Síður

miðvikudagur, 25. janúar 2017

Lífið er ekki bara dans á rósum alla daga trallala

Einu sinni enn er ég farinn að tjá mig.Ha ha byrjaði þetta blogg i mikilli bjartsýni að hér myndi ég bara pósta eintómi gleði ;). En þeir sem þekkja mig vita að það er ekki satt ha ha ha.


En þannig er það bara að ég er ekki alveg að ná að gera lífið fullkomið eins og ég vildi,er ekki alveg að púlla Kim Karsidan á þetta sko.Hef verið  að berjast við þennann helvítans draug sem heitir vefjagigt í ansi langann tíma,og skammast mín hrikalega fyrir það.Hef afneitað þessu í mörg ár og barist við þessa skömm,já þetta er skömm.

Ég lýt þokkalega eðlilega út er samt lítill og feit ;) en á hverjum degi finn ég til á ótrúlegustu stöðum án þess að það hafi verið álag á þá.

Suma daga á ég erfitt með að fara frammúr og get mig varla hreyft,suma daga er mér kanski bara smá illt í bakinu.En yfirleitt alla daga er ég heft vegna mikilla verkja í hnjánum og það skerðir mína getu.Ég fór í litla liðþófa aðgerð á hnjánum fyrir HALLÓ 2 árum og mig verkjar enn.Og stundum þegar ég er bara að ganga eða bara í búðinni þá fæ ég sting í liðamótin og verð ofsa þreytt og ég ræð ekki við það.Og þetta er viðvarandi ástand sem ég ræð ekki við.Einn daginn get ég verið hoppandi hress og þann næsta bara eymingi.

Og vá .á það er æðislegt að vera svona eymingi og lifa á kerfinu,maður hefur það æðislega gott.Já einmitt maður hefur það æðislegt ekki satt.Síðustu 2 ár hef ég uppá hvern fokking mánuð þurft að betla og skrapa nánast og berjast fyrir hverri krónu.Sanna stanslaust í alla staði að ég er ræfill reyna að fá bætingu á þessum vonlausa skrokk.Eftir 2 ár er ég í rauninni eins ef ekki verri ja  allavega andlega búinn.

Og viti menn fæ alveg 31.679 kr ég datt í lukku pottinn ekki satt metinn 50 %öryrki og þetta er minn örorkustyrkur.Get ekki líkamlega unnið 100%vinnu en þetta er það sem ég fæ heppinn og svo er tekinn skattur af þessu öllu það má ekki gleyma því. Svo að það má eiginlega segja að ekki verða eins og ég því að þá eru allar dyr lokaðar.

BITE ME ;)

Hey hver vill borga leiguna mína bara 190 þús ;)

En segi bara lífið er yndislegt ég geri það sem ég vil