ekki ábætandi á geðsslagið hjá mér sem er stundum bara ekki gott,get verið geðvondari en andskotinn og þá verð ég svo leiðinleg að meira segja ég nenni ekki að vera nálægt mér svei mér þá.


En annars eru dagarnir flestir eins hérna hjá okkur í höllinni,bara svona sama rútínann eiginlega.Drengurinn stundar skólann og fótboltann alla virka daga svo eru helgarnar nýttar í leti og dekur.Kettirnir eru auðvitað bara ennþá við sama heigarðshornið plottandi allann sólarhringinn hvernig þær ætli að koma mér fyrir kattarnef.Finnst þær vera byrjaðar að gefa svolítið í með þessi plön sín,byrjaðar að færa sig vel uppá skaftið.Enda sef ég núna með annað augað opið og harðlæsta hurð,og stundum á nóttinni heyri ég þegar þær eru að krafsa á dyrnar hjá mér og reyna að komast inn.Og auðvitað eru morgnarnir verstir þá vita þær að maður er ekki alveg nægilega meðvitaður um umhverfið sökum syfju,og þá er nú vafið sig vel um fæturnar á manni og allt reynt til að fella mann til jarðar.Svo ef ég hverf fljótlega þá vitiði hvað hefur gerst,kettirnir hafa unnið mig.

Og svo hefur nú lítið breyst hjá mér með þennann fjandans skrokk,hnén ennþá ljót og leiðinleg.Og liðamótin ennþá styrð flesta daga og síðustu 2 vikur hefur verið einhver uppreisn í öllum skrokknum ekkert virkað bara endalaus þreyta og hef mig lítið geta hreyft.En held að það sé eitthvað að lagast komst í göngutúra síðustu 3 daga án þess að liggja það sem eftir er af deginum.Svo hefur eitthvað aðeins gengið með mörbræðsluna hjá mér fleiri föt að stækka og vigtinn að lækka.Fer bráðum að geta montað mig að ég sé búinn að skríða yfir mínus 20 múrinn,er reyndar frekar óþolinmóð með þetta vil fleiri kg í mínus.En þar sem helv hreyfigetann hefur verið frekar léleg núna í meira en ár þá er kanski hægt að heimta meira í þeim efnum.Svona lífsstíls breyting tekur tíma það er ekki spurning,og í dag sakna ég ekkert þess að drekka ekki gos og vera hætt í slikkerýinu.Er hætt að fá svona kravings í snakk eða nammi alveg merkilegur andskoti,sérstaklega með snakkið.En svo er ég loksins að komast til þessa gigtarlæknis bara 14 dagar í það,vona að hann sé með einhverja töfralausn á þessum skrokk og ég spretti þaðann út stráheil og tilbúinn í marathon.


En jæja þetta er bara orðið ágætt af bulli í mér í dag,ætla að reyna að fara að gera eitthvað drekka meira kaffi og reyna að prjóna kanski smá.

Vona að þið eigið góðann dag ég ætla að reyna það allavega.


Draumar fæðast til að gefa þér von;
tli að kenna þér að lifa,
til að kenna þér að elska.

Draumar fæðast
til að kenna hjarta þínu að syngja, dansa.

En flesir draumar ljúga,
Hvert einasta blóm og hver einasti sólargeisli er hylling.

Og þú gengur um á brostnum draumum. 




Baddý !!!!!!!




mánudagur, 2. mars 2015

"Þetta gæti verið verra já svona er þetta bara "

Góðan dag nú er byrjaður nýr mánuður,og þegar ég lýt hérna útum gluggann þá er allt svo fallegt og hreint.

Það er búið að snjóa hressilega hérna síðustu vikur,já eiginlega allt bara komið á kaf.Og í síðustu viku var bylur og það ekki í einn dag nei heldur 2.Og við þurftum að rýma hérna vegna snjóflóðahættu,pakka bara niður og út.
En það fór nú alls ekki illa um okkur eyddum 2 dögum uppá Fosshóteli.Hérna í denn var nú ekki svona flott aðstaða ef maður þurfti að fara út.Man að einu sinni eyddum við heilum degi uppí í félagsheimili og ekkert við að vera,krakkarnir voru orðnir létt geggjaðir eftir þann dag.
En eins og ég segi þá höfðum við það ofsa fínt sem flóttamenn á hótelinu,en það var einn mínus drengurinn gleymdi hleðslutækinu á tölvunni sinni og var orðinn ansi eyrðalaus.Hann nennti ekki að spila allann sólarhringinn við mútter sína.
Svo vorum við auðvitað með smá áhyggjur af kattar skömmunum okkar sem voru aleinar hérna heima.Og þegar við komum heim eftir þessa 2 daga þá voru allir matar dallar galtómir,þær eru greinilega eins og mannskepnann borða þegar þei leiðist.




En allt er gott sem endar vel við kominn heim og kettirnir fá að borða.En er samt að hugsa um að hafa bara ferðatösku tilbúna við rúmgaflinn hjá mér ef ske kynni að við verðum að fara út aftur.Verð svona eins og verðandi móðir með sjúkratösku á rúmgaflinum,nema mín taska kallast flóttamanna taska.



En vonandi fer nú þessi vetur að fara sleppa tökunum og við förum að fá vor með hita og fallegum dögum.

Og ef maður pælir í því "þá gæti þetta verið verra"já og "svona er þetta bara"

Núna ætla ég að drekka nokkra kaffibolla og vakna almennilega,og dagdreyma um þetta sama og venjulega Lotto vinninginn,strá heil hné,ævintýri og riddarann á hvíta hestinum.

Vona að þið eigið góðann vetrardag ég ætla að reyna það svo sannarlega já og reyna að koma bílnum mínum útur bílastæðinu hahahaha. 
Baddý